Fréttablaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 34
 20. ÁGÚST 2008 MIÐVIKUDAGUR Hvernig skyldu lög 200.000 naglbíta hljóma í lúðrasveit- arbúningi? Það kemur í ljós á menningarnótt þegar hljóm- sveitin stígur á svið með Lúðra- sveit verkalýðsins. „Einhvern tímann lýsti ég því þannig að þetta væri eins og tón- listin í þýskri herskipabíómynd, sem myndi gerast í himnaríki, ef Wagner myndi leikstýra henni,“ segir Vilhelm Anton Jónsson, söngvari 200.000 naglbíta, þegar blaðamaður spyr hvernig Naglbíta- lögin hljómi í lúðrasveitarbúningi. „Þetta er alla vega alvöru rokk og hávaði,“ útskýrir hann. 200.000 naglbítar vinna nú að plötu ásamt Lúðrasveit verkalýðs- ins þar sem tíu af þekktustu lögum Naglbítanna munu heyrast í nýjum búningi. Undanfarin ár hefur það verið algengt að hljómsveitir komi fram ásamt sinfóníu-hljómsveit en þetta með lúðrasveitina verð- ur að teljast svolítið óvenjulegt. „Þetta hefur ekki verið gert hér á Íslandi áður, alla vega ekki svona stórt verkefni. Okkur langaði að prófa eitthvað nýtt og ég sendi póst á www.ludrasveit.com þar sem ég bað hljómsveitarstjórann um að hringja í mig. Honum leist svona líka vel á þetta og allt fór af stað. Áður en ég vissi af voru komn- ir fimm útsetjarar í vinnu við að útsetja lögin okkar og 45 manna lúðrasveit farin að æfa,“ segir Vil- helm. Platan kemur út í október og enn sem komið er hafa lögin hvergi heyrst opinberlega í þessum nýja búningi. Tónleikarnir á menningar- nótt verða því frumflutningur. Tónleikarnir fara fram í portinu í Hafnarhúsinu (Listasafni Reykja- víkur) og hefjast klukkan níu með gítartríóinu Árstíðum. „Svo komum við á svið ásamt lúðrasveitinni klukkan korter í tíu og þetta ætti að vera búið mjög tímanlega fyrir flugeldasýninguna,“ segir Vilhelm sem lofar góðri skemmtun bæði fyrir eyru og augu. „Ég sé lögin alltaf mjög myndrænt fyrir mér og nú er þetta orðið enn þá mynd- rænna. Það er verið að setja upp 110 fermetra svið og þarna verð- ur lúðrasveit í búningum með ný- bónaða lúðra. Þetta er svo flott að við erum bara með gæsahúð á æf- ingum.“ Í ár eru tíu ár liðin síðan fyrsta plata Naglbítanna kom út. Vilhelm segir að þekkt lög á borð við Láttu mig vera og Vögguvísur fyrir skuggaprins fái að hljóma á tónleik- unum í kraftmeiri og dramatískari útgáfum en aðdáendur hljómsveit- arinnar þekkja. „Þetta verður bara alvöru rokk. Ég get lofað því að Vögguvísur fyrir skuggaprins eru ekki að fara svæfa neinn í þetta sinn,“ segir Vilhelm. - þo Alvöru rokk og hávaði Strákarnir í 200.000 naglbítum, Benedikt Brynleifsson, Vilhelm Anton og Kári Jóns- synir, lofa almennilegum rokktónleikum á menningarnótt. Enda varla annað hægt þegar heil lúðrasveit er með í för. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ó l f s s o n a r x Eg skal kveða um eina þig alla mína daga Á s t a r l j ó ð P á l s Ó l a f s s o n a r Sumar kiljur eru sumarkiljur Skipholti 35 105 Reykjavík. sími 511 7010 petur@galleriborg.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.