Fréttablaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 26
„Í sex daga gönguferð heimsótti ég þrjá af fjórum þjóðgörðum Svart- fjallalands og var mest uppi í háfjöllum en hitti líka íbúa landsins sem voru einstaklega vinalegir og gestrisnir,“ segir Gyða og kveðst hafa fengið mikið útúr ferðinni því auk þess að ganga um fagurt og stórbrotið landslag og njóta útsýnis þaðan hafi hún farið í flúðasiglingu og klifur. Hún lýsir þessu ævintýri nánar. „Við flugum til Dubrovnik í Króa- tíu, með millilendingu í Frankfurt. Þar tóku þrír fararstjórar á móti hópnum. Sá fjórði fylgdi okkur að heiman, Hjördís Hilmarsdóttir sem er einkar lagin við að finna nýjar og óhefðbundnar leiðir. Eftir fimm tíma akstur og siglingu komum við á fyrsta áfangastað, Zabljak Durmit- or sem er þjóðgarður í norðvestu- hluta Svartfjallalands. Aðalein- kenni hans er háslétta, sundurskorin af djúpum gljúfrum. Áin Tara sem við fórum í flúðasiglingu á, rennur eftir stærsta gljúfrinu. Það er hið dýpsta í Evrópu, 1300 metrar Þar sem það er dýpst. Landslagið þarna er semsagt mjög stórskorið, með 48 tignarlega tinda í yfir 2000 m hæð og auk þess 18 jökulvötn. Þau eru kölluð augu fjallanna.“ Gyða segir hópinn hafa gist í fjallaskálum þar af tveimur með mjög góðum aðbúnaði, uppbúnum rúmum, mat og nesti fyrir daginn. „Durmitor fjallgarðurinn er að miklu leyti úr kalksteini en annars staðar var gengið um gömul eld- fjöll innan um litskrúðugan og kröftugan gróður. Á síðasta áfanga- stað spreyttum við okkur á að klifra í köðlum og síga. Það var nýtt fyrir flesta.“ Gyða segir göngurnar hafa verið við hæfi flestra. Þó hafi verið boðið uppá að skipta hópnum ef fólk vildi stytta sér leið, enda erlendu farar- stjórarnir þrír. „En flestir fóru alla leið,“ segir hún og getur þess að síðasta deginum hafi verið varið í elsta hluta hinnar fögru Dubrovnik sem rík sé af sögulegum minjum. gun@frettabladid.is Við stærsta gljúfur Evrópu Svartfjallaland býr yfir tignarlegum tindum og er vel til gönguferða fallið fyrir þá sem kunna að meta stór- brotna náttúru. Gyða Hauksdóttir sjúkraliði kynntist því fyrr í sumar er hún hélt þangað með ÍT ferðum. „Á síðasta áfangastaðnum æfðum við klifur. Það var nýtt fyrir flesta,“ segir Gyða. „Þegar komið er svona hátt upp verður útsýnið vítt og fagurt,“ segir Gyða sem hér er t.h. við Sigrúnu Víglundsdótt- ur. Í baksýn er Katorflóinn við Adríahafið. MYND/HJÖRDÍS HILMARSDÓTTIR. FERÐALÖG um Ísland verða áhugaverðari þegar ferðalangur hefur upplýsingar um svæðið. Á heimasíð- unni www.ferdalag.is má nálgast ýmsar upplýsingar um ferðalög á Íslandi. Frábær helgarferð - síðustu sætin Heimsferðir bjóða frábært tilboð á allra síðustu sætunum í helgarferð til Barcelona í lok september. Barcelona er einstök perla sem íslendingar hafa tekið ástfóstri við. Borgin býður frábært mannlíf og óendanlega fjölbreytni í menningu og afþreyingu að ógleymdu öllu því úrvali fjöl- breyttra verslana sem eru í borginni. Fjölbreytt gisting í boði. Gríptu þetta frábæra tækifæri - örfá sæti laus! Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Barcelona 26. september frá kr. 59.990 Verð kr. 59.990 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Catalonia Aragon *** í 3 nætur með morgunverði. Kr. 4.000 aukalega m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Catalonia Atenas **** og kr. 8.000 aukalega m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Catalonia Suite ****. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.