Fréttablaðið - 15.08.2008, Síða 36
10 • FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2008
t íska
ferskleiki dagsins í dag
Ó
fáum féllust hendur þegar svokallaðar
skinny jeans hertóku hverja verslunina
á fætur annarri fyrir tæplega tveimur
árum. Niðurmjóar buxur voru samt komn-
ar til að vera og hafa sést í ótal útfærsl-
um. Fyrst þótti flottast að hafa þær svo
síðar að þær krumpuðust við ökklann,
en nú eru þær ökklasíðar. Við bætt-
ust útfærslur með rennilás og í sumar
hafa fengist niðurmjóar buxur í öllum
regnbogans litum. Mörgum var létt
þegar útvíðar gallabuxur fóru loks að
sjást aftur á stórstjörnum í sjónvarpi
og tímaritum. Hátt mitti varð líka
meira áberandi og nú fást bæði niður-
mjóar og útvíðar buxur með háu mitti.
Svokallaðar „boyfriend jeans“ virðast
líka vera að ryðja sér til rúms, en Katie
Holmes hefur ítrekað sést í buxum
sem sagðar eru vera af Tom Cruise og
tískusérfræðingar telja vera nýjasta
trendið. Buxurnar eru víðar, en sídd-
in er falin með uppábroti sem verð-
ur líklega áberandi á komandi mán-
uðum. Það er óhætt að fullyrða að
fram undan eru góðir tímar í galla-
buxnatískunni og með meiri fjöl-
breytileika ættu allir að geta fundið
gallabuxur við sitt hæfi.
Gallabuxnafár
1. Dökkbláar útvíðar gallabuxur úr Topshop, sem ná upp í mitti. 2. Útvíðar og mittisháar buxur í fallegum
ljósum lit úr Vero Moda. 3. „Baggy“ buxur í skemmtilegu sniði, rykktar innan á skálmunum með rennilás.
Fást einnig í Vero Moda. 4. Sígildar dökkbláar gallabuxur úr All Saints, tiltölulega niðurmjóar með skemmti-
legri krumpuáferð á skálmunum. 5. Svartar niðurmjóar buxur, með vaxkenndri áferð og rennilás innan á
skálmunum. Fást einnig í All Saints. 6. Beinar gallabuxur með stroffi og lágu mitti úr Vero Moda. 7. Mjög
ljósar, niðurmjóar og ökklasíðar buxur úr Topshop. 8. Katie Holmes í svokölluðum „boyfriend jeans“ sem
hún hefur sést í reglulega að undanförnu. 9. Kate Bosworth sést reglulega í niðurmjóum buxum og sandöl-
um við. 10. Naomi Campbell í útvíðum buxum.
8
4
2
7
1
9
5
6
3
10
HAUSTLEGT NAGLALAKK Með
haustinu verða litirnir bæði dekkri og dramatískari.
Því er kjörið að fjárfesta í dökkfjólubláu, svörtu eða
rauðu naglalakki frá Bourjois.
Opið Föstudag 11-18:30
Og laugardag 11-17:00