Fréttablaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000
MIÐVIKUDAGUR
20. ágúst 2008 — 225. tölublað — 8. árgangur
Flytur úr Garðabæ
í Hveragerði
Eigandi verslunarinnar
segir þetta tímamót
í sögu Hannyrða-
búðarinnar.
TÍMAMÓT 18
ARI HÁLFDÁN AÐALGEIRSSON
Spilað á munnhörpu
og sungið í Napolí
• ferðir • bílar • heimili
Í MIÐJU BLAÐSINS
Hittumst
á Hellu!LANDBÚNAÐARSÝNINGIN
HELLU 22.–24. ÁGÚST 2008
www.landbunadarsyning.is
Nýtt í
Hagkaupum
Viltu bæta hlaupatímann
þinn án meira álags?
Smart Motion hlaupastíllinn
er kominn á DVD í Hagkaup! Bæklingur fylgir í dag!
Yrkir um almættið
Pétur Sigurgeirsson biskup á
dágott safn ljóða sem hann hefur
sjálfur ort.
FÓLK 25
Smáa l
Guðrún Jóhannsdóttir matgæðingur hefur skrifað
tvær handhægar matreiðslubækur, Hollt og ódýrt og
Hollt og fljótlegt sem Salka gefur út.„Í mínum huga er hollur matur fyrst og fremst fólginn í
fjölbreytni,“ segir Guðrún sem er óhrædd við að prófa nýj-
ungar í matargerð og lítur á það sem ævintýri að fara í sér-
staka leiðangra að leita að kryddi.Lesendur Fréttablaðsins þekkja Guðrúnu að góðu. Hún
hefur verið með matarpistla og uppskriftir í blaðinu í rúm
þrjú ár undir yfirskriftinni Til hnífs og skeiðar. Lengi vel
miðuðust hráefniskaup við þúsundkallinn og hafa áreiðan-
lega margir blessað Guðrúnu í huganum fyrir lækkaðan
matarreikning. Nú eru þessar uppskriftir komnar út á bók
sem heitir Hollt og ódýrt. „Sumar uppskriftirnar hafði ég notað sjálf í mörg ár en
aðrar voru þróaðar næstum jafnóðum með tilraunastarf-
semi því ég hef alla tíð verið forvitin og óhrædd við að prófa
mig áfram. Mér þykir gaman að sækja í matreiðsluhefðir
annarra landa og gera mínar útfærslur á réttunum og finnst
líka frábært hversu framboð af góðu og fjölbreyttu hráefni
hefur aukist hér á landi. Í þeim meðbyr sem ég haft í sam-
bandi við pistlana finn ég að margir eru opnir fyrir því að
prófa uppskriftir og spennandi krydd úr fjarlægum álfum.
Mér finnst hugmyndin um að ferðast með bragðlaukunum
heillandi.“
Spurð hvernig gangi að halda kostnaði niðri en vera samt
með framandi hráefni svarar hún: „Margt af því sem til-
heyrir ítalskri og austurlenskri matargerð er frekar ódýrt
en í bókinni Hollt og fljótlegt einskorða ég mig ekki bara
við ódýru uppskriftirnar. Guðrún tekur sjálf myndirnar í bækurnar. „Þegar ég
byrjaði á pistlunum þá vildi ég ekki binda mig við að fá ljós-
myndara á ákveðnum tíma heldur elda réttinn þegar það
hentaði mér og innblásturinn kom. Ég hafði föndrað við
ljósmyndun og ákvað að taka myndirnar sjálf. Svo hefur
það þróast yfir í mikla ástríðu og áhuga á matarljósmynd-
un. Það má því segja að hér sé algert tilraunaeldhús.“
Guðrún gefur lesendum Fréttablaðsins uppskrift að
ítölskum tvíbökum á bls. 6.
Óhrædd við að prófa sig áfram
GEIRFUGLARNIR
Mikil aðdáun á
Árna Bergmann
Nota gamla bókarkápu á nýtt plötuumslag
FÓLK 34
EFNAHAGSMÁL Geir H. Haarde forsætisráð-
herra segist enn vera þeirrar skoðunar að
hagsmunum Íslands sé betur borgið utan
Evrópusambandsins en innan. Hann telur hins
vegar rétt að íslensk stjórnvöld stefni að því
að uppfylla Maastricht-skilyrði evrópska
myntbandalagsins um upptöku evru sem
fyrst, óháð aðild að sambandinu. „Það eru
almennir hagsmunir okkar að gera það óháð
Evrópusambandinu,“ segir forsætisráðherra
í viðtali við Markaðinn í dag.
„Við munum uppfylla öll Maastricht-skilyrð-
in ef við náum þeim árangri sem að er stefnt og
lýst í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og
þá verður ekki nein ástæða til að taka upp
annan gjaldmiðil því þá verður kominn sá stöð-
ugleiki sem nauðsynlegur er,“ segir hann.
Geir upplýsir í viðtalinu að frekari umbæt-
ur standi til á Íbúðalánasjóði, félagslegi hluti
lánveitinga verði tekinn út og aðgreindur frá
öðrum, búinn til heildsölubanki og breytingar
gerðar á ríkisábyrgð.
Geir segir unnt að hagræða frekar á
fjármálamarkaði með sameiningu fyrirtækja
og ríkisstjórnin muni stuðla að því. Hann telur
rétt að huga að einkavæðingu Íslandspósts og
segir menntamálaráðherra undirbúa breyting-
ar á þátttöku Ríkisútvarpsins á auglýsinga-
markaði.
„Auðlindir eru ekki mikils virði ef þær eru
ekkert nýttar og engin þjóð telur sig hafa efni
á að nýta ekki þær auðlindir sem hún ræður
yfir,“ segir Geir og telur rétt að ljúka
undirbúningi við virkjanir í neðri hluta
Þjórsár og útilokar ekki eignarnám í þeim
efnum. Hann vill einnig sjá Búðarhálsvirkjun
og ljúka undirbúningi við Bitruvirkjun og
segir fulla samstöðu í ríkisstjórn um stuðning
við fyrirhugað álver á Bakka. - bih / sjá Markaðinn
Geir vill að Ísland uppfylli
skilyrði um upptöku evru
Forsætisráðherra segir að Íbúðalánasjóður verði heildsölubanki og breytingar verði gerðar á ríkisábyrgð
lána. Hann segir fulla samstöðu í ríkisstjórn um álver við Bakka. Geir styður Bitruvirkjun og útilokar ekki
eignarnám í neðri hluta Þjórsár. Sameina þurfi fjármálafyrirtæki og huga að einkavæðingu Íslandspósts.
PEKING 2008 Ísland spilaði í
morgun við Pólland í átta liða
úrslitum handboltakeppni
Ólympíuleikanna í Peking.
Landsliðsþjálfararnir vonuðu
að það væri góður fyrirboði
fyrir leikinn í morgun að þeir
hittu tvær af stærri knatt-
spyrnustjörnum heimsins á
mánudaginn. Fyrstur varð
Ronaldinho á vegi þeirra í
Ólympíuþorpinu og seinna
rákust þeir á Diego Armando
Maradona þegar þeir heimsóttu
sjálfan Kínamúrinn.
Takist strákunum að vinna
Pólverja þá mun liðið spila til
verðlauna á leikunum. Fari svo,
eins og Íslendingar vonast til,
mætir það sigurvegaranum í
viðureign Kóreu og Spánar í
undanúrslitum.
Ísland hefur aðeins einu sinni
komist alla leið í undanúrslit í
handboltakeppni Ólympíuleik-
anna en það var á leikunum í
Barcelona fyrir sextán árum.
-óój, -hbg / sjá síðu 31
Þjálfarar handboltaliðsins:
Hittu sjálfan
Maradona
MEÐ MARADONA Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari og aðstoðarmaður hans Gunnar Magnússon sjást hér með
knattspyrnugoðsögninni Diego Armando Maradona.
LÉTTSKÝJAÐ Í dag verða norðan
5-10 suðaustan til og austast ann-
ars hægviðri. Víða léttskýjað þegar
líður á daginn, síst við austur- og
suðausturströndina. Hiti 10-18 stig,
hlýjast í uppsveitum syðra.
VEÐUR 4
12 12
10
1412
Gríðarlegur
liðsstyrkur
Körfuboltakapparnir
Jón Arnór Stefánsson
og Jakob Örn Sigurðar-
son leika með KR í
vetur.
ÍÞRÓTTIR 30
VEÐRIÐ Í DAG
VEÐUR „Þetta var algjörlega ofmet-
ið,“ segir Bjarni Þór Ásgeirsson
flugnemi sem staddur er í Napels
á Flórída um hitabeltisstorminn
Fay sem heimamenn hræddust
mjög.
Útgöngubann var víða sett og
skólum lokað auk þess sem ríkis-
stjóri fylkisins lýsti yfir neyðar-
ástandi. Bjarni gefur þó lítið fyrir
áhyggjur innfæddra. „Við mynd-
um kalla þetta vont veður heima á
Íslandi. Ég er úr Grafarholtinu
þannig að ég þekki þetta.“
Borist hafa fréttir af áhrifum
óveðursins á svæðinu, meðal ann-
ars um rafmagnsleysi hjá nærri
sex þúsund manns og að 150 hafi
þurft að gista í stormskýlum.
„Jú, það er mikil rigning og vatn
flæðir um götur, en maður kemst
samt um. Pálmagreinar og eitt-
hvert drasl fýkur um en það er
alls ekki mikil eyðilegging,“ segir
Bjarni sem þótti verst að útgöngu-
bann yfirvalda hefði truflað fyrir-
hugað póker- og bjórkvöld félaga
hans.
Áður en stormurinn kom til
Bandaríkjanna fór hann um Haítí
og Dóminíska lýðveldið þar sem
hann olli meiri usla en í Banda-
ríkjunum. Talið er að tugir manna
hafi látist þar. Gert var ráð fyrir
að bæta myndi í veðrið áður en
það næði til Flórída. - ges
Íslendingur í Flórída gefur lítið fyrir áhyggjur heimamanna af hitabeltisstorminum Fay:
Mikill viðbúnaður fyrir lítið
Hitar upp fyrir Air
Hljómsveitin Bang Gang með
Barða Jóhannsson í fararbroddi
hitar upp fyrir dúettinn Air á
tvennum tónleikum í Frakklandi í
október.
FÓLK 34