Fréttablaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2008 15menningarnótt ● fréttablaðið ● 7 Gítar og sópran Steinunn Soffía Skjenstad, sópran og norski gítarleikarinn Solmund Nystabakk. Norræna húsið, Sturlugötu 5. Listaverkaupplifun á Hótel Holti Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur tekur á móti gestum, fer með þeim um húsið og fjallar um málverkin og listamennina. Hótel Holt, Bergstaðastræti 37. 15.25 Skapandi sumarhópar Leynileikhóp- urinn Stígis - Hálfdán lifnar við. Hitt húsið, Pósthússtræti 3-5. 15.30 Blúndurnar Strengjasveitin Blúndur og bogar spilar léttklassísk verk og vel þekkt dægurlög sem útsett hafa verið fyrir fiðlu, lágfiðlu, selló og kontrabassa. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalstaðir, v/ Flókagötu. 15.55 Dagskrá Sambands íslenskra Framhaldsskólanema. Ýmsir atburðir yfir daginn. Ingólfstorg. 16.00 Ó, Ó Ingibjörg Óskar, Ómar og Ingi- björg Guðjónsbörn flytja íslensk sönglög í systkinabúningi. Landsbankinn, Austurstræti. Lýðheilsutorg Hópur meistaranema í lýðheilsu við Háskólann í Reykjavík býður upp á Heilsutorg. Dagskráin stendur til kl. 19.00. Hljómskálagarðurinn. Söguganga Starfsmenn Minjasafns Reykjavíkur leiða göngu og segja frá fornleifarannsóknum í miðbæ Reykja- víkur. Landnámssýningin Reykjavík 871+/- 2, Aðalstræti 16. Eru til torg í Reykjavík? Norræna húsið stendur fyrir gagnrýni í beinni á torg- og borgarmenningu í Reykjavík með líflegum pallborðsumræðum á menningarnótt 2008. Norræna húsið, Sturlugötu 5. Búlúlala-Öldin hans Steins Kóm- edíuleikhúsið mun sýna ljóðaleikinn. Elfar Logi Hannesson flytur ljóð Steins Steinarrs í leik og tali og Þröstur Jóhannesson flytur frumsamin lög við ljóð Steins. Bókabúð Máls og Menningar, Laugavegi 18. Sirkussmiðja Sirkusskólinn býður upp á sirkussmiðju. Stendur til kl. 18.00. Austurvöllur. Gróður og grafir í Hólavallagarði Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma efna til menningargöngu um Hólavalla- garð. Heimir Björn Janusarson aðstoðar- garðyrkjustjóri og Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur leiða gönguna. Hólavallagarður. Kríumyndir Sigríðar Sigríður Sverris- dóttir myndlistarmaður sýnir einstakar kríumyndir sem hún málar með akríl á striga. Lokastígur 28. Tískusýning Nýjasta útspil fatahönnuð- anna Tobbu og Heiðu. Kraum, Aðalstræti 10. Á jaðri Laugavegs Hönnuðir og verslanir sem eru á jaðri Laugavegar, sem sagt í hliðargötum, bakhúsum og uppi á efri hæðum taka þátt í tískusýningunni Á jaðri Laugavegs. Á horni Klapparstígs og Laugavegar. 16.15 Glingur í Pósthússtræti! Klassískir tónar óma um bæinn þegar Tríó Glingur stígur á stokk við Hitt húsið. 16.30 Látúnshnötturinn Tomas Dobrovol- skis frá Litháen sem leikur á ýmis hljóðfæri hefur hannað og þróað nýtt ásláttarhljóð- færi sem nefnist Látúnshnötturinn. Verkið sem hann flytur er samið sérstaklega fyrir menningarnótt. Iðnó, Vonarstræti 3. I HATE NATURE / ‘Aluminati’ Dagný Bjarnadóttir, landslagsarkitekt FÍLA, ann- ast leiðsögn og ræðir hugmyndafræðina að baki verkum Mörthu Schwartz. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalstaðir, v/Flókagötu. Maraþonleiðsögn Huginn Þór Arason myndlistarmaður ræðir sýninguna Til- raunamaraþon við gesti. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús, Tryggva- gata 17. 16.45 Únettinn Harpa Sólveig Thoroddsen í Únettinum Hörpu leikur keltneska þjóð- lagatónlist frá Írlandi, Skotlandi og Wales, á írska hörpu. Hitt húsið, Pósthússtræti 3-5. Frumsaminn djass Skver kvartettinn leikur frumsamda djasstónlist. Hitt húsið, Pósthússtræti 3-5. 17.00 Tvö á torgi Dúettinn Við tvö syngur og flytur á gítar þjóðlög í bland við angur- vær íslensk dægurlög. Á mótum Þingholtsstrætis og Amtmanns- stígs. OFURGESTIR - Leiðangur með Ölmu Dís Kristinsdóttur um sýningu Hafnarhúss. Listasafn Reykjavíkur Hafnarhúsi, Tryggva- gata 17. Djass Jóel Pálsson og Sigurður Flosason spila saman. Kraum, Aðalstræti 10. Tími til að lifa og njóta – Reykjanes- bær, gestasveitarfélag menningarnætur Karlakór Keflavíkur flytur efni af væntan- legum diski. Ráðhús Reykjavíkur. Tyrkneskur Tanoura-dans Egypski dansarinn Ahmed Fekry sýnir dansinn Tanoura. Iðnó, Vonarstræti 3. Reykjavík Stories Bandaríski leikarinn Darren Foreman flytur íslensk ljóð, sagna- brot og leiktexta á ensku. Borgarbókasafn, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. Sýnd klukkan 5, 7 og 9 Heimildar- myndin Sýnd klukkan 5, 7 og 9. Verður sýnd á vegum Reykjavík Shorts&Docs í glugga á Laugavegi 35. Einnig sýnd kl. 19.00 og 21.00. Tónlistardagskrá Rokksaga Íslands sýnd í húsakynnum Hljómalindar á veg- um Reykjavík Shorts&Docs. Laugavegur 23. Einnig sýnd kl. 19.00 og 21.00. Marsakeppni S.L.Á.T.U.R. - ÚRSLIT Lúðrasveit S.L.Á.T.U.R. leikur alla marsana í Marsakeppni S.L.Á.T.U.R. 2008. Listasafn Íslands, Fríkirkjuvegi 7. Á bak við tjöldin - Hið allra heilagasta afhjúpað. Skoðunarferðir í geymslur og bakland safnsins þar sem varðveitt eru mörg af helstu menningarverðmætum þjóðarinnar. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalstaðir, v/Flókagötu. Söngleikjadagskrá úr West Side Story Ingveldur Ýr og Söngflokkurinn flytja söngleikjadagskrá úr West Side Story, Porgy and Bess, Jesus Christ Super- star, Phantom of the Opera o.fl. Fríkirkjan í Reykjavík. Suðrænir tónar í Nostrum Pamela de Senzi flautuleikari og Rúnar Þórisson gítarleikari leika í Nostrum á Menning- arnótt. Skólavörðustíg 1A. Skapað af list Marilyn Herdís Mellk þrykkir á elstu grafikpressu landsins sem Guðmundur Einarsson frá Miðdal flutti til landsins 1925. Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14. artFart - Dj Hamingja Horfst í augu við einveruna í margvíslegum myndum. Smiðjan Sölvhólsgötu 13. 17.30 Fjölskylduleiðsögn Leiðsögn í norðursal um sýninguna Hvar er ég? og leiðangur í kjölfarið um aðrar sýningar safnsins. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalstaðir, v/Flókagötu. Danshópurinn HVIK HVIK breytist í lifandi skúlptúr fyrir framan Hitt húsið. 18.00 Norrænir Nýhilvinir Norrænir gestir ljóðahátíðar Nýhils lesa ljóð sín og gefa nasasjón af upplestrardagskrá seinna um kvöldið. Norræna Húsið, Sturlugata 5. Gluggi í nöturlega fortíð Leik- húsgjörningur á tyrfðu torgi eftir Hilmi Jensson og Ingibjörgu Huld Haraldsdótt- ur, Björn Leó Brynjarsson og Olgu Sonju Thorarensen. Port á Laugavegi 3. Art Quiz – Gettu ennþá betur! Spurn- ingaleikurinn sívinsæli Pub Quiz settur í samhengi myndlistar og hönnunar. Keppni um byggingarlist kl. 18, um hönnun kl. 19 og myndlist kl. 20. Listasafn Reykjavíkur Hafnarhús, Tryggva- gata 17. Undir Parísarhimni Ekta frönsk stemmning í Iðnó. Dagskráin til kl. 22.00. Iðnó, Vonarstræti 3. Tilfinningatorg Efnt verður til tilfinn- ingabingós með veglegum vinningum m.a. eintómri hamingju sem heppinn vinningshafi verður aðnjótandi. Umsjón með Tilfinningatorginu hafa Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur, Steinunn Helgadóttir myndlistarmaður og Þröstur Leó Gunnarsson leikari. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalstaðir, v/Flókagötu. 18.00 Tríó Reynis Sigurðssonar Leikur léttan djass á nýlögðu torgi hjá Eggerti feldskera við Skólavörðustíg 38. Hljómurinn og Bræðin Götuspilara- dúett skipaður þeim Haraldi Davíðssyni og Einari Maack. Til kl. 21.00. Austurvöllur. Fimmta árstíðin Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi, flytur eigin ljóð á íslensku og kynnir einnig japanska ljóðlist. Borgarbókasafn, Grófarhúsi, Tryggvgata 15. Argentínskur Tangó Dansarar í Tangóævintýrafélaginu munu koma saman á Bríetartorgi við Amtmannsstíg og dansa seiðandi argentínskan Tangó. Hin klassísku gildi Halldór B. Runólfs- son safnstjóri, leiðir gesti um sumarsýn- ingu safnsins á verkum úr safneign. Listasafn Íslands, Fríkirkjuvegi 7. 18.30 Afleggjarinn Auður Ólafsdóttir rithöfundur les úr verðlaunabók sinni Afleggjarinn. Borgarbókasafn, Grófarhúsi, Tryggvgata 15. 19.00 Miklatún á Menningarnótt Lands- bankinn, máttarstólpi Menningarnætur og Rás 2 bjóða upp á glæsilega tónleika á Miklatúni. Boðið verður upp á fjöl- breytta dagskrá á túninu samfleytt frá kl. 19.00 til 22.30. Hljómsveitirnar sem koma fram að þessu sinni eru. Ný Dönsk, Jet Black Joe, Magnús og Jóhann, Hjaltalín, Bloodgroup og Fjallabræður. Það er hefð fyrir því á þessum stórtónleikum að boða endurkomu þekktra íslenskra hljómsveita eða tónlistarmanna. Að þessu sinni koma tónlistarmennirnir Magnús Þór Sigmundsson og Jóhann Helgason fram saman í fyrsta sinn í langan tíma. Ástir og örlög Ástir og örlög af sýningum safnsins eru dregin fram í dagsljósið, Kl. 20.00 og 21.30 flytur Aðalsteinn Ásberg yndisfögur ástarljóð og vísur. Opið til 23.00. Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41. Poppmessa Stomphópur Íslands opnar Poppmessu 2008 á Ingólfstorgi. Grillpartý, 1000 pylsur í boði. Fjölbreytt tónlistardagskrá til kl. 22.30. Ingólfstorg. Alþjóðahús flytur Alþjóðleg matar- og menningarveisla í porti nýja húsnæð- isins. Á meðan veislan stendur yfir verður einnig haldin söngva-/ karokíkeppni á svölum nýja hússins. Opið til 22.00. Alþjóðahús, Laugavegi 37. Maddit? Maddit Theater Company frumsýnir hvorki né endurtekur. Verk í stöðugri vinnslu. Smiðjan, Sölvhólsgötu 13. 20.00 Tónlistarveisla í Dómkirkjunni Guðbjörg Sandholt og Arnbjörg María syngja lög eftir Bernstein, Kurt Weil, Offenbach og fl. Kl. 20.30. Hallveig Rún- arsdóttir sópran, Sólveig Samúelsdóttir mezzósópran, Jón Svavar Jósefsson baritón flytja tónlist eftir W.A. Moz- art, Hrönn Þráinsdóttir leikur á píanó. Kl. 21.30 Kristinn Bragason píanó og Sigurjón Bergþór Daðason klarinett. Kl. 22.00 Júlía Traustadóttir sópran og Birna Hallgrímsdóttir píanó syngja og leika tónlist eftir R. Schumann og E. Grieg. Veislan stendur til kl. 22.30. Vinir Nýtt verk eftir Símon Birgisson, í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar. Kassinn, Þjóðleikhúsinu. Sungið og leikið Kurt Weill á leik- rænum nótum í flutningi Jönu Maríu Guðmundsdóttur við undirleik Kolbrúnar Sæmundsdóttur. Listasafn Íslands, Fríkirkjuvegi 7. Erró – Grimages - Stutt leiðsögn. Þorbjörg Br. Gunnardóttir sýningarstjóri fjallar um verk Errós. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús, Tryggvagata 17. Undir Parísarhimni – franskt dansi- ball Hressilegt franskt dansiball með söng- konunni Hlín Pétursdóttur og harmon- ikkuleikaranum Yuri Fedorov. Iðnó, Vonarstræti 3. Ljóðapartí Alþjóðlegir gestir og úrval innlendra ljóðskálda lesa upp úr verkum sínum í bland við ljúfa tóna frá The Di- version Session. Óhefðbundin skemmt- un milli atriða, opinn bar og ókeypis inn. Opið til kl. 23.00. Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins, Hverfis- götu 19, 101 Reykjavík. Tími til að lifa og njóta – Reykjanes- bær Gestasveitarfélag Menningarnætur Hljómsveitin Hjálmar spilar. Ráðhús Reykjavíkur. Dixie-bandið Öndin leikur til kl. 22.00. Hressingarskálinn, Austurstræti 20. Tónleikar í garði Organ Fram koma; XXX Rottweiler Ultra Mega Techno- bandið Stefán, Singapore Sling spilar á miðnætti og Dj heldur svo uppi stemn- ingunni frá kl. 01.30. Organ, Hafnarstræti 1 - 3. Tónleikahald í bakgarði Ófeigs Gæðablóð, Bandið hans pabba og fleiri koma fram. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg. Sigurslammið Halldóra Ársælsdóttir, sigurvegari fyrsta ljóðaslamms Borgar- bókasafns syngur eigin lög og spilar undir á gítar. Borgarbókasafn, Tryggvagötu 15. Klassískar aríur og kraftmikið rokk Hátíðagestum er boðið að hlýða á valin söngatriði úr fyrstu frumsýningum haustsins, annars vegar hinum glænýja rokksöngleik Janis 27 eftir Ólaf Hauk Símonarson og hins vegar óperunum Pagliacci eftir Leoncavallo og Cavalleria Rusticana eftir Mascagni. Íslenska Óperan, Ingólfsstræti 7. Svo á jörðu sem á himni Mozaik Hvítasunnukirkja býður til lof- gjörðarsamkomu. Mozaik Hvítasunnukirkja – Skógarhlíð 20. Lifandi keltneskt þjóðlagakvöld Tónlistarhópurinn Hálendingarnir halda uppi keltneskri kráarstemmingu. Til kl. 23.00. Verslunin Stíll, Laugavegi 58. Reykjavík Archive Þöglar kvikmyndir á vegum íbúasam- taka Grjótaþorps. Sýningin stendur til miðnættis. Á bakvið gömlu Morgunblaðshöllina. 20.15 SOMETIME Electro-popp bandið SOMETIME spilar í versluninni KVK. Laugavegi 58a. Trúbador Svavar Knútur, úr hljómsveit- inni Hraun, skemmtir sem trúbador Kraum, Aðalstræti 10. 20.45 Við Tjörnina Fræbblarnir, Megasukk og Palindrome spila í portinu á veitinga- staðnum Við Tjörnina. Templarasundi 3. 20.50 Eins og honum er einum lagið Guð- björn Guðbjörnsson óperusöngvari flytur létt lög við undirleik. Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14. 21.00 Tónlist frá Kúbu Kúbverski trúbadorinn Juan Alberto Borger del Pino flytur kúb- verska tónlist. Borgarbókasafn, Tryggvagata 15. Djass í Djúpinu Dúettinn “Skoffín og Skuggabaldur” leikur í Djúpinu sem er í kjallara veitingastaðarins Hornsins. Hafnargötu 15. Tríó á Torgi Bjargræðistríó í Fríkirkjunni við Fríkirkjutorg mun með sinni alkunnu snilli og yfirburða flinkheitum skemmta gestum og gangandi. Fríkirkjan í Reykjavík við Fríkirkjutorg. Hallgrímskirkjumyndir Gömlum ljós- myndum frá byggingartíma Hallgrímskirkju blandað saman við nýrri myndir Þórólfs Antonssonar og Hrannar Vilhelmsdóttur í stafrænni myndaveislu á vegg Café Loka. Café Loki, Lokastígur 28. Stomp Ungir tónlistarmenn spila á rusla- tunnur og annan efnivið sem þeim tínist til og úr verður frumlegur og skemmtilegur hljóðheimur. Á horni Laugavegs og Bankastrætis. Jazz í Eymundson. Árlegir tónleikar Tríó Björns Thoroddsen ásamt Ragga Bjarna heldur sína árlegu Menningarnæturtónleika í Eymundsson, Austurstræti. Tríóið inniheldur hina lands- þekktu tónlistarmenn Björn Thoroddsen, Jón Rafnsson og Guðmund Steingrímsson og hafa færri komist að en vildu undanfarin ár til að upplifa stemmninguna. Opið til kl. 23.00. Eymundsson, Austurstræti 18. 21.30 Matur dans og gleði við Sjávar-bar- inn Hin rómaði Kulturang Pinay Filipino Style danshópur stígur frumbyggja-dansa að hætti friðelskandi eyjaskeggja. Dans- hópurinn er skipaður átta stúlkum sem eiga rætur að rekja til Filipseyja en búa nú á Íslandi. Sjávarbarinn, Grandagarði 9. Hundur í óskilum - Hundastjarnan Endurnýtt tónlist í óvæntum flutningi. Í samvinnu Þjóðmenningarhúss og Gljúfra- steins. Þjóðmenningarhúsið, Hverfisgötu 15. 21.45 200.000 Naglbítar og Lúðrasveit verkalýðsins í boði ASÍ Í fyrsta skipti leiða saman hesta sína rokkbandið 200.000 Naglbítar og Lúðrasveit verkalýðsins. Hljómsveitin er skipuð fimmtíu manns á öllum aldri og hefur æft stíft fyrir tónleik- ana þar sem flutt verða lög Naglbítanna í nýrri útsetningu. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús, Tryggva- gata 17. 22.00 Tími til að lifa og njóta – Lokaatriði Reykjanesbæjar Gestasveitarfélags Menn- ingarnætur Rokksveit Rúna Júl. Ráðhús Reykjavíkur. Geirfuglarnir í Iðnó Þessi líflega en undarlega hljómsveit heldur sína árvissu Menningarnæturtónleika í Iðnó. Vonarstræti 3. 22.30 Skrúðganga Litrík skrúðganga í fylgd írsks götuleikhúss. Gönguna leiða uppblásnar litríkar verur við undirleik Dixiebands. Frá Lækjartorgi að Sæbraut. 23.08 Flugeldasýning Glæsileg flugeldasýn- ing á hafi úti í boði Orkuveitu Reykjavíkur. Hjálparsveit skáta stjórnar flugeldasýningu undan Sæbraut með hjálp Landhelgisgæsl- unnar. Áhorfendur geta komið sér fyrir austur eftir Sæbrautinni. 23.45 – 00.30 Miðnæturguðsþjónusta Prestar Dómkirkjunnar og organisti þjóna ásamt prestum Keflavíkurkirkju þeim sr. Sigfúsi Baldvini Ingvasyni og sr. Skúla Ólafssyni sem prédikar. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar. Jóhann Smári Sævarsson og Bylgja Dís Gunnars- dóttir syngja einsöng. Dómkirkjan í Reykjavík. DAGSKRÁ MENNINGARNÆTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.