Fréttablaðið - 15.08.2008, Síða 2
2 15. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja vík-
ur dæmdi í gær hálffertugan mann
í sex ára fangelsi fyrir gróft og
ítrekað kynferðisofbeldi gegn
stjúpdóttur sinni. Þetta mun vera
þyngsti dómur sem kveðinn hefur
verið upp fyrir barnaníð á Íslandi,
og einn sá allra þyngsti fyrir brot
gegn ákvæðum hegningar laga um
kynferðisbrot.
Brotin framdi maðurinn í janúar
og febrúar. Þá var stúlkan ellefu
ára. Brotin þykja sérstaklega gróf.
Maðurinn er meðal annars dæmd-
ur fyrir að hafa í fjölmörg skipti
haft samræði við stúlkuna um leg-
göng og enda þarm, og í nokkur
skipti fengið hana til að til að hafa
við sig munnmök.
Maðurinn var handtekinn eftir
að vinafólk móðurinnar fjarlægði
stúlkuna af heimilinu þegar
heimiliserjur stóðu yfir. Þegar lög-
regla kom á staðinn fengust þær
upplýsingar að maðurinn hefði
játað að hafa kysst stúlkuna ítrekað
á munninn.
Maðurinn játaði sök og sagðist
sjálfur hafa orðið fyrir kynferð-
is ofbeldi af hálfu stjúpföður síns,
sem haft hefði mikil áhrif á hann.
Stúlkan, sem er af erlendum upp-
runa, átti erfitt með að tjá sig við
sálfræðing um málið, að því er
segir í dómnum. Hún segist skamm-
ast sín fyrir ofbeldið sem hún var
beitt. Sálfræðingurinn segir erfitt
að segja til um batahorfur.
Maðurinn er jafnframt dæmdur
til að greiða stúlkunni tvær og hálfa
milljón króna í skaðabætur, sem
munu vera hæstu bætur sem um
getur í máli af þessum toga.
stigur@frettabladid.is
STÓRIÐJA Sameiginlegt umhverfismat fyrir fram-
kvæmdir á álveri á Bakka verður ekki tilbúið fyrr
en haustið 2009. Þetta sagði Franz Árnasonar,
stjórnarformaður Þeistareykja, eftir fund með
fulltrúum Skipulagsstofnunar í gær. Undir það tók
Agnar Olsen, staðgengill forstjóra Landsvirkjunnar.
Skipulagsyfirvöld geta ekki sýnt stjórnendum
fjögurra fyrirtækja sem koma að framkvæmdun-
um hvernig komast megi hjá töfum vegna
úrskurðar umhverfisráðherra um að vinna verði
sameiginlegt mat vegna álversins og tengdra
framkvæmda, segir Franz.
Hann segir að líklega verði sameiginlegt
umhverfismat ekki tilbúið fyrr en haustið 2009,
hvað svo sem menn leggi á sig til að flýta því. Það
þýði að í stað þess að bora tilraunaholur á Þeista-
reykjum sumarið 2009 verði að bora þær ári
seinna.
„Ef þetta er endanleg niðurstaða, og ekki fæst
endurskoðun á þessum þáttum, þá þýðir þetta árs
töf,“ segir Franz. Ákveðið verður hver viðbrögð
Þeistareykja og Landsvirkjunar verða á næstunni.
Alcoa hyggst reisa álver á Bakka, með orku frá
jarðvarmavirkjunum Landsvirkjunar og Þeista-
reykja. Fjórða fyrirtækið sem kemur að verkinu
er Landsnet, sem mun flytja orkuna.
Franz segir Alcoa styst komið með umhverfis-
mat, enda hafi forsvarsmenn fyrirtækisins talið
lítið liggja á. - bj
Ljóst eftir fund með skipulagsyfirvöldum að tilraunaboranir tefjast að óbreyttu:
Álver á Bakka tefst um eitt ár
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykj-
a ness hefur dæmt ríflega
þrítugan karlmann í mánaðar langt
óskilorðsbundið fangelsi fyrir að
framvísa vegabréfi annars manns
við komuna til landsins.
Maðurinn, sem er nígerískur
ríkisborgari, var handtekinn á
Keflavíkurflugvelli 26. júlí
síðastliðinn þegar hann fram vís-
aði vegabréfi svissnesks manns
við komuna.
Maðurinn játaði brot sitt
skýlaust. Við ákvörðun refsingar
var tekið tillit til játningarinnar
og þess að maðurinn hefur ekki
áður gerst brotlegur við lög hér á
landi. - sh
Fangelsi fyrir skjalamisnotkun:
Nígeríumaður
þóttist frá Sviss
LöGREGLUMÁL Lögreglunni í Reykja-
vík barst tilkynning um einkenni-
legt ljós á himni seint á miðviku-
dagskvöld. Íbúi í Grafarvogi
tilkynnti um ljósið. Lögreglu-
menn fóru á vettvang en eftir
töluverða eftirgrennslan yfirgáfu
þeir svæðið einskis vísari.
Samkvæmt lögreglu er með
öllu óljóst hvað var þar á ferðinni.
Grunur leikur þó á að um blys
hafi verið að ræða, en líkur á
fljúgandi furðuhlut eru taldar
hverfandi. Lögreglu hefur áður
borist tilkynningar frá fólki sem
er sannfært um að hafa séð slíka
furðuhluti, en ekkert hefur tekist
að sanna í þeim efnum. - kg
Einkennilegt ljós á himni:
Teikn á lofti í
Grafarvogi
BANDARÍKIN, AP Formaður Demó-
krataflokksins í Arkansas-ríki í
Bandaríkjunum var skotinn til
bana á miðvikudag.
Fimmtugur maður réðst inn á
skrifstofu formannsins Bill
Gwatney rétt fyrir hádegi á
miðvikudag og skaut hann
margsinnis. Gwatney lést svo af
sárum sínum nokkrum klukku-
stundum síðar.
Árásarmanninum hafði verið
sagt upp störfum fyrr um daginn.
Hann flúði af vettvangi í bíl sínum
en lögregla náði honum eftir 50
kílómetra eltingarleik. Hann var
skotinn til bana eftir að hafa hafið
skothríð á lögreglumenn. - þeb
Demókrataleiðtogi skotinn:
Missti vinnuna
og hóf skothríð
VIÐSKIPTI Afskráning Teymis hf.
úr Kauphöll Íslands (OMX Nordic
Exchange) var samþykkt
mótatkvæðalaust á hluthafafundi
félagsins í gærmorgun. Fulltrúar
81,21 prósents hlutafjár mættu á
fundinn.
Auk þess að samþykkja
afskráninguna var stjórn
félagsins heimilað að kaupa allt
að 22 prósent eigin hluta á 1,90
krónur á hlut og að greitt yrði
fyrir hlutina með hlutum í
Alfesca hf. Sömuleiðis var stjórn
félagsins falið að kaupa hlut
þeirra hluthafa sem vilja selja, en
þeir fá fyrir 0,27 hluti í Alfesca á
á móti hverjum hlut í Teymi. - óká
Hluthafafundur í gærmorgun:
Teymi afskráð
úr Kauphöllinni
SKIPULAGSMÁL Ákveðið var í
skipulagsráði í gær að efna til
hönnunarsamkeppni um nýtt
háskólasjúkrahús við Hringbraut.
Samkeppnin mun byggja á
drögum að deiliskipulagstillögu C.
F. Möller arkitekta sem kynnt var
skipulagsráði í apríl.
Þær fela meðal annars í sér að
Holtsgöng verði felld niður í
aðalskipulagi. Einnig hefur verið
óskað eftir því að við skipulagn-
ingu nýrrar samgöngumiðstöðvar
verði gert ráð fyrir þyrlupalli
fyrir sjúkraflutninga.
Samkeppnin verður auglýst að
fengnu samþykki samstarfs-
nefndar um opinberar fram-
kvæmdir. - hþj
Hönnunarsamkeppni hefst:
Háskólasjúkra-
hús byggt
Grill-leikur
me› s‡r›um rjóma!
Taktu þátt í grillleik MS og þú gætir
unnið glæsilegt Weber-grill eða
vandað grillsett. Kauptu dós af sýrðum
rjóma frá MS, farðu á www.ms.is, sláðu
inn lukkunúmerið sem er í lokinu og þú
færð strax að vita
hvort þú hefur
unnið.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
0
8
-1
0
2
0
Það er mat sérfræðinga Skipulagsstofnunar að ekki
sé heimilt að taka ákveðna þætti framkvæmda vegna
álvers á Bakka út úr því ferli sem nú er hafið, segir
Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins.
Forsvarsmenn Landsvirkjunar og Þeistareykja óskuðu
eftir því að kannað yrði hvort taka mætti
tilraunaboranir út úr sameiginlegu mati á umhverfis-
áhrifum, til þess að ekki þyrfti að koma til tafa á
verkinu.
Neikvæð niðurstaða Skipulagsstofnunar þýðir að ekki
verður hægt að hefja tilraunaboranir vegna fyrirhugaðra
virkjana næsta sumar.
TILRAUNABORANIR EKKI
TEKNAR ÚT ÚR
Þyngsti dómur fyrir
barnaníð í seinni tíð
Maður á fertugsaldri var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir gróft og ítrekað kyn-
ferðis ofbeldi gegn stjúpdóttur sinni. Einn þyngsti dómur sem fallið hefur hér-
lendis fyrir slík brot. Maðurinn var misnotaður af fósturföður sínum sem barn.
HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Héraðsdómarinn Símon Sigvaldason segir í dómi
sínum að brot mannsins hafi verið einstaklega gróf. FRÉTTABLAÐIÐ / VALLI
Dómurinn yfir manninum er einn sá alþyngsti sem nokkru sinni hefur verið
kveðinn upp hérlendis fyrir kynferðisbrot. Eftir því sem Fréttablaðið kemst
næst er tíu ára fangelsisdómur yfir Guðmundi Þórðarsyni frá árinu 1961 sá
eini sem er þyngri. Guðmundur var dæmdur fyrir nauðgun og skírlífisbrot,
en hann réðst á tólf ára gamla skólastúlku á Ásvallagötu í janúar það ár,
dró hana inn á leikvöll, barði höfði hennar ítrekað við steinvegg þar til hún
rotaðist og nauðgaði henni.
Nokkrir þungir dómar fyrir kynferðisbrot:
EINN ALLRA ÞYNGSTI DÓMURINN
■ 10 ÁR Guðmundur Þórðarson,
1961. Nauðgaði tólf ára stúlku á
leikvelli.
■ 6 ÁR X, 2008. Nauðgaði stjúpdótt-
ur sinni ítrekað.
■ 5 ÁR Jón Pétursson, 2006. Nauðg-
aði og misþyrmdi tveimur konum.
■ 5 ÁR Jón Pétursson, 2007. Hlaut
annan fimm ára dóm, fyrir brot gegn
þriðju konunni.
■ 5 ÁR Anthony Lee Bellere, 2008.
Nauðgaði tveimur ungum stúlkum
og áreitti þær ítrekað.
■ 4,5 ÁR Stefán Ófeigsson Hjalte-
sted, 2007. Nauðgaði tveimur
konum.
■ 4 ÁR X, 2008. Fyrrverandi háskóla-
kennari sem misnotaði sjö stúlkur.
JAFNRÉTTISMÁL Össur Skarphéð-
ins son iðnaðar ráðherra braut ekki
gegn ákvæðum jafnréttislaga þegar
hann skipaði Guðna A. Jóhannesson
í embætti orkumála stjóra í upphafi
árs. Þetta er niðurstaða kæru nefnd-
ar jafnréttis mála, sem sendi álit sitt
á aðila málsins í fyrradag.
Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir
aðstoðarorkumálastjóri kærði
ákvörðun Össurar til nefndarinnar,
þar sem hún taldi að gengið hefði
verið fram hjá sér við skipanina.
Meira hefði verið gert úr reynslu
og menntun Guðna en efni hefðu
staðið til, en jafnframt of lítið gert
úr hennar eigin reynslu og þekk-
ingu.
Segir í niðurstöðu kærunefnd-
ar innar að telja verði að sá sem
skipar í stöðuna hafi „nokkurt
svigrúm til að vega og meta á
heildstæðan hátt hvaða kosti og
þætti í fari umsækjenda áhersla
skuli lögð á [...] enda sé við slíkt
mat og val byggt á hlutlægum og
málefna legum forsendum.“
Fallast megi á það með Ragn-
heiði að hún standi Guðna framar
þegar kemur að menntun, en hann
hafi hins vegar umtalsvert lengri
starfsreynslu, meðal annars ára-
tuga langa reynslu af störfum við
erlenda háskóla.
Ekki verði því talið að ákvörð-
unin hafi verið ómálefnaleg þannig
að kynferði Ragnheiðar teljist
hafa skipt máli.
- sh
Iðnaðaráðherra braut ekki jafnréttislög við skipan nýs orkumálastjóra:
Össur gerði ekkert rangt
BRAUT EKKI LÖG Össur sætti nokkurri
gagnrýni eftir skipan Guðna í embættið.
FRÉTTABLAÐIÐ / STEFÁN
Starfsmenn langþreyttir
Starfsmenn Reykjavíkurborgar eru
orðnir þreyttir á tíðum meirihluta-
skiptum í borginni, segir Garðar Hilm-
arsson, formaður Starfsmannafélags
borgarinnar. Nógu erfitt sé að fá nýja
yfirmenn á fjögurra ára fresti, hvað þá
oft á kjörtímabili.
REYKJAVÍKURBORG
Þorleifur, fara sjálfstæðismenn
ekki að verða flóttaleiðir?
„Jú, þá fer að skorta flóttaleiðir.“
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks viku sér
fimlega undan fjölmiðlamönnum á leið
úr ráðhúsinu í gær, með því að skjótast
út um bakdyr og niður brunastiga. Frægt
varð þegar þeir léku svipaðan leik í
Valhöll fyrr í ár.
SPURNING DAGSINS