Fréttablaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 50
22 20. ágúst 2008 MIÐVIKUDAGUR NOKKUR ORÐ Sunna Dís Másdóttir ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Þvengs-Þrándur teygir vel eftir hlaupatúr í skóginum! Þá, skyndilega ... Útgáfufyrirtækið sagði að þeir hefðu hætt útgáfu nærbuxna- blaðsins fyrir tíu árum og þeir myndu frekar endurlífga Gengis Khan og Hitler! Man eftir því blaði! Hvað ætli þeir kjánar séu að gera í dag? Þannig varð Þvengs-Þrándur að Stuttbuxna-Þrándi! Hvert ertu að fara? Kemurðu heim í kvöldmat? Ætlarðu að vera með Stanislav? Ekki viss Veit ekki Kannski Þegar þú ert búinn að finna út úr því máttu fara. Þú eyðileggur alltaf plönin mín! Svindl!?! Ha? Lalli, finnst þér þessi peysa ekki vera svolítið svindl? Þróunarkenningin! Þeir hæfustu eiga að lifa af, ekki þeir sniðugustu! Heyrðu! Hvar get ég fengið svona?!? Þetta er geggjað! Þú lítur út fyrir að vera alvöru leikmaður! Ókei, nú kasta ég! Ertu tilbúinn? Ég sagði, ertu tilbúinn!? Til! Einhvern daginn verður þetta allt þitt, sonur sæll! Blúbb! Ég hafði aldrei sérstaklega mikla trú á stjörnuspeki fyrr en ég las í fyrsta skipti lýsingu á eigin merki og rak upp stór augu. Það átti merkilega margt merki- lega mikið við mig í þeirri lýsingu. Ég er, jú, óákveðin með eindæmum og þarf að vega og meta hlutina út í hið óendanlega áður en ég tek ákvörðun. Og, já, það eru mun meiri líkur á því að finna mig í stöðu sáttasemjara en ræðumanns sem rífst og skammast, til að koma eigin skoðunum á framfæri. Ég er þeirrar náttúru, eða ónáttúru, að eiga erfitt með að ákveða flesta hluti. Þeir sem hafa farið með mér út að borða geta staðfest það, enda hefur vin- kvennahópurinn, sem státar af heilum tveimur vogum, oftar en ekki brugðið á það ráð að lesa upp þrjá valmöguleika af seðlinum í staðinn fyrir að sýna mér hann - og takmarka þannig eigin þjáningu á meðan ég engist um af óákveðni um hvort magann minn langi frekar í tortellini eða tapas. Veröldin hefur skroppið saman á síðustu áratugum. Í dag er svo til allt hægt, allt gerlegt og mér, eins og svo mörgum öðrum, stendur nánast allt til boða. Ég á hins vegar við það lúxusvandamál að stríða að geta ekki ákveðið mig. Hvort ætti ég að fara að hjúkra ljónum í Afríku eða setjast við skriftir í Tékklandi eða læra ljósmyndun eða hönnun eða lögfræði í Suður-Ameríku eða stofna fyrirtæki hérna á heimavelli? Matseðillinn er óendanlega langur og ég er farin að hafa áhyggjur af því að ég svelti hreinlega í hel á meðan ég reyni að ákveða mig. Ef einhver býður sig fram í að hólfa seðilinn niður í forrétt, aðalrétt og eftirrétt væri það þess vegna afskaplega vel þegið. Hlað- borð virðast ekki eiga við mig. Hver er réttur dagsins? Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Ítalía 31. ágúst og 7. sept. frá kr. 17.990 Verð kr. 29.990 Flugsæti báðar leiðir til Trieste með sköttum 31. ágúst, 7. eða 14. sept. í eina eða tvær vikur. Netverð á mann. Verð kr. 17.990 Flugsæti aðra leið til Trieste með sköttum (Kefl avík - Trieste), 31. ágúst eða 7. sept. . Netverð á mann. Allra síðustu sætin! Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Trieste í lok ágúst og byrjun september. Þú velur hvort þú leggur Ítalíu að fótum þér, kíkir til Króatíu eða heimsækir Slóveníu. Bjóðum einnig gistingu, bæði í Króatíu og á Ítalíu á frábærum kjörum.  Fjölbrautaskólinn i Breiðholti óskar eftir að ráða fyrirsætu vegna myndlistarkennslu. Nánari upplýsingar gefur kennslustjóri Listnámsbrautar Ingiberg Magnússon í síma 868 5628. Skólameistari. Austurbergi 5, 111 Reykjavík sími 570 5600 Símbréf 567 0389 Tölvupóstur fb@fb.is www.fb.is Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.