Fréttablaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 53
MIÐVIKUDAGUR 20. ágúst 2008 25 „Þó ég geti lítið sem ekkert gert - þá get ég hugsað,“ segir Pétur Sig- urgeirsson biskup. Pétur, sem fæddur er árið 1919, var svo vinsamlegur að lána Frétta- blaðinu nýlegt ljóð eftir sig til birt- ingar. „Þetta er lítið ljóð um stór- menningarmál eða réttara sagt heilaga trú.“ Pétur segist aðspurður hafa fengist talsvert við ljóðagerð þó ljóst megi vera að biskupi er ekki tamt að hreykja sér. „Ég er nefni- lega kominn með dálítið mikið safn. En veit ekki hvað verður úr því. Hvort það verður gefið út eftir minn dag?“ Pétur er ern vel þrátt fyrir háan aldur og nú ættu náttúrlega góðir menn að leggjast á árar og stuðla að útgáfu á kveð- skap biskups. En hér fer sem sagt nýtt ljóð þar sem Pétur yrkir um Hallgríms- kirkju og almættið. - jbg Biskup semur ljóð PÉTUR SIG- URGEIRSSON BISKUP Segir að þó hann geti lítið orðið gert geti hann hugsað. HALLGRÍMSKIRKJA Yrkisefni biskups. „Ó, LANDS VORS GUÐ!“ (M. JOCH.) (Lag: Guðs kirkja er byggð á bjargi.) Sjá hæst rís Hallgrímskirkja mót himni - auðkennd þjóð. Þinn vilja Guð að virkja svo vaki hugsun góð. Í heimi mörg er mæðan og magnar illt þá flest, á ráð við því Fjallræðan af ræðum öllum best. Björt sólin geislar geiminn, en Guðs Son dagljóst mál: Guð ER – sinn elskar heiminn þar ertu´ í trú hans sál. Með forsjá kirkju fyrstur og fann þig – er oss hjá, því hér er kominn Kristur með kærleik Guði frá. Pétur Sigurgeirsson biskup Heimildarmynd Ragnhildar Magn- úsdóttur, From Oakland To Ice- land, hefur verið tekin til sýninga á vefsíðu skandinavísku MTV- stöðvarinnar. Hún fjallar um heimkomu bróður Ragnhildar, DJ Platurn, eða Illuga, til Íslands eftir 25 ára fjarveru. „Við höfum fengið mjög skemmtileg og jákvæð viðbrögð að utan,“ segir Ragnhildur. „Að hún sé sýnd á vefnum er líka svo- lítið skemmtilegt af því að ég og Illugi unnum myndina í gegnum netið, ég var á Íslandi og hann í Bandaríkjunum,“ útskýrir hún. „Svo er þetta í raun tónlistarheim- ildarmynd, það er tal og tónlist í gangi allan tímann, svo það á mjög vel við að sýna hana á síðunni.“ Hún áformar að sýna myndina á heimaslóðum í Oakland líka, en segir framtíðina svo óráðna. „Við erum að vinna í dreifingar- og markaðsmálum,“ segir Ragnhild- ur. Myndina má sjá á slóðinni www. mtv.dk undir „konkurrencer“. - sun Dj Platurn á vefsíðu MTV ÁNÆGÐ MEÐ VIÐTÖKUR From Oakland To Iceland er í sýningu á síðu skandina- vísku MTV-stöðvarinnar. > Vissir þú Leikkonan Christina Applegate greindist með brjóstakrabbamein fyrir stuttu. Nú segir leikkonan að búið sé að fjarlægja meinið og hún sé við að ná fullri heilsu á ný. Lögmál 4: Bikarinn er fullur og froðutoppurinn rís upp yfir brúnina. Þá er froðusveðjan tekin. Henni er beint frá líkamanum og strokið lárétt með 45 gráðu halla, hársbreidd yfir brúninni. Stærstu loftbólurnar hafa leitað efst í froðuna og mistakist þetta skref munu þær springa þeim afleiðingum að froðan fellur hratt. Án froðunnar er ölið varnar- laust og verður flatt á skammri stundu. Lögmál 5: Að lokum verður að tryggja að froðu- toppurinn sé af nákvæmlega réttri þykkt. Fullkomnunin felst í smáatriðunum: Í 33 cl bikar skal froðan vera nákvæmlega 3 cm. Hvorki meira né minna. Þetta samsvarar samanlagðri breidd vísifingurs og löngutangar þess sem njóta skal. folk@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.