Fréttablaðið - 14.08.2008, Page 8
8 14. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR
1 Hver er borgarfulltrúi fram-
sóknarmanna?
2 Hvar í Georgíu stóðu bardag-
ar við rússneskar hersveitir yfir
síðustu daga?
3 Hversu margir bíða eftir að
hefja offitumeðferð á Reykja-
lundi?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 42
SAMGÖNGUR Vinstrihreyfingin -
grænt framboð skorar á ríkis-
stjórnina að hætta skattlagningu á
almenningssamgöngur. Þetta
kemur fram í ályktun flokksins frá
því í gær.
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar-
innar er lögð áhersla á almennings-
samgöngur en VG segir það „ein-
ungis vera orð á blaði, án innihalds.“
Ennfremur leggur VG áherslu á að
gera verði almenningssamgöngur
jafn réttháar og einkabílinn auk
þess að minna á nauðsyn þess að
styrkja vistvænni ferðamáta.
Sveitarfélögin vantar um 300
milljónir króna til þess að geta
haldið áfram með reksturinn
taplaust. Bæjarstjórar Kópavogs
og Hafnarfjarðar hafa báðir lýst
óánægju sinni með afskiptaleysi
ríkissins af rekstri Strætó bs. á
höfuðborgarsvæðinu.
Á Norðurlöndunum tekur ríkið
umtalsverðan þátt í rekstri almenn-
ingssamgangna. Einar Kristjáns-
son, sviðsstjóri þjónustusviðs
Strætó bs., sagði í samtali við
Fréttablaðið að stjórnvöld í Sví-
þjóð, Noregi og Danmörku hafi
markað þátttöku sína með niður-
fellingu olíugjalds.
„Í Danmörku hefur ríkið endur-
greitt olíugjaldið sem er á díselol-
íu. Svo eru þeir með frjálsa fjár-
veitingu frá ríki til sveitarfélaga
sem þau nota oft til niðurgreiðslu á
almenningssamgöngum.“ Þetta
hefur leitt til þess að Danir ætla nú
að fella niður niðurgreiðslu olíu-
gjaldsins.
„Á Fjóni er útboði nýlokið en
vegna nýju reglnanna um olíu-
gjald og fjármögnun þýðir það 20
prósenta hækkun á tilboðsverði
frá verktökum,“ segir Einar.
„Svíar fella niður olíugjald en
hafa sömuleiðis hjálpað til við
skipulag innra kerfis eins og
vegamál, uppbyggingu á járn-
brautarteinum og þess háttar.“
Einar segir Norðmenn haga
sínum fjárveitingum eins og
Svíar auk þess að hafa stutt fyrir-
tækið sem sér um Osló-svæðið
um tæplega 260 milljónir
íslenskra króna í kjölfar hækkun-
ar á heimsmarkaðsverði á olíu.
„Vegna þess hve lágar tekjur
Strætó hefur af fargjöldum reyn-
ist það okkur erfiðara að ná
endum saman,“ segir Einar.
„Sveitarfélögin hér þurfa að
leggja miklu meira til en ríki og
bæir á Norðurlöndunum.“ Einar
segir þó fjölda farþega ekki ein-
göngu skýra skekkjuna. „Við
erum með mun færri farþega á
ferkílómetra auk þess að vera
með víðfeðmt svæði til að þjón-
usta.“
helgath@frettabladid.is
Vilja að ríkið
styrki vistvæn-
an ferðamáta
VG hvetur ríkisstjórnina til að fella niður olíugjald á
almenningssamgöngur. Á hinum Norðurlöndunum
greiðir ríkið fyrir almenningssamgöngum, jafnvel
allt að 260 milljónir vegna hækkandi olíuverðs.
STRÆTÓ BS. VANTAR 300 MILLJÓNIR Bæjarstjórar Kópavogs og Hafnarfjarðar, auk
Vinstri grænna, vilja að ríkið taki þátt í kostnaði við almenningssamgöngur.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
STJÓRNMÁL Umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarn-
ardóttir, mun ekki sitja fund umhverfisnefndar
Alþingis í dag þar sem fjallað verður um þá ákvörð-
un hennar að meta sameiginlega umhverfisáhrif
allra framkvæmda vegna fyrirhugaðs álvers á
Bakka.
Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmaður Framsókn-
arflokksins, fór þess á leit að Þórunn kæmi fyrir
nefndina.
Helgi Hjörvar, formaður umhverfisnefndar, segir
óþarft að ráðherra sitji fundinn. „Ráðherra er búin
að gera grein fyrir sínum úrskurði og hennar
afstaða liggur fyrir. Ég sé því ekki í fljótu bragði
hverju hún ætti að bæta við það sem hún hefur
þegar sagt,“ segir hann.
Á fundinn koma fulltrúar umhverfisráðuneytisins
auk hagsmunaaðila. „Venjan er að umfjöllun í
nefndum sé efnisleg og fagleg. Ef menn vilja
pólitíska umræðu við ráðherra þá taka þeir hana í
þingsal,“ segir Helgi.
Hann kveðst þó ekki útiloka að nefndin fái
ráðherra fyrir nefndina á síðari stigum.
„Mér finnst þetta frekar dapurt,“ segir Höskuldur
Þór Þórhallsson um afstöðu Helga og fjarveru
umhverfisráðherra. - bþs
Formaður umhverfisnefndar segir óþarft að ráðherra sitji nefndarfund um Bakka:
Pólitísk umræða fari fram í þingsalnum
KÍNA, AP Lögreglan rannsakar nú
hvort sprengingar í borginni
Xinjiang í Kína á sunnudaginn,
sem kostuðu tólf manns lífið,
tengist hótunum hóps, sem
tengdur er Al-Kaída-samtökun-
um, um að stofna til óeirða vegna
Ólympíuleikanna í Peking.
Fimmtán árásarmenn voru í
hópnum og ráðist var á ráðuneyt-
isbyggingar og lögreglustöð. Tíu
árásarmenn létu lífið auk
öryggisvarðar og vegfaranda.
- vsp
Sprengjuárás í Kína:
Grumur um Al-
Kaída-tengsl
Vilja hætta við stækkun
Grænfriðungar vilja að finnsk stjórn-
völd hætti við stækkun kjarnorkuvers
í Olkiluoto í Finnlandi. Talsmenn
Grænfriðunga segja að byggingin
standist ekki gæðakröfur.
FINNLAND
STJÓRNMÁL Framhaldsstofnfundur
borgarmálafélags Frjálslynda
flokksins í Reykjavík fer fram í
kvöld og verður þá kosið í stjórn
og til annarra trúnaðarstarfa.
Stofnfundur var haldinn fyrir
mánaðamót og sóttu hann á
fimmta tug manna, samkvæmt
upplýsingum á heimasíðu
flokksins. Umræður voru það
fjörugar að ákveðið var að halda
fundinum áfram síðar.
Framhaldsstofnfundurinn fer
fram í félagsheimili Frjálslynda
flokksins að Skúlatúni 4.
Formaður undirbúningsnefndar
er Ásgerður Jóna Flosadóttir.
- bþs
Borgarmálafélag Frjálslyndra:
Kosið í stjórn á
fundi í kvöld
VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444
VITA er í eigu Icelandair Group
og flýgur með Icelandair
á vit ævintýranna.
VITA er lífið
Þú getur notað
Vildarpunktana hjá okkur
Skráðu þig í netklúbbinn - VITAferðir.is
Njóttu lífsins
á Kanarí í vetur
Jólaferð 21. desember.
Áramótaferð 28. desember.
Vikulegt morgunflug með Icelandair
í janúar, febrúar, mars og apríl.
hið ljúfa
la dolce líf
Hið ljúfa líf á Kanarí
Verð frá 69.900 kr.
og 15.000 Vildarpunktar
á mann í smáh. með 1 svefnh., í 7 nætur á Green Golf,
brottför 31. jan. Almennt verð: 79.900 kr.
Hjá VITA geturðu keypt ferðapakkann og borgað
með Vildarpunktum og jafnframt fengið 2500
punkta. Njóttu lífsins í fjörinu á Kanarí í vetur.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
V
IT
4
32
53
0
8.
20
08
HÖSKULDUR ÞÓR
ÞÓRHALLSSON
HELGI HJÖRVAR ÞÓRUNN SVEIN-
BJARNARDÓTTIR
Vegna þess hve lágar
tekjur Strætó hefur af
fargjöldum reynist það okkur
erfiðara að ná endum saman.
EINAR KRISTJÁNSSON
SVIÐSSTJÓRI ÞJÓNUSTUSVIÐS STRÆTÓ BS.
NOREGUR Átta til tíu grunnskólar
og framhaldsskólar í tveimur
sveitarfélögum í Noregi, Kristi-
ansand og Vest-Agder, taka á
næstunni í notkun íslenskt mæli-
tæki sem gerir þeim kleift að
meta hvaða nemendur eru í brott-
hvarfshættu svo að hægt sé að
veita þeim aðhald og stuðning og
minnka þannig líkurnar á brott-
hvarfi.
Mælitækið er spurningalisti
sem nemendur svara rafrænt í
upphafi skólaárs. Spurt er um
námsvenjur, fyrri árangur í
skóla, stuðning fjölskyldu, vinnu,
vini og margt fleira. Niðurstaðan
sýnir hvort ástæða sé til að hafa
áhyggjur og þá af hvaða nem-
endum. Í framhaldinu ræðir
síðan ráðgjafi eða umsjónar-
kennari við viðkomandi nemend-
ur.
Kristjana Stella Blöndal, dokt-
orsnemi við félagsvísindadeild
Háskóla íslands, hefur þróað
tækið í samvinnu við samstarfs-
konu sína, Sigríði Huldu Jóns-
dóttur, forstöðumann við HR,
Háskólann í Reykjavík og tölvu-
fyrirtækið Stúdíu. Verkefnið er
styrkt á vegum Leonardo og
hefur verið prófað í þremur lönd-
um, á Íslandi, Spáni og í Noregi.
Kristjana Stella segir að mæli-
tækið sé enn í þróun og í vetur
verði aðferðin prófuð í skólum í
Noregi en ekki sé endanlega ljóst
ennþá hversu margir þessir skól-
ar verða. - ghs
Íslenskt mælitæki verður prófað í skólum í Noregi:
Minnkar líkur á
brotthvarfi úr skóla
VEISTU SVARIÐ?