Fréttablaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 19
Meiri væntingar | Væntingavísi- tala neytenda í Bandaríkjunum hækkaði úr 61,2 stigum í júlí í 61,7 stig. Þetta er í fyrsta skipti í rúm tvö ár sem vísitalan hækk- ar tvo mánuði í röð. Lækkun olíu- verðs er talin helsta ástæða hækk- unarinnar. Evrópskur samdráttur | Þrjú af stærstu hagkerfum Evrópu drógust saman á öðrum ársfjórð- ungi, 0,5 prósent í Þýskalandi, 0,3 prósent í Frakklandi og Ítalíu. Samkvæmt tölum sem Hagstofa Evrópusambandsins (Eurostat) birti í lok síðustu viku skrapp hag- kerfi sambandsins saman um 0,2 prósent á sama tíma. Í eina sæng | Flugfélögin Brit- ish Airways og American Air- lines hafa gert með sér samning um samhæfingu á ýmsum þátt- um fyrirtækjanna, s.s. miðaverði og leiðakerfi. Samningurinn er til tveggja ára. Samkeppnisyfirvöld eiga eftir að gefa samningnum blessun sína. Tveggja ára lágmark | MSCI- Kyrrahafsvísitalan hefur ekki verið lægri í rúm tvö ár. Vísitalan hefur lækkað um 22 prósent frá áramótum. Það eru bankar og fjár- málafyrirtæki sem hafa leitt þessa lækkun en lækkunin nemur alls 27 prósentum frá áramótun. Fjöldauppsagnir | Norræna flug- félagið SAS hyggst segja upp 500 manns á næstunni. Tap SAS á fyrstu sex mánuðum ársins nam 20 milljörðum króna. Með upp- sögnunum mun félagið spara 5 milljarða íslenskra króna. 7 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 20. ágúst 2008 – 34. tölublað – 4. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M „Þetta getur takmarkað möguleika til að sanna sekt en þó er ekki víst að þetta hafi áhrif, þar sem skattayfirvöld henda ekki gögnum,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota hjá Ríkislögreglustjóra. Fyrningarfrestur í skattamálum er orðinn öllu lengri en skylda til að varðveita bókhald. Fyrn- ingarfresturinn er tíu ár í meiri háttar skattalaga- brotamálum, en aðeins er skylt að varðveita bók- hald í sjö ár. „Ef um er að ræða ár þar sem ekki liggur fyrir skylda samkvæmt lögum um varðveislu bókhalds gæti sönnun á broti hugsanlega reynst erfiðari fyrir vikið,“ segir Ásmunda Baldursdóttir, starfs- maður Skattrannsóknarstjóra. Þar vísar hún til dæmis til þeirra tilvika þar sem gögnum hefur ekki verið skilað. Hún segir í grein í Tíund að Hæstirétt- ur hafi breytt áralangri dómaframkvæmd. Ákvæði almennra hegningarlaga séu látin ganga framar ákvæðum sérlaga um fyrningu meiri háttar skatta- lagabrota. Almennt gangi sérlög hins vegar framar ákvæðum almennra laga. Helgi Magnús segir að þetta þurfi ekki að koma sakborningum illa, þar sem þeim gæti verið vörn í því að gögnin vanti. „Það yrði erfitt að sækja mann sem ekki gæti með vísan í gögn borið hönd fyrir höfuð sér.“ Helgi Magnús segir enn fremur að hugsanlega komi til þess að þetta verði samræmt, en það sé í höndum löggjafans, ekki lögreglunnar. Efnahagsbrotadeild hefur til rannsóknar skatta- mál Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fleiri. Hugsan- leg brot ná aftur til ársins 1998. Ekki hefur verið ákveðið hvort ákært verður í málinu. - ikh Misræmi hamlar sönnun mála Stórfelld skattalagabrot fyrnast á áratug. Gögn þarf bara að geyma í sjö ár. Jafet Ólafsson Með stein í skónum – jöklabréf Gísli Kjartansson Sparisjóðsstjóri í ólgusjó Geir H. Haarde Hef gaman af að leysa þrautir 4-5 Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar „Útgáfa jöklabréfa veltur á fjármögnun íslensku bankanna. Skilyrðin verða að batna,“ segir Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur í Seðlabanka Íslands. Hann telur ólíklegt að jöklabréf verði gefin út á móti þeim sem falla á gjalddaga á næstu misserum. Hann segir alþjóðlegu lánsfjárkreppuna skipta mestu í því sambandi. „Það er fátt sem bendir til þess að henni sé að ljúka í bráð, hún gæti jafnvel staðið í ár til við- bótar,“ segir hann. Greiningardeild Glitnis benti á í gær að krónubréf upp á 156 milljarða króna hefðu fallið á gjalddaga það sem af er ári að viðbættum vöxtum. Um tveir þriðju hlutar bréfanna féllu á gjaldaga á fyrsta árs- fjórðungi en þriðjungi mætt með krónubréfaútgáfu. Bréf fyrir um 85 milljarða króna að nafnvirði eru á gjalddaga það sem eftir lifir ársins. Tæpur helming- ur bréfanna, 45 milljarðar, fellur á gjalddaga í októb- er. Þá eru hátt í 260 milljarðar króna á gjalddaga á næsta ári, þar af tæpir 129 milljarðar á fyrsta fjórð- ungi ársins. Þorvarður Tjörvi telur ólíklegt að gjalddögunum verði mætt með frekari krónubréfaútgáfum. Skrúf- að hafi verið fyrir útgáfuna í mars þegar krónan tók snarpa dýfu og stýrivextir hækkaðir á sérstök- um aukavaxtadegi í kjölfarið. Þá hafi skömmu síðar verið ákveðið að gefa erlendum fjárfestum kost á að endurfjárfesta í innlendum og öruggum ríkisskulda- bréfum í skiptum fyrir krónubréfin. „Það hefur verið mikill áhugi á meðal fjárfesta að taka bréfin enda hefur þeim vart staðið aðrir kostir til boða. Með þessu geta þeir samt fengið þá háu vexti sem hér eru í boði,“ segir Þorvarður Tjörvi. Krónubréf upp á fimm milljarða króna féllu á gjalddaga í síðustu viku og var ekkert gefið út á móti þeim. Sérfræðingar greiningardeild bankanna eru sammála Þorvarði Tjörva um að slíkt muni að líkind- um ekki gerast í bráð. Þórhallur Ásbjörnsson, sér- fræðingur hjá greiningardeild Kaupþings, telur þetta vissulega setja neikvæðan þrýsting á gengi krónunn- ar en telur líklegt að lækkunin hafi þegar komið á árinu. Muni gengið haldast áfram lágt batni ekki að- gengi að lausafé á alþjóðlegum mörkuðum. Greiningardeild Kaupþings benti hins vegar á það í síðustu viku að stór galli við aukna skuldabréfaútgáfu væri frekari skortur á krónum sem myndi þrengja að fjármálastofnunum og takmarka frekar útlán innan- lands með tilheyrandi hættu á samdrætti. Krónubréfin í salt Jöklabréf verða ekki gefin út fyrr en bankarnir geta tryggt sér fjármögnun, segir hagfræðingur hjá Seðlabankanum. 6 „Við stefnum að því að ljúka fjárhagslegri endurskipulagn- ingu félagsins fyrir mánaðamót- in,“ segir Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Nýsis. Félagið á í verulegum erfið- leikum vegna endurfjármögn- unar. Talið er að skuldir nemi um fimmtíu milljörðum króna. Landsbankinn hefur unnið að lausn þessara mála, en fram hefur komið að hann er lang- stærsti kröfuhafinn. Höskuldur segir að nú sé Kaup- þing einnig komið að málum. Óvíst er hversu mikið af skuld- um Nýsis eru við Kaupþing. Höskuldur segir að meðal ann- ars sé rætt um að hluta skulda verði breytt í eigið fé, „en það er ekki búið að klára málið“. Kauphöllin sagði í sumar að óvissa væri um framtíð Nýsis. Nýsir er eitt stærsta félag sinnar tegundar hérlendis. Fé- lagið hefur verið umsvifamik- ið á fasteignamarkaði og í einka- rekstri fyrir hið opinbera. Nýsir á til að mynda helmingshlut á móti Landsbankanum í Portus, sem reisir nú tónlistar- og ráð- stefnuhús við Reykjavíkurhöfn og Egilshöll í Grafarvogi. - ikh Kaupþing kemur að Nýsi Tíma - og verkskráning Flotastýring og eftirlit www.trackwell.com ...við prentum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.