Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.08.2008, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 15.08.2008, Qupperneq 6
6 15. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR Smiðjuvegi 5 + Höfðabakka 3 + Borgartúni 29 + Akureyri skólavörubúðin þín... www.a4.is Þú verslar skólavörur fyrir 5.000 kr. og við gefum þér miða í bíó Átt þú von á meirihlutaskiptum í borgarstjórn Reykjavíkur? Já 83,3% Nei 16,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ertu ánægð(ur) með meiri- hlutaskiptin í borgarstjórn? Segðu þína skoðun á visir.is REYKJAVÍK „Óskar rauf samstöðu [innan minnihlutans] um að draga línu í sandinn og taka ekki þátt í þeim klækjastjórnmálum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur orðið valdur að ítrekað á þessu kjör- tímabili,“ segir Dagur B. Eggerts- son um myndun nýs borgarstjórn- armeirihluta í gærkvöldi. Hann segir Óskar hafa tilkynnt sér símleiðis rétt fyrir sex um myndun hins nýja meirihluta. „Sjálfstæðisflokkurinn er að bjóða borgarbúum upp á klækja- stjórnmál sem á ekki að tíðkast og stuðlar þannig að óstöðugleika. Þau eru ekki að taka á málunum af þeirri ábyrgð og festu sem þarf að vera í stjórn borgarinnar,“ segir Dagur. Dagur segir að þetta komi til vegna þess að Sjálfstæðisflokkur- inn sé að leysa sinn innri vanda sem hefur skapast vegna skoðana- kannana og fylgisleysi. „Borgarbúar sjá í gegnum svona atburðarás og hvernig hún er sett upp. Það er lang hollast að mínu mati að þessi vinnubrögð tali sínu máli,“ segir Dagur aðspurður um hvort honum finnist vinnubrögðin um myndum nýs meirihluta hafa verið óheiðarleg. - vsp DAGUR B. EGGERTSSON Dagur var að vonum ósáttur við myndum nýs meiri- hluta. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Óskar rauf samstöðu Tjarnarkvartettsins að mati Dags B. Eggertssonar: Lét Dag vita rétt fyrir sex STJÓRNMÁL „Þetta kemur mér ekki á óvart og væntanlega engum öðrum heldur,“ segir Össur Skarphéðins- son iðnaðarráðherra um stjórnar- slitin í borginni. „Þegar Ólafur varð borgarstjóri spáði ég því á lítilli heimasíðu minni að hann myndi taka Sjálfstæðismenn slíkum heljargreipum að meirihlutinn myndi springa. Þessi slit leysa ákveðið ófremdarástand sem Sjálf- stæðisflokkurinn ber alla ábyrgð á. Ég óska nýja meirihlutanum góðs geng- is en dreg þó stórlega í efa, að þessi skipti leysi þá stjórnarkreppu sem lengi hefur verið í borg- inni. Sjálfstæðisflokk- urinn er búinn að rýja sig svo inn að beini hvað traust varðar að þrátt fyrir þessa nýjustu pólitísku æfingu þá mun hans bíða að uppskera eins og hann hefur sáð til í lok kjörtíma- bilsins. Eyðimerkurganga flokks- ins mun verða löng - eins og hann á skilið,“ segir Össur en bætir við að þetta muni þó ekki hafa nein áhrif á ríkisstjórnar- samstarfið. „Þroskaðir stjórn- málamenn láta þennan farsa í ráðhúsinu sem vind um eyru þjóta.“ - ges Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð á ófremdarástandi: Verðskulduð eyðimerkurganga ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Leysir ófremdarástandið en bjargar flokknum ekki frá eyðimerkurgöngu. MARSIBIL SÆMUNDARDÓTTIR OG KJARTAN MAGNÚSSON Kjartani sárnaði að slíta samstarfinu við vin sinn Ólaf F. Magnússon. Marsibil styður ekki nýjan meirihluta. FRÉTTABLAÐIÐ/ÚR SAFNI KJÖRKASSINN REYKJAVÍK Helsta ástæða þess að það dróst að tilkynna nýtt meiri- hlutasamstarf milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í gær mun vera sú að Marsibil Sæmundardóttir, varaborgarfulltrúi Framsóknar vildi ekki styðja samstarfið. Einnig var Kjartan Magnússon, aðalhöfundur samstarfs F-lista og Sjálfstæðisflokks, ósáttur í fyrstu, en hann er góður vinur Ólafs. Borgarfulltrúar nýs meirihluta vildu ekki endurtaka leikinn frá síðustu borgarstjórnarmyndun, sem fór fram án þess að lægi fyrir stuðningur Margrétar Sverrisdótt- ur, varaborgarfulltrúa Ólafs F. Magnússonar. En þegar þau Óskar og Hanna Birna hittust í gærkvöldi í ráðhús- inu svaraði Óskar spurningu um hvort Marsibil styddi meirihluta- viðræðurnar þannig að „skiptar skoðanir“ væru í flokknum. Að öðru leyti er enginn sérstak- ur málefnaágreiningur sagður hafa verið uppi á borðinu milli Fram- sóknar og Sjálfstæðisflokks og mun að mestu hafa verið gengið frá samningi um málefni REI fyrr um daginn. Heimildarmenn úr röðum sjálf- stæðismanna segja að ekki hafi annað komið til greina en að slíta samstarfinu við Ólaf, þótt það hafi gengið vel í fyrstu. Síðustu vikur hafi gert útslagið. Afar erfitt hafi verið að starfa með honum per- sónu- og faglega. Ólafur hafi beitt neitunarvaldi í mörgum málum og jafnvel hótað að styðja ekki Hönnu Birnu Kristj- ánsdóttur til borgarstjóra þegar þar að kæmi. Andstaða Ólafs við nýbyggingu Listaháskólans fór illa í sjálfstæð- ismenn, sem og andstaða við Bitru- virkjun og annar ágreiningur innan velferðarráðs og skipulagsráðs. Þá hafi endanlega gengið fram af sjálfstæðismönnum að Ólafur hafi ráðið til starfa Gunnar Smára Egilsson fjölmiðlamann, stuttu weftir að gengið hafði verið frá sérstöku samkomulagi innan meiri- hlutans um að Gunnar Smári starf- aði ekki á skrifstofu borgarstjóra. Davíð Oddsson, fyrrverandi for- maður Sjálfstæðisflokksins mun hafa blandað sér í málin vegna þeirrar ráðningar. klemens@frettabladid.is NÝR MEIRIHLUTI Í BORGARSTJÓRN Kjartan Magnússon tafði samningana Helsta ástæða þess að það dróst að ganga frá nýjum meirihluta var sú að vara- borgarfulltrúi Framsóknar studdi hann ekki. Kjartan Magnússon var einnig ósáttur. Ólafur F. mun hafa hótað að styðja ekki Hönnu Birnu. REYKJAVÍK „Ég ræddi við Ólaf í fyrradag og í gærmorgun. Hann var tilbúinn að leggja sitt af mörkum til að stofna nýjan Tjarnarkvartett,“ segir Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður. „Óskari var gerð grein fyrir þessu, en hann valdi frekar að starfa með Sjálfstæðisflokknum.“ Árni staðfesti það að Ólafur hafi verið tilbúinn til að stíga frá og gefa þannig Margréti Sverris- dóttur, varamanni sínum, tækifæri til að mynda nýjan Tjarnarkvartett - ht/vsp Árni Þór Sigurðsson: Ólafur vildi Tjarnarkvartett BORGARMÁL „Þegar Sjálfstæðis- menn og F-listi tóku við borginni í janúar bast minnihlutinn böndum um að halda saman þar til við tækjum aftur við völdum,“ segir Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi Vinstri grænna. Þorleifur segir að fljótt hafi sést að slíkir brestir voru í samstarfi sjálfstæð- ismanna og Ólafs F. að samstarfið myndi ekki duga lengi. „Við sendum út mjög afdráttarlausar yfirlýsingar um að við ætluðum að vinna saman,“ segir Þorleifur. „Óskar Bergsson stóð heilshugar með okkur í því á þeim tíma.“ - ht Borgarfulltrúi Vinstri grænna: Sáu fljótt bresti í samstarfinu ÞORLEIFUR GUNNLAUGSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.