Fréttablaðið - 15.08.2008, Síða 33

Fréttablaðið - 15.08.2008, Síða 33
hversdagsleikann. Ég hafði og hef enn þann kæk að færa augnaráðið í takt við tónlist, horfa á einhvern punkt eða hreyfingu í umhverfinu og klippa með því að loka augunum og opna þau aftur á nýjum punkti. Einhvern tímann hlýtur einhver að hafa sagt mér að til væru klipparar þó ég muni það ekki en ég man að ég ætlaði mér alltaf að klippa bíó- myndir,“ segir Valdís sem komst inn á 16 mm kúrs í Dramatiska ins- titutet í Svíþjóð í janúar 1984. „Við vorum látin gera allt sjálf, skrifuð- um handrit, lékum, settum tónlist við myndina og klipptum,“ segir Valdís og minnist þess hvernig klippivinnan heillaði hana. „Þegar ég settist við klippiborð- ið var ég fallin og það komst ekk- ert annað að hjá mér,“ bætir hún við, en eftir að hún lauk náminu og fór að athuga með vinnu við kvik- myndir hérlendis voru engin verk- efni að fá. „Þeir sem ég talaði við sögðust bara klippa þetta sjálfir. Ég réð mig því í vinnu sem ljós- myndari, en viku eftir að ég byrj- aði fékk ég símtal frá Þráni Bert- elssyni sem bauð mér vinnu í Löggulífi. Það var mitt örlagasím- tal,“ segir Valdís. Að loknu námi við danska kvik- myndaskólann tóku hjólin að snú- ast. Valdís fór að vinna við hverja myndina á fætur annarri og í dag hefur hún hlotið fjölda viðurkenn- inga fyrir vinnu sína, en þar á meðal eru hin virtu Bafta-verðlaun bresku kvikmyndaakademíunnar fyrir klippingu á myndinni Eternal sunshine of the spotless mind. Ein sena í einu Að klippa kvikmynd er gríðarleg þolinmæðisvinna eins og gefur að skilja. En fallast þér aldrei hendur þegar þú byrjar að vinna að nýrri mynd og sérð allt efnið sem bíður úrvinnslu inni í tölvunni? „Þegar ég byrjaði að klippa kvikmyndir fékk ég hálfgert tilfelli þegar ég sá alla vinnuna sem beið mín. Það tók mig nokkrar myndir að venja mig á að hugsa aldrei lengra en sem nemur þeirri senu sem ég er að klippa þá stundina,“ útskýrir Val- dís, en vinna við kvikmynd í fullri lengd tekur hana um sex til níu mánuði og þá vinnur hún gjarnan tíu til tuttugu tíma á dag. „Á meðan ég er að klippa kvikmynd stjórnar hún lífi mínu. Það er því ágætt að vinna í útlöndum því þá er ég ekki að vanrækja neinn nema sjálfa mig á meðan,“ segir Valdís. Sveitabrúðkaup Síðastliðin tvö ár hefur Valdís unnið að nýrri íslenskri kvik- mynd sem verður frumsýnd 28. ágúst næstkomandi, en þar er hún í nýju hlutverki sem leikstjóri og handritshöfundur. Myndin er gam- andrama og segir sögu pars sem ákveður að gifta sig í kirkju úti á landi. Keyrsla að kirkjunni ætti að taka eina klukkustund en hlutirnir fara ekki eftir áætlun. „Ég sat í ömurlegu klippiverk- efni í London og einn daginn ákvað ég að nú væri þetta orðið gott. Du- staði rykið af hugmyndinni að Sveitabrúðkaupi og hafði sam- band við Gísla Örn hjá Vesturp- orti til að athuga hvort leikhópur- inn vildi vera með og þau voru til í tuskið. Framleiðendurnir; Davíð, Árni, Hreinn og Guðrún Edda, tóku myndina upp á sína arma og svo var keyrt af stað,“ útskýrir Valdís. „Ég vildi ekki skrifa handrit held- ur vinna myndina með leikurunum út frá söguþræðinum, láta þá skapa sínar persónur og þannig unnum við sem hópur frá því í byrjun árs- ins 2007,“ segir Valdís, en auk leik- aranna í Vesturporti koma margir góðkunnir leikarar að myndinni. „Sveitabrúðkaup er tilkomið vegna þess að ég fékk nóg af klipp- ivinnunni. Síðustu tvær mynd- ir sem ég klippti reyndust alger sóun á tíma og skapandi hugsun þegar upp var staðið. Í kjölfarið ákvað ég að fara í frí frá klippingu um óákveðinn tíma, en ég sat nú samt uppi með að klippa Sveita- brúðkaup sjálf,“ segir Valdís og brosir. En með klippivinnuna út af borðinu leikur forvitni á að vita hvað tekur við hjá Valdísi á næst- unni? „Fyrst langar mig í mjög langt sumarfrí, helst þangað til í mars á næsta ári. Svo gæti ég vel hugsað mér að vinna að öðru verkefni með hópnum sem stóð að Sveitabrúð- kaupi,“ segir Valdís að lokum. Stjörnumerki: Naut. Uppáhaldsmatur: Íslensk kjötsúpa. Besti tími dagsins: Frá klukkan 23 á kvöldin til þrjú, fjögur á næturnar. Hverju myndirðu sleppa ef þú yrðir að spara: Ég er algjör bókafíkill svo ég myndi minnka bókakaupin. Draumafrí: Í sól og sumri á Íslandi, langt fjarri manna- byggðum. Uppáhaldsdrykkur: Ískalt íslenskt vatn. Skemmtilegast: Að sitja úti undir beru lofti á Malar- rifi. Horfa á Jökulinn eða út yfir hafið millli þess sem ég glugga í bók. Leiðinlegast: Öll heimilis- verk eins og þau leggja sig. Mesta freistingin: Að láta mig hverfa. Í HNOTSKURN 15. ÁGÚST 2008 FÖSTUDAGUR • 7

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.