Fréttablaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 2
Er mataræðið óreglulegt? LGG+ er fyrirbyggjandi vörn! Skyndibitafæði, sætindi, óreglulegar máltíðir – allt þetta dregur úr innri styrk, veldur þróttleysi, kemur meltingunni úr lagi og stuðlar að vanlíðan. Regluleg neysla LGG+ vinnur gegn þessum áhrifum og flýtir fyrir því að jafnvægi náist á ný. Dagleg neysla þess tryggir fulla virkni. H V Í T A H Ú S IÐ / S ÍA 2 8. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Breytingar á lögum um miðlægan lyfjagagnagrunn voru byggðar á röngum upplýsing- um frá Landlæknisembættinu. Per- sónuvernd gerir athugasemdir við breytingarnar, sem gerðar voru á lyfjalögum í vor og vill breyta lögum á ný. Persónugreinanlegar upplýsing- ar um lyfjakaup landsmanna eru nú geymdar í 30 ár, ekki þrjú ár eins og áður var heimilt. „Við teljum að þetta sé ekki í sam- ræmi við grundvallarreglur um meðalhóf í meðferð svo viðkvæmra upplýsinga,“ segir Sigrún Jóhann- esdóttir, forstjóri Persónuverndar. Hún segir að samkvæmt þarfa- greiningu sem fram fór fyrir nokkr- um árum eigi að duga að geyma upplýsingarnar í þrjú ár til að fylgj- ast með misnotkun á lyfjum. Sé vilji til þess að geyma upplýsingar leng- ur í vísindaskyni sé hægt að gera gagnagrunninn ópersónugreinan- legan eða finna aðrar leiðir til að tryggja öryggi upplýsinganna. Í nefndaráliti meirihluta heil- brigðisnefndar um breytingar á lyfjalögum kemur fram að sam- kvæmt umsögn Landlæknisemb- ættisins séu gögn í sambærilegum gagnagrunnum á hinum Norður- löndunum varðveitt í 30 ár. Per- sónuvernd kannaði lagaumhverfi gagnagrunna á Norðurlöndunum, og komst að því að þetta á ekki við rök að styðjast. Persónuvernd sendi nýverið heil- brigðisráðherra og formanni heil- brigðisnefndar Alþingis bréf þar sem vakin er athygli á þessu. Sig- rún segir það skoðun Persónuvernd- ar að breyta verði lögunum á nýjan leik svo persónugreinanlegar upp- lýsingar séu ekki geymdar lengur en nauðsynlegt sé í miðlægum gagnagrunni. Ásta Möller, formaður heilbrigð- isnefndar Alþingis, segir að í öllum tilvikum séu persónuverndarsjón- armið virt, aðgangur að gagna- grunninum lúti ströngum reglum og sé aðeins heimill með samþykki landlæknis. „Við hlustuðum á þessi sjónarmið Persónuverndar, en okkar mat var það að þær upplýsingar sem við hefðum í höndunum réttlættu þess- ar breytingar,“ segir Ásta. Hún segir þau sjónarmið hafa verið mikilvæg að stundum komi aukaverkanir lyfja ekki fram fyrr en mörgum árum eftir að þeim var fyrst ávísað. Hvorki náðist í landlækni né aðstoðarlandlækni við vinnslu fréttarinnar. brjann@frettabladid.is LYFJAGAGNAGRUNNAR Á NORÐURLÖNDUNUM Ísland Upplýsingar geymdar í 30 ár. Danmörk Upplýsingar geymdar í tvö ár. Finnland Upplýsingar geymdar í 30 mánuði, og eftir það í tíu ár í öðrum gagnagrunni með strangari aðgangsheimildum. Noregur Dulkóðaður gagnagrunnur, upplýsingum er ekki eytt. Svíþjóð Upplýsingar geymdar í annað hvort þrjá mánuði eða fimmtán mánuði. Heimild: Persónuvernd Kristinn, er leiklistin þér í blóð borin? Já, mér rann blóðið til skyldunnar. Ég hef alltaf leikið mikið en mitt hlutverk nú er reyndar ekki blóðugt. Kristinn Á. Friðfinnsson sóknarprestur leikur um þessar mundir í blóðugu hryllingsmyndinni Reykjavík Whale Watching Massacre. Hann hefur leikið í fjölda mynda. PAKISTAN, AP Ríkisstjórnin í Pakistan ætlar að kæra Pervez Musharraf forseta til embættis- sviptingar. Asif Ali Zardari og Nawaz Sharif, leiðtogar stjórnarflokk- anna, segja nauðsynlegt að víkja honum úr embætti sem fyrst. Musharraf hefur neitað að segja af sér þrátt fyrir almennar óvinsældir eftir að hann sigraði með umdeildum hætti í þingkosn- ingum síðastliðinn vetur. Hann hefur stjórnað landinu síðan 1999 þegar hann steypti Sharif, sem þá var forseti, af stóli. - gb Staða Musharrafs veikist enn: Reynt að svipta hann embætti SHARIF OG ZARDARI Leiðtogar stjórnar- flokkanna í Pakistan. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Borgarnesi hefur frá því um síðustu helgi þurft að hafa afskipti af fjórum ökumönnum sem stungið hafa af frá ógreidd- um reikningum vegna eldsneytis- kaupa. Segir lögregla verulega aukningu á slíkum málum, hvort sem hægt er að tengja það háu eldsneytisverði eða ekki. Myndavélar eru á öllum helstu bensínstöðvum landsins svo auðvelt er fyrir lögreglu að afla gagna um viðkomandi aðila. Að sögn varðstjóra er þeim venju- lega boðið að gera upp sín mál. Annars gangi málin sinn gang í dómskerfinu. - ovd Aka brott án þess að borga: Aukinn elds neytis- þjófnaður Gagnagrunni breytt á röngum forsendum Persónuvernd segir rangar upplýsingar frá landlækni hafa verið notaðar þegar lög- um um lyfjagagnagrunn var breytt. Upplýsingar um lyfjakaup eru geymdar í 30 ár. Persónuverndarsjónarmið voru virt segir formaður heilbrigðisnefndar Alþingis. REYKJAVÍK F-listi Ólafs F. Magnús- sonar, borgarstjóra fær aðeins 1,8 prósenta fylgi í Reykjavík samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Capacent gerði fyrir Stöð 2. F-listinn fékk rúm 10 prósent atkvæða í borgarstjórnarkosn- ingunum vorið 2006. Samkvæmt sömu könnun fær Samfylkingin tæplega 48 prósenta fylgi sem er nærri tvöfalt á við það sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Fylgi Sjálfstæðisflokks minnkar úr tæpum 43 prósentum í tæp 27 og fylgi Framsóknarflokks minnkar úr rúmum 6 í rúm 2 prósent. Vinstri græn auka fylgi sitt úr 13,5 prósentum í tæp 22 prósent. - ovd Samfylkingin í mikilli sókn: Meirihluti með 30 prósent fylgi DEILT UM LYFJAGAGNAGRUNN Persónuvernd segir landlækni hafa gefið rangar upp- lýsingar í umsögn sinni um breytingar á lyfjalögum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LÖGREGLUMÁL Tvítugur Lithái er grunaður um að hafa reynt að smygla fíkniefnum innvortis til landsins. Kári Gunnlaugsson, aðaldeildarstjóri Tollgæslunn- ar á Keflavíkurflugvelli, segir að maðurinn hafi verið sendur í röntgenmyndatöku sem leiddi í ljós að minnsta kosti tuttugu aðskotahluti í meltingarvegi hans. „Rannsóknin er samt enn á frumstigi svo að við getum lítið aðhafst fyrr en við vitum um hvaða efni er að ræða og hve mikið hann er með af þeim.“ Maðurinn var handtekinn við reglubundið eftirlit Tollgæslunnar síðastliðinn miðvikudag. Hann var á leiðinni hingað til lands frá Amsterdam í Hollandi og er nú í vörslu lögreglunnar á Suðurnesjum. Lögregla bíður þess nú að hlutirnir fari í gegnum meltingarkerfi hans á eðlilegan hátt. Það tekur venjulega nokkra daga en þó eru dæmi um að þau hafi látið bíða eftir sér hátt á þriðju viku. Eins og áður sagði er ekkert enn vitað um efnin sem maðurinn er með í iðrum sér en í nýlegum málum af þessu tagi hefur verið um amfetamín eða kókaín að ræða. - hþj Tvítugur maður handtekinn grunaður um smygl: Myndataka sýndi aðskotahluti FÍKNIEFNI Í VÖRSLU LÖGREGLUNNAR Ekki er vitað hvaða efni maðurinn er með. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BÖRN Á barnanámskeiðinu Hestur í fóstur gefst börnum tækifæri til að taka að sér klár. Þar fá þau innsýn í hestamennsku með því að hirða hesta, fóðra þá, kemba, moka undan þeim og fara í útreiðartúra á tólf vikna löngu námskeiði sem haldið er á vegum Íshesta og hefur átt miklum vinsældum að fagna síðustu ár. „Að eignast vin í ljúfum klár er það besta fyrir börnin, enda mikill vinskapur sem kviknar milli barns og hests, og tregafull kveðjustund þegar námskeiði lýkur,“ segir Silja Ólöf Birgis- dóttir, starfsmaður Íshesta. -þlg/sjá sérblaðið skólar og námskeið Barnanámskeið hjá Íshestum: Vinsælt að taka hest í fóstur FÉLAGSMÁL Borgarráð Reykjavíkur hefur sam- þykkt að veita Mæðrastyrksnefnd 800 þúsund króna styrk vegna öryggisgæslu á úthlutunardög- um. Í vetur hafa tveir öryggisverðir frá Securitas verið að störfum á úthlutunardögum. Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar, segir þetta vera fyrirbyggj- andi aðgerð. „Það hafa orðið smávægilegir núningar og við viljum ekki að það gerist aftur. Við viljum tryggja að allir séu öruggir,“ segir Ragnhildur. Hún segir samsetningu þeirra sem sækja aðstoð til nefndarinnar hafa breyst. „Neysluvenjur fólks hafa breyst mjög mikið og þetta er orðinn harðari heimur. Fólki líður illa, það er óttaslegið og vansælt og sér fram á að geta ekki látið enda ná saman. Það getur skapað öryggisleysi og það getur haft ýmislegt í för með sér.“ Ragnhildur segir engin alvarleg tilvik hafa komið upp, en allur sé varinn góður. Annar öryggisvörðurinn stýrir umferð, en hinn er inni við þar sem afhending fer fram. Mæðrastyrksnefnd sótti um styrk til velferðar- ráðs en umsóknin barst of seint fyrir styrkúthlut- un fyrir árið 2008. Ráðið mælti með því við borgarráð að styrkurinn yrði veittur. - kóp Borgarráð styrkir Mæðrastyrksnefnd um 800 þúsund krónur: Öryggisgæsla hjá Mæðrastyrksnefnd ÞARF ÖRYGGISGÆSLU Ragnhildur segir öryggisgæsluna hjá Mæðrastyrksnefnd hafa gefið góða raun og vera fyrirbyggjandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MENNTAMÁL Nýbygging fyrir unglingadeild Korpuskóla verður byggð við skólann samkvæmt til- lögu sem rædd var á fjölsóttum fundi foreldra í Staðahverfi, for- eldraráðs Korpuskóla og fulltrúa frá menntasviði Reykjavíkurborg- ar í Korpuskóla í gærkvöldi. Tillagan gerir ráð fyrir að nýbyggingin verði tekin í notkun haustið 2010 en þangað til verði unglingum kennt í Víkurskóla. Þá verði bráðabirgðabyggingar við skólann fjarlægðar en myglu- sveppir og bakteríur greindust í miklu magni í sýnum sem tekin voru í byggingunum í júní. Júlíus Vífill Ingvarsson, formað- ur menntaráðs Reykjavíkur segir kostnað við nýbygginguna áætlað- an um 110 milljónir króna. Nýjar bráðabirgðabyggingar myndu hinsvegar kosta 80 milljónir en endingartími slíkra bygginga væri þar að auki helmingi skemmri en nýrra viðbygginga. - ovd/ht Bráðabyrgðabyggingar teknar: Byggt við Korpuskóla SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.