Fréttablaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 54
34 15. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is Lögmál 1: Bikarinn skal vera tandurhreinn, þveginn upp úr fitulausri sápu og skolaður í köldu vatni þar til hann nær sama hitastigi og ölið. Þannig verður froðan þéttari og heldur hvítum hlífiskildi sínum lengur yfir hinum dýrmæta vökva. Minnstu óhrein- indi geta spillt fyrir og mengað fullkomin bragðgæði Stellu Artois. Lögmál 2: Þegar byrjað er að hella er bikarnum hallað um 45 gráður. Þá sjáum við hvernig dýrmætur vökvinn hringar sig ofan í bikarinn og myndar iðuna sem er galdurinn við fljótandi gullgerðarlist. Þegar ölið kemst í samband við súr- efni myndast smám saman þétt froða sem innsiglar inni- haldið og verndar það frá fyrsta sopa til hins síðasta. Lögmál 3: Þegar bikarinn, sem hingað til hefur hallað um 45 gráður, hefur verið fylltur að þremur fjórðu skal hann réttur við. Með jafnri hreyfingu er hann samtímis færður niður frá flösku- opi um sem nemur hæð bikarins. Þannig krýnum við ölið þéttri froðu sem skýlir innihaldi bikars- ins og tryggir ferskleika og líf þessa fljótandi gulls. FÓTBOLTI FH-ingar börðust dyggi- lega í um 80 mínútur í gær þegar þeir töpuðu 1-4 fyrir enska úrvals- deildarliðinu Aston Villa. Það var grátlegt að sjá FH-inga mæta sofandi til leiks. Þeir léku líklega sínar verstu mínútur í sumar í byrjun leiksins og fengu á sig tvö mörk. Fyrst skoraði Gareth Barry eftir að FH mistókst að hreinsa frá hornspyrnu áður en Ashley Young bætti við. Hann lét Höskuld Eiríksson líta illa út og þrumaði boltanum í stöngina og inn. „Þeir spila í eins búningum og Derby County og spila eins og þeir,“ heyrðist í einum stuðnings- manni Villa en FH leit illa út fyrstu mínúturnar. Jafn illa og lélegast lið ensku deildarinnar í fyrra. Leikmenn Villa léku í hægagangi það sem eftir var hálfleiksins. Það nýttu FH-ingar sér og náðu nokkrum álitlegum sóknum, leikur liðsins hresstist verulega eftir lélega byrjun. Matthías Guðmunds- son og nafni hans Vilhjálmsson voru nálægt því að skora áður en Gabriel Agbonlahor steig á bensín- gjöfina, spændi framhjá Höskuldi og Tommy Nielsen og setti boltann í markið. Staðan 0-3 fyrir Villa. Matthías Guðmundssson skor- aði á lokamínútu fyrri hálfleiks með skalla eftir að Tryggvi Guð- mundsson negldi boltanum fyrir og glæddi lífi í Laugardalsvöllinn. Gott mark hjá FH og staðan í hálf- leik 1-3. Tryggvi skaut svo yfir úr góðu færi í upphafi síðari hálfleiks en mark hefði hleypt spennu í leik- inn. Þess í stað stangaði Martin Laursen hornspyrnu frá Young inn eftir um klukkutíma leik og afgreiddu leikinn. Eftir það gerðist lítið, FH reyndi að sækja og átti nokkrar sæmileg- ar tilraunir en leikmenn Villa lækk- uðu sig um enn einn gír. Það hefur enda leik í úrvalsdeildinni á sunnu- dag og mun komast áfram í einvíg- inu. Seinni leikurinn fer fram á Englandi eftir tvær vikur. FH barðist vel gegn sterku liði gestanna og getur vel við unað. Betur fór en á horfðist eftir nokk- urra mínútna leik en leikurinn var búinn áður en hann byrjaði. „Sóknarlega vorum við að spila mjög vel en það vantaði talsvert upp á vörnina. Þeir áttu frekar að gefa okkur forskot en við þeim og byrjunin var erfið á móti svona liði. Fyrstu þrjú mörkin eigum við að geta komið í veg fyrir þannig að þetta var smá aulaskapur hjá okkur, hreint út sagt,“ sagði Gunn- ar Sigurðsson eftir leik. - hþh/ óþ Góð barátta FH-inga í 80 mínútur Sofandaháttur í byrjun leiks kostaði FH tvö mörk og um leið einhverja spennu í viðureign þeirra við Aston Villa. Hetjuleg barátta skilaði þó marki í 4-1 tapi fyrir sterku liði Villa sem spilaði lengst af í hægagangi. GÓÐ BYRJUN Barry fagnar fyrsta marki leiksins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R MARKIÐ Matthías Guðmundsson skorar hér mark FH í leiknum með skalla af stuttu færi eftir fyrirgjöf Tryggva. > 8.686 áhorfendur í Laugardalnum Alls létu 8.868 áhorfendur sjá sig í Laugardalnum í gær. Dyggur kjarni studdi FH allan leik- inn en annars var stemningin á vellinum slöpp. Ekkert heyrðist frá stuðningsmönnum Aston Villa. Þessi tæp níu þúsund eru langt frá því að bæta metið yfir flesta áhorfendur í Evrópukeppni. Flestir mættu á leik Vals og Benfica árið 1968, 18.243. Tíu þúsund sáu leik KR og Liverpool árið eftir en tæp sex þúsund leik KR og Everton 1996. Tæp sjö þúsund sáu svo ÍA leika gegn Barcelona árið 1979. FÓTBOLTI Tryggvi Guðmundsson, framherji FH, var svekktur með úrslit leiksins miðað við hvernig leikurinn spilaðist. „Mér fannst þetta nú bara frekar jafn leikur og er hundfúll með að tapa 1-4. Leiðinda forgjöf sem við gefum þeim þarna í byrjun og mörkin tvö voru algjör skítamörk. En úti á vellinum fannst mér við bara vera að gera fína hluti. Við vorum að halda boltanum innan liðsins ágætlega og við skorum gott mark og áttum að skora alveg tvö í viðbót. Við hefðum líka getað nýtt það betur þegar þeir voru komnir á skokkið,“ sagði Tryggvi sem er þó bjartsýnn fyrir seinni leikinn. „Við förum út og spilum okkar bolta og vinnum sjálfsagt bara 4-0 og förum áfram,“ sagði Tryggvi á léttum nótum. Stiliyan Petrov, miðjumaður Aston Villa, var ákaflega ánægð- ur með sigurinn í leikslok. „Sigurinn setur okkur í frábæra stöðu fyrir seinni leikinn og það var mikilvægt. Við horfðum á leik FH gegn KR og komum því tilbúnir til leiks og kláruðum dæmið ,“ sagði Petrov. - óþ Leikmenn FH og Villa tjá sig: Vinnum seinni leikinn 4-0 EINA LEIÐIN? Hraði sumra leikmanna Villa var slíkur að þetta virtist stundum eina leiðin fyrir Höskuld Eiríksson til að stöðva þá, með peysutogi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FH vörnin hélt ekki í langan tíma áður en enska úrvalsdeildar- félagið Aston Villa tók forystu í leik liðanna í UEFA-bikarnum í gærkvöldi. „Leikurinn var búinn áður en hann byrjaði og eftir sex mínútur vorum við búnir að fá á okkur tvö mörk. Það var algjört einbeitingarleysi og ef til vill óþarfa virðing sem við sýndum leikmönnum Aston Villa,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, á blaðamannafundi í leikslok. Heimir gat þó séð ýmislegt jákvætt í leik sinna manna. „Við vorum að reyna að spila fótbolta og sýndum oft á tíðum ágætan sóknarleik. Þessi leikur fer náttúrulega í reynslubankann hjá yngri leikmönnum liðsins og við vorum til að mynda með einn átján ára gamlan, Björn Daníel Sverrisson, sem að mínu mati var yfirburðarmaður í FH liðinu ásamt kannski Dennis Siim,“ sagði Heimir. Heimir er vitanlega ekki bjartsýnn á möguleika FH liðsins að komast áfram en er hvergi banginn fyrir seinni leik liðanna á Villa Park. „Þeir eiga örugglega eftir að hvíla einhverja leikmenn og líta á þetta sem létta æfingu þannig að ég á ekki von á einhverri rass- skellingu. Við mætum bara á Villa Park og blásum til blússandi sóknar og stöndum og föllum með því,“ sagði Heimir vongóður. Martin O‘Neill, knattspyrnustjóra Aston Villa, var létt í leikslok. „Ég var búinn að segja við strákana að ég væri áhyggjufullur fyrir leikinn og það var því mikill léttir að ná að skora tvö mörk svona snemma. Byrjunin lagði grunninn að þægilegum sigri og ég er mjög ánægður með það,“ sagði O‘Neill. O‘Neill hrósaði FH-ingum fyrir hugarfarið sem þeir sýndu í leiknum. „Þeir náðu að valda okkur þó nokkrum erfiðleikum á köflum og náðu að skora gott mark. Mér fannst líka hugarfarið og löngunin sem þeir sýndu til þess að spila sóknarbolta í stað þess að liggja í vörn vera aðdáunarverð,“ sagði O‘Neill. Spurður út í framtíð Gareth Barry hjá Aston Villa kvaðst O‘Neill óviss. „Ég veit ekki hvað gerist en ég er alla vega ánægður með að hann hafi verið með. Hann svildi sjálfur ólmur spila leikinn,“ sagði O‘Neill að lokum. ÞJÁLFARARNIR HEIMIR GUÐJÓNSSON OG MARTIN O‘NEILL: TJÁ SIG EFTIR 1-4 SIGUR ASTON VILLA GEGN FH Í GÆR: Löngun FH til að spila alvöru bolta aðdáunarverð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.