Fréttablaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 24
FORD FIESTA ECONETIC var nýlega heimsfrum- sýndur og er visthæfasti bíllinn sem Ford hefur sent frá sér því mikil nákvæmni var lögð í smáatriði hans. Í lok sumars er gott að yfirfara bíl- inn til að undirbúa hann sem best fyrir veturinn. Þeir sem eiga not- aða bíla þurfa til að mynda að huga að ryðblettum sem geta jafnvel myndast á nokkurra ára gömlum bílum. Mikilvægt er að vinna á þeim svo tæringin í lakkinu verði ekki óviðráðanleg. Ef einungis er um að ræða ein- staka bletti má jafnvel gera við þá sjálfur en séu þeir þeim mun fleiri er yfirleitt ráðlegt að fara með bíl- inn í sprautun. Bilalakk ehf er heildverslun í innflutningi á málningarvörum fyrir málningar- og réttingarverk- stæði en býður einnig upp á vörur fyrir fólk sem vill þrífa og viðhalda bílnum sínum. Þar á meðal vörur til að laga ryð. „Ég bið fólk yfirleitt um að koma með bílinn til mín og reyni þá að leggja mat á það hvort þurfi að fara með bílinn á verk- stæði eða ekki. Ef fólk vill spreyta sig sjálft þá getur það nálgast þekk- inguna og réttu efnin hjá okkur,“ segir Magnús Harðarson eigandi versl- unarinnar. Hann segir fyrst þurfa að slípa ryðið burt með svokölluð- um ryðsveppi. „Hann tætir ryðið en skemm- ir ekki lakkið. Það fer svo eftir því hversu mikið ryðið er orðið hvað er sett ofan í. Ef það er mikið mælum við með því að fyllt sé upp í holuna með fyllingarefni. Það þarf svo að slípa slétt. Síðan þarf að setja stálgrunn yfir og ofan á það fylling- argrunn sem er notaður til að fá yfirborðið slétt of fallegt fyrir augað.“ Eftir það kemur fólk gjarnan til Magnúsar og setur hann rétta litinn á brúsa og sprautar yfir. „Þetta getur komið ágætlega út ef skemmdin er lítil en ef hún er þeim mun meiri koma gjarnan skil. Á verkstæðum fer vinnan öðruvísi fram og skilin myndast síður.“ En hvers vegna myndast ryðið og hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir það? „Þetta helst oft í hendur við verð og eru ódýrari bílar gjarnan með síðra lakk. Óhreinindi, steinhögg og veðurfar eru síðan helstu áhrifavaldar.“ Með því að hugsa vel um bílinn, þrífa óhreinindi og bóna má reyna að fyrirbyggja ryðmyndun og býður Magnús upp á efni og tól til þess. vera@frettabladid.is Ráðist gegn ryðblettum Hægt er að gera við ryðskemmdir upp á eigin spýtur en það fer þó eftir umfangi hvort það borgi sig. Hjá Bílalakki ehf. er hægt að fá ráðleggingar og réttu efnin vilji fólk spreyta sig á því að laga litlar skemmdir. Magnús Harðarson hjá Bílalakki ehf. á allt sem þarf til að gera við ryðskemmdir. Hann ráðleggur fólki þó að fara með bílinn á verkstæði ef skemmdirnar eru miklar. FRÉTTABLÐIÐ/RÓSA Smiðjuvegur 38 rauð gata • Sími 564 0606 • Fax 564 0636 www.bilastod.is • bilastod@simnet.is GERUM VIÐ ALLAR TEGUNDIR BÍLA Bremsuhlutir í alla jeppa og pickupa Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Diskar Klossar Dælur Borðar Ísetningarþjónusta P R E N T S N IÐ E H F . Ljósavélar Sparljós og perurGasmiðstöðvar Vatnshitarar Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.