Fréttablaðið - 08.08.2008, Page 42

Fréttablaðið - 08.08.2008, Page 42
 8. ÁGÚST 2008 FÖSTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● skólar og námskeið Í Trommuskóla Gunnars Waage er bæði boðið upp á hefðbundið stigakerfi og sjálf- stæða deild á háskólastigi. „Trommunámið er mjög vinsælt í dag og við erum með upp undir fjörutíu nemendur að öllu jöfnu,“ segir Gunnar Waage, eigandi og kennslustjóri Trommuskóla Gunn- ars Waage, og bætir við að það sé næstum því eins og stærðin á venjulegum litlum tónlistarskóla. „Námið er alltaf í einhverri þróun hjá okkur, bæði námsefnið og eins kennsluformið.“ „Ég ákvað að fara að kenna einn, en þar sem mér finnst ekk- ert gaman að kenna nema innan einhvers akademísks ramma hef ég í samstarfi við aðra skóla verið að kenna allan skalann frá byrj- endum og upp í nemendur sem út- skrifast héðan,“ útskýrir Gunnar en skólinn hefur nú verið rekinn í fjögur ár. Að hans sögn er nokkur áhersla lögð á samvinnu við aðra skóla. „Ég sendi nemendur mína í bóklegar greinar í Tónlistarskólann í Kópa- vogi. Við eigum líka í samvinnu við deild sem kallast trommusett- og hljóðhönnunardeild.“ Aðspurður segir hann að enn sé tekið við skráningum nemenda. „Kennslan hefst 20. ágúst og þá lýkur skráningu. Stundum get ég þó ekki stillt mig um að taka ein- hverja inn eftir það, ef þeir slæð- ast inn fram eftir hausti,“ segir hann brosandi og bætir við að tekið sé við nemendum frá tólf ára aldri og upp úr. Nánar á www.trommuskolinn.is - mmf Námið er í stöðugri sókn Gunnar Waage stofnaði trommuskóla í Kópavoginum fyrir fjórum árum og býður nú upp á fullt nám. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Tangófélagið heldur nú stærstu tangóhátíð sem haldin hefur verið hérlendis. Þetta er áttunda ár há- tíðarinnar sem kölluð er „Tango on Ice“ og fer fram dagana 28. til 31. ágúst. „Hátíðin hefur vaxið ár frá ári og núna munum við fá þrjú frá- bær danspör frá Argentínu til að kenna okkur. Þetta eru atvinnu- dansarar í hæsta gæðaflokki; aðal parið rekur tangóskóla í Bu- enos Aires ásamt því að ferðast um heiminn með danssýningar og -kennslu,“ segir Guðbjörg Ey- steinsdóttir, formaður Tangófé- lagsins á Íslandi. Að hennar sögn hefur tang- ósamfélagið hér á landi vaxið jafnt og þétt síðustu árin. „Lengi vel vorum við um fjörutíu virkir dansarar en núna erum við komin vel yfir 100 manns. Síðustu tvö árin varð sprengja í aðsókn svo núna getum við haldið danskvöld fjórum sinnum í viku.“ Tangóhátíðin hefst fimmtudag- inn 28. ágúst í Borgarleikhúsinu þar sem argentínsku dansararnir munu sýna listir sínar. Síðan verð- ur dansleikur í anddyri leikhússins fyrir alla sem vilja koma. Á föstu- deginum hefst eiginleg kennsla í Iðnó sem nær fram á sunnudag. Þar getur fólk á öllum stigum lært meira í tangódansi. „Áður vorum við með þrjá dansflokka en nú getum við boðið upp á fjögur stig þar sem margir áhugadansararnir eru komnir ansi langt.“ Á föstudags- og laugardags- kvöld verður síðan haldinn Mi- longa, eða tangódansleikur, fyrir alla sem vilja og hátíðinni lýkur svo í Bláa lóninu eins og fyrri ár. „Fólk getur slakað á í lóninu og svo verðum við með Milonga á staðn- um eftir á. Lokakvöldið hefur allt- af verið ofsalega skemmtilegt og vinsælt meðal fólks.“ - mþþ Tangódansarar beint frá Buenos Aires Fjögurra daga tangóhátíð verður haldin í Reykjavík dagana 28. til 31. ágúst. MYND/ÚR SAFNI TANGÓFÉLAGSINS Frístundir Íslands er upplýsinga- vefur sem auðveldar fólki að finna íþrótta- og tómstundaiðju fyrir börn á öllum aldri. Hátíð á vegum Frístunda Íslands verður haldin í Vetrargarðinum í Smáralind þann 24. ágúst. Hátíðin er haldin í tilefni af fyrstu útgáfu frístundabæklings fyrirtækisins. „Við erum að fara að gefa út haustbækling sem kemur út þenn- an dag. Þetta verður mikil hátíð. Valli sport verður kynnir og síðan verða atriði frá ýmsum fyrirtækj- um sem eru á skrá hjá okkur eins og Dansskóla Jóns Péturs og Köru. Krakkar frá þeim munu sýna atriðið og dansa. Hátíðin er tæki- færi fyrir fyrirtækin að kynna sig og starfsemi sína fyrir fólkinu,“ segir Letetia Beverley Jonsson, hjá Frístundum Íslands. Hátíðin hefst klukkan 13 og stendur til klukkan 16. Allar frek- ari upplýsingar má nálgast á www. fristundir.is. - stp Hátíð í Vetrargarðinum „Hátíðin er tækifæri fyrir fyrirtæki á skrá hjá okkur til að kynna starfsemi sína,“ segir Letetia Beverley Jonsson hjá Frístundum Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Gott framboð er af íslenskunám- skeiðum hjá Alþjóðahúsinu og mörg eru ókeypis. Námskeið fyrir ungl- inga á aldrinum 14 til 19 ára hefst í næstu viku en það á að auðvelda þeim að takast á við komandi skóla- göngu. „Þetta námskeið er þarfa- þing fyrir marga krakka því þó þeir séu farnir að nema talmálið af jafn- öldrum sínum þá er allt annað að setjast niður og ætla að læra landa- fræði,“ segir Ingibjörg Hafstað, kennslustjóri í Alþjóðahúsinu. Námskeið fyrir ólæsar konur hefst einnig í þessum mánuði. „Þetta eru konur sem hafa aldrei komið í skóla svo maður byrjar á því að kenna þeim að nota verk- færið blýant,“ segir Ingibjörg en flestar kvennanna á síðasta nám- skeiði voru frá Marokkó, Taílandi og Nepal. Í fyrradag hófst námskeið í framburði og segir Ingibjörg tals- vert um það að fólk sem sé altalandi á íslensku geti ekki gert sig skiljan- legt vegna íslensku hljóðanna. Að lokum má nefna almenn íslensku- námskeið sem kennd hafa verið í sumar og munu halda áfram í vetur. Nánar á www.ahus.is. - mþþ Öllum hópum sinnt Ingibjörg Hafstað kennir íslenskan fram- burð í Alþjóðahúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.