Fréttablaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 28
Menningarnótt er nú haldin hátíðleg í þrettánda sinn og dagskráin er fjölbreytt að vanda. Búast má við að borg- arbúar og gestir þeirra láti sjá sig á torgum úti, enda er þema hátíðarinnar í ár torg í borg. „Menningarnótt hefur vaxið gríð- arlega á þessum þrettán árum og er núna stærsta hátíð landsins. Þetta er eitthvað sem enginn vill missa af,“ segir Skúli Gautason viðburðafulltrúi hjá Höfuðborgar- stofu. Hann hefur ásamt fleirum staðið í ströngu undanfarin miss- eri við að gera Menningarnótt sem glæsilegasta. Segir hann und- irbúninginn hafa staðið lengi yfir og menn séu þegar farnir að leiða hugann að næsta ári. Þema Menningarnætur í ár er torg í borg. „Þessi hugmynd kom út úr hugmyndavinnu um það hvað það væri sem gerði borgarlíf spennandi og skemmtilegt. Allir voru sammála um það væri þessi torgamenning sem myndast oft. Okkur langaði að sjá hvað kæmi fram ef við hefðum þessa yfir- skrift og margir atburðir hverf- ast í kringum þetta hugtak og hafa jafnvel víkkað út skilgreining- una á torgi sem getur verið allt frá stóru umferðartorgi niður í einhvers konar afdrep eða bekk á götuhorni,“ segir Skúli. „Það er gaman að sjá hvernig fólk hefur rekið augun í ýmis torg sem hafa hreinlega gleymst. Þannig verð- ur til dæmis heilmikið um að vera á Bríetartorgi á horni Þingholts- strætis og Amtmannsstígs en þar er svolítill sælureitur sem allt of fáir vita af,“ útskýrir hann. Skúli segir að þrátt fyrir sam- drátt í efnahagslífinu láti krepp- an ekki á sér kræla þegar Menn- ingarnótt er annars vegar. „Menn- ingarnótt í ár er umfangsmeiri en í fyrra. Menningarnótt er af- rakstur hugsjónastarfs. Þetta er góður vettvangur fyrir fólk sem er að gera spennandi hluti og vill hrinda þeim í framkvæmd. Það sem fer fram á Menningar- nótt er ekki í hagnaðarskyni og það er kannski það stórkostleg- asta við þessa hátíð. Það er svo margt fólk sem vill bera eitthvað á torg,“ segir Skúli og bætir því við að Menningarnótt hafi margþætt gildi fyrir borgina og íbúa hennar. „Ég hef orðið var við að margir líta á Menningarnótt eins og jólin að því leyti að þetta er tilefni til að gera hreint og hafa allt skemmti- legt. Svo er einnig annað elem- ent sem mér finnst kristallast í vöfflukaffinu í Þingholtunum þar sem íbúar bjóða gestum og gang- andi inn til sín í vöfflur, það er gjafmildin og það að fólk treystir hvert öðru.“ - þo 20. ÁGÚST 2008 MIÐVIKUDAGUR10 ● fréttablaðið ● menningarnótt2 Skúli Gautason viðburðafulltrúi hjá Höfuðborgarstofu segir Menningarnótt aldrei hafa verið umfangsmeiri en nú. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Svo margir sem vilja bera eitthvað á torg Skúli segir Menningarnótt afrakstur hugsjónastarfs og því hafi efnahagsástandið lítil áhrif á hana. Hátíðin hefur aldrei verið umfangsmeiri en nú. ● DAGSKRÁ MENNINGARNÆTUR BEINT Í SÍMANN Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að gleyma dagskrá menningarnætur heima þegar lagt er af stað í bæinn. Í ár er bryddað upp á þeirri nýj- ung að hægt er að fá dagskrá menningarnætur senda í farsímann. Það eina sem þarf að gera er að senda sms með textanum menning í númerið 1910. Þá kemur svar með slóð á heimasíðu Ýmis ehf. og með því að smella á slóðina hleðst lítið forrit niður í viðkom- andi síma. Þar er hægt að skoða alla dagskrána í textaformi og á korti, í tímaröð eða eftir flokkum. Þjónustan er ókeypis eins og allir viðburðir á menningarnótt. Tvö götuleikhús sækja Menningarnótt heim í ár og setja svip sinn á hátíðina. Breski leikhópurinn Bedlam Oz setur upp sýn- inguna Slinkie Love víðs vegar um bæinn. Þetta er örstuttur leikþáttur um ástir tveggja orma sem dúkka upp hér og þar í bænum. Ormarnir sjálfir ná að reisa sig allt að sex metra upp í loftið og ættu því að vekja athygli og eftirtekt. Þegar líður á kvöldið fer írskt götuleikhús á stjá og leiðir skrúðgöngu frá Lækjartorgi að Sæbraut þar sem fylgst verður með flugeldasýningunni. Upplásnar fígúrur leiða gönguna við undirspil Dixie hljómsveitar. -þo Ástfangnir ormar bregða á leik Leikþátturinn Slinkie Love á eflaust eftir að gleðja marga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.