Fréttablaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 36
 8. ÁGÚST 2008 FÖSTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● skólar og námskeið Kennsla í meistaranámi í tón- smíðum hefst við Listaháskóla Íslands í haust. Verður það í fyrsta sinn sem meistaranám í listum er kennt á Íslandi. „Þessi meistaragráða saman- stendur annars vegar af rann- sóknum og hins vegar af tónsköp- un. Þetta er svokallað rannsókn- arbundið meistaranám þar sem nemendur leggja fram ákveðna hugmynd um hvað þeir vilja taka til rannsókna og nýta til tón- sköpunar eða listrænnar vinnu,“ segir Kjartan Ólafsson, prófess- or í tónsmíðum og tónfræði við Listaháskóla Íslands, um nýtt meistaranám í tónsmíðum sem hefst við skólann í haust. Verður það í fyrsta sinn sem meistara- nám í listum er kennt á Íslandi. Hann bætir við að hægt sé að rannsaka allt sem tengist tón- sköpun. Til dæmis íslensk þjóð- lög og ýmis fyrirbrigði sem tengjast tónlist og eru oft for- sendur tónsköpunar. „Hugmynd- in er sú að með þessu sé í raun- inni verið að opna fyrir fleiri möguleika til tónsköpunar. Lista- háskólinn nýtir sér þá aðstöðu sem hann er í til að geta boðið upp á rannsóknartengt meist- aranám, meðal annars í sam- vinnu við aðrar deildir skólans sem skapar honum aftur algjöra sérstöðu í alþjóðaháskólasamfé- lagi.“ Aðspurður segir Kjartan mikla þörf hafa verið fyrir meistara- nám í tónsmíðum á Íslandi. „Við ætlum samt ekki að byrja með of stóran hóp, því við teljum að það sé betra að hlutfallið sé í sam- ræmi við þann fjölda sem stund- ar bachelor-námið.“ Hann bendir á að stefnt sé að því að meistaranámið verði snar þáttur í starfsemi skólans því þannig muni alþjóðasamstarf aukast. „Mikil áhersla er lögð á alþjóðasamstarf af hálfu Lista- háskólans. Með tilkomu skól- ans opnuðust tækifæri til að staðla námið og samræma það evrópsku menntakerfi og öðlast þannig viðurkenningu bæði hér á landi og alþjóðlega. Nú er hægt að stunda nám að hluta til í sam- vinnu við aðra listaháskóla sem gefur náminu hér aukið vægi og meira alþjóðlegt gildi,“ segir Kjartan en margir tónlistarnem- ar hafa þar til nú farið utan því námsframboðið hefur verið tak- markað. - mmf Nýjung í listnámi á Íslandi Kjartan Ólafsson segir Listaháskóla Íslands skapa sér algjöra sérstöðu í alþjóða- háskólasamfélaginu því með nýtilkomnu meistaranámi í tónsmíðum sé hægt að vinna með öðrum deildum að rannsóknum. Alþjóðasamstarf muni einnig eflast með tilkomu námsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Hver vill ekki læra að skrifa skemmtilegan texta? Skapandi skrif er heiti á námskeiði hjá Rope joga-setrinu í Listhúsinu í Laugar- dal og leiðbeinandi er rithöfund- urinn Þorvaldur Þorsteinsson. Skapandi skrif er sextán stunda námskeið sem skiptist á fjög- ur kvöld. Það fyrsta er 18. ágúst og síðasta 29. sama mánaðar. Þar miðlar Þorvaldur af reynslu sinni og leggur sérstaka áherslu á mikil- vægi sögunnar í daglegu lífi okkar allra, að því er fram kemur í nám- skeiðslýsingu. Þar stendur líka: „Á námskeið- inu kynni ég til sögunnar einföld en notadrjúg verkfæri fyrir þátt- takendur að nýta til eigin skrán- ingar og sköpunar, þar sem til- gangurinn er fremur að skerpa eigin meðvitund og upplifanir fremur en skapa stórvirki á bók- menntamarkaði – þó slíkt sé vissu- lega velkomið í leiðinni.“ - gun Með ríkri áherslu á mikilvægi sögunnar Listamaðurinn Þorvaldur Þorsteinsson leiðir fólk inn í heim skapandi skrifa. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Pálmi Guðmundsson ljósmynd- ari heldur alls kyns ljósmynda- námskeið fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. „Næsta námskeið hefst 18. ágúst næstkomandi og svo byrja námskeiðin á fullu í haust, í sept- ember,“ segir Pálmi. „Vinsælasta námskeiðið hjá okkur er þriggja daga ljós- myndanámskeið. Þar er farið ítarlega yfir allar helstu still- ingar á myndavélinni, tekin eru fyrir helstu atriði varðandi linsur og filtera, nemendur fá til- sögn í hvernig á að búa til einfalt og ódýrt heimastúdíó og margt fleira.“ Að sögn Pálma fara námskeið- in fram í Mosfellsbæ, nánar til- tekið við Völuteig 8. „Ég hef bent nemendum á hversu góð stað- setningin er, því það er svo mikil kyrrð á þessum stað; engin um- ferð.“ Allar nánari upplýsingar um námskeiðin, skráningu og um- sagnir nemenda er hægt að finna á heimasíðunni www.ljosmynd- ari.is. - stp Einfalt og ódýrt heimastúdíó Á þriggja daga námskeiði eru gefin góð ráð um hvernig ná megi betri myndum við ýmsar aðstæður. MYND/PÁLMI GUÐMUNDSSON Pálmi býður upp á alls konar áhugaverð námskeið. MYND/PÁLMI GUÐMUNDSSON NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN – VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI FYRRVERANDI NEMENDA NTV SÖGÐUST MYNDU MÆLA MEÐ NÁMINU VIÐ AÐRA* Upplýsingar og skráning: 544 4500 / www.ntv.is *Samkvæmt markaðsrannsókn meðal 1000 fyrrverandi nemenda apríl 2008 Venjulegt fólk í óvenjulegum aðstæðum Kannt þú skyndihjálp? Rauði kross Íslands býður upp á vönduð og gagnleg námskeið í skyndihjálp sem eru sniðin að þörfum einstaklinga, hópa eða fyrirtækja. Námskeiðin eru fjölbreytt, allt frá 4 og upp í 16 kennslustundir. Hvort sem þú vilt fá þjálfun fyrir starfsfólk þitt, betrumbæta öryggismál á vinnustað eða þig einfaldlega langar til að geta komið öðrum til bjargar, þá höfum við námskeið handa þér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.