Fréttablaðið - 15.08.2008, Page 37

Fréttablaðið - 15.08.2008, Page 37
www.tskoli.is Tækniskólinn skóli atvinnulífsins óskar eftir að ráða arkitekt eða byggingarfræðing til kennslu í tækniteiknun. Kennslugreinar eru gerð aðaluppdrátta, innrétt- ingateikninga og þrívíddarteikninga. Góð þekking á Autocat teikniforritinu og Autodesk þrívíddarforritum nauðsynleg. Upplýsingar gefur Jón Eiríkur Guðmundsson skólastjóri Byggingartækniskólans í s. 699 4396. Arkitekt - Byggingarfræðingur TÓNLEIKAR Í IÐNÓ Tíu söngvarar munu koma fram ásamt hljómsveit Kjartans Valdi- marssonar á tónleikum í Iðnó næst- komandi sunnudag. Allir söngv- ararnir eru að ljúka eins árs dipl- ómanámi frá Complete institute í Kaupmannahöfn, en tækn- in sem þau hafa tileinkað sér kall- ast „complete vocal technique“ og byggist á tuttugu ára ítarleg- um rannsóknum á öllum tegundum söngs og nær til allra stíltegunda allt frá klassískum söng til þungarokks. Tónleikarnir hefjast klukkan átta og aðgangseyrir er 1.000 krónur. ÞEKKT ANDLIT Á FLÓA- MARKAÐI Flóamarkaðurinn í Vesturbænum hefur víða vakið athygli, en hann er haldinn við KR heimilið á laug- ardaginn. Ýmislegt verður á boð- stólnum, allt frá grænmeti til dýr- gripa, en hver sem er getur komið með hvað sem er og selt á mark- aðnum. Meðal þeirra sem boðað hafa komu sína eru Felix Bergson leikari, Ragna Sara Jónsdóttir, Na- talie G. Gunnarsdóttir plötusnúður með meiru, Oddný Sturludóttir rit- höfundur og Óttar M. Norðfjörð, ný- hilskáld. Einnig má búast við að sjá Dóra DNA og Gísla Örn Garðars- son skjótast á milli bása. Það er því aldrei að vita hvað verður í boði og hverjir troða upp á þessum skemmti- lega markaði. Búast má við því að sjá Oddnýju Sturludóttur skjót- ast á milli bása á flóamark- aðnum í Vestur- bænum á morgun. Hera Björk Þórhallsdóttir er ein þeirra söngvara sem hafa numið og kennt söng eftir complete vocal-tækninni. fréttir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.