Fréttablaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 2
2 20. ágúst 2008 MIÐVIKUDAGUR REYKJAVÍK Borgarstjóri vitnaði í minnisblað, sem hann sagði frá fjármálaskrifstofu borgarinnar, á fundi í ráðhús- inu í gær. Samkvæmt því liggja fyrir tillögur um átta prósenta niðurskurð á launakostnaði. Yfirvinnu eigi að skera niður um þriðjung að auki. Niðurskurðurinn komi helst niður á velferðarsviði og mennta- málum. Ekki náðist í Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokks í gær, en hún sagði í kvöldfréttum sjónvarps að ekki stæði til að lækka launa- kostnað um átta prósent. - kóþ Fráfarandi borgarstjóri: Segir von á nið- urskurði launa ÓLAFUR F. MAGNÚSSON Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið, 18–49 ára. Könnun Capacent í maí–júlí 2008. Fréttablaðið er með 46% meiri lestur en 24 stundir og 116% meiri lestur en Morgunblaðið Fréttablaðið stendur upp úr 33,47% 49,65% 72,34% Fréttablaðið er sem fyrr mest lesna dagblað landsins með glæsilegt forskot á samkeppnisaðila sína eins og síðasta könnun Capacent Gallup ótvírætt sýnir. Við erum auðvitað rífandi stolt af þessum góða árangri og bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið okkar þegar þeir velja auglýsingamiðil. Allt sem þú þarft... ...alla daga Gísli, þyrftirðu ekki að vera Marttveir til að geta ráðið við þetta? „Ég held ég ráði alveg við það að mæta á borgarstjórnarfundi og vera í námi einn, enda geri ég svo mar‘t einn.“ Gísli Marteinn Baldursson hefur verið gagnrýndur fyrir að sitja áfram í borgar- ráði meðan námsdvöl hans í Edinborg stendur yfir. Gárungar hafa spurt hvort hann geti verið á tveimur stöðum í einu. UTANRÍKISMÁL Trúverðugleiki Dmítríj Medvedev Rússlandsfor- seta á alþjóðavettvangi er í húfi, standi Rússar ekki við vopnahlés- samkomulagið við Georgíu. Þetta segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra um niðurstöðu bráðafundar ráðherra NATO-ríkjanna 26 í höfuðstöðvum bandalagsins í Brussel. Í vopnahléssamkomulagi Rússa og Georgíu, sem Medvedev hefur skrifaði undir, kemur fram að Rúss- ar muni draga hersveitir sínar til baka til þeirra stöðva sem þær voru í áður en átökin hófust. „Ráðherrarnir samþykktu að senda skýr skilaboð til Rússlands um að það yrði að virða vopnahlés- samkomulagið. Þar af leiðandi yrðu Rússar að flytja hersveitir sínar frá Georgíu og virða sjálfstæði og landamæri þess ríkis,“ sagði Ingi- björg. Jafnframt hefðu NATO-ráðherr- arnir ákveðið að veita Georgíu ýmsan stuðning, svo sem við að gera við hernaðarlega innviði landsins sem mjög sér á eftir áhlaup Rússa. Þá skuli stofna til sérstaks samráðsvettvangs banda- lagsins og Georgíu, en með því sé verið að fylgja eftir því sem ákveð- ið var á leiðtogafundi NATO í Búka- rest í vor. Ingibjörg sagði að einnig hefði verið rætt um áhrif átakanna á tengsl NATO og Rússlands. Áréttað hefði verið að NATO-Rússlands- ráðið hefði áfram mikilvægu hlut- verki að gegna. Það yrði þó ekki kallað saman að sinni; það yrði „beðið aðeins átekta“ áður en það yrði reynt næst. - aa/ sjá síðu 12 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra á bráðafundi NATO um Georgíumál: Trúverðugleiki Medvedevs í húfi TENGSL EFLD Utanríkisráðherra segir að NATO muni efla tengsl sín við Georgíu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LÖGREGLUMÁL Maður um tvítugt brást ókvæða við, þegar draga átti bíl hans í burtu í Keflavík í fyrra kvöld, og sló dráttar bíl- stjórann bylmingshögg í andlitið. Bílnum hafði verið lagt ólöglega og var það mat lögreglu að hann skapaði hættu. Lögregla óskaði því eftir því að hann yrði fjarlægður. Bílstjórinn missti meðvitund og þurfti að flytja hann á gjörgæslu deild Land spít- alans í Fossvogi eftir árásina. Árásarmaðurinn var yfir heyrður og á von á kæru. Bílstjórinn hlaut slæman heila hristing og gekkst undir rannsóknir í gær. - sh Á kæru yfir höfði sér: Kýldi dráttar bíl- stjóra kaldan FÓLK Phenporn Theehakde var aðeins tvítug þegar hún kom fyrst til Íslands frá heimalandi sínu Taílandi. Hún lagði í langferðina svo hún gæti aðstoðað ættingja sína heima fyrir. Hana grunaði ekki að áður en hún myndi ná þrítugu yrði hún enn hér á landi, þremur börnum og 65 milljónum króna ríkari, en hún og maður hennar unnu einn stærsta Lottóvinning sem dreginn hefur verið út hér á landi. Phenporn segist aldrei hafa haldið að það væri erfitt að fara að heiman svona ung og til fjarlægs lands. Hún hafi einfaldlega hugsað með sér að hún væri heppin að fá nóg að vinna svo hún gæti aðstoðað fjölskyldu sína í heimalandinu. Fimm árum eftir komuna hitti hún jafnaldra sinn Jakkapong Srichakan í fyrirtækinu Matfugli í Mosfellsbæ. Þau felldu saman hugi og árið 2004 eignuðust þau lítinn dreng sem þau nefndu Sirawich Árna. Árið 2006 bættist Natthan Ragnar svo í hópinn og í fyrra fæddist þeim hjónum lítil stúlka sem þau nefndu Pakka Jira Kristínu. Phenporn starfar enn hjá Matfugli en Jakkapong vinnur hjá Myllunni. Saman búa þau svo í Rjúpufelli í Breiðholti og una hag sínum vel. „Við erum samt ung með þrjú börn og eigum stóra fjölskyldu og nóg hægt að gera við peningana,“ segir Phenporn og hlær þegar hún er spurð hvort peningarnir komi sér vel. Hún segir það þó ekki koma til greina að hætta að vinna og fara að láta eins og fín frú en sumir sam- starfsfélaga þeirra furðuðu sig á því að þau mættu beint til vinnu daginn eftir að hafa fengið vinning- inn. „Nei aldrei, ég vil vinna og nenni ekki að vera heima,“ segir hún þótt það sé gott að vita að ef til vill þurfi þau ekki að stunda fleiri en eina vinnu eins og þau hafa jafnan gert. Þá þykir henni gott að vita að börn þeirra geti sótt sér þá menntun sem þau kjósi þar sem nægir peningar ættu að vera til að standa straum af því. Börnin þrjú eru hjá ættingjum í Taílandi þar sem þau Jakkapong vinna svo langan vinnudag og ekki er hlaupið að því að fá gæslu fyrir svo ung börn hér á landi. Phenporn segir að öll fjölskylda Jakkapongs sé búsett á Íslandi. Ef til vill takist henni að fá foreldra sína hingað til lands síðar auk barnanna. Það liggi þó ekkert á enda geti þau Jakkapong nú lokið við smíði húss á Taílandi en þau vilja bæði geta átt aðsetur hér á landi og þar. Mikill gestagangur var hjá ungu fjölskyldunni í Fellunum þegar Fréttablaðið ræddi við þau í gær og sagði Phenporn að fjölskyldunni hefði ávallt fylgt mikil lukka á Íslandi, bæði væru þau vinamörg og vel sett. karen@frettabladid.is Vilja að ástvinir njóti vinningsins Þegar Phenporn lagði af stað frá Taílandi til Íslands var hún aðeins tvítug. Hún segist aldrei hafa hugsað að hér væri erfitt, lánið hafi elt hana. 65 milljóna króna Lottóvinningur sé þó mjög góð viðbót við lukkuna. LÁNSAMIR LOTTÓVINNINGSHAFAR Þau Phenporn Theehaked og Jakkapong Srichakan fagna 65 milljón króna vinningi. Í baksýn má sjá mynd af börnunum þeirra þeim Sirawich Árna, Natthan Ragnari og Pakka Jira Kristínu en þau eru búsett á Tælandi sakir þess hve langan vinnudag foreldrarnir vinna og hve erfitt er að fá gæslu fyrir svo ung börn hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR ALSÍR, AP Að minnsta kosti 43 manns létust og álíka margir slösuðust þegar bifreið með sprengiefni var ekið á lögregluskóla í Alsír í gær. Þetta er mannskæðasta árásin þar í landi árum saman. Nemendur stóðu í röðum að skrá sig í nám þegar árásin var gerð. Þak skólabyggingarinnar rifnaði af að hluta og framhlið hússins hrundi að mestu. Nærliggjandi byggingar skemmdust einnig mikið. Samtök, sem kenna sig við Al Kaída, hafa lýst ábyrgð á mörgum sprengjuárásum í landinu síðustu árin, en í gær hafði ekki borist til- kynning frá þeim. Flestar þessar árásir hafa beinst gegn lögreglu og her landsins, en sumar gegn útlend- ingum. Í desember síðastliðnum urðu tvær sjálfsvígsárásir í Algeirsborg 41 manni að bana. Meðal þeirra voru 17 starfsmenn Sameinuðu þjóðanna. Í apríl árið 2007 létu 33 manns lífið samtals í nokkrum árásum, sem gerðar voru samtímis á lögreglustöð og stjórnarbygg- ingu í Algeirsborg. Al Kaída-samtökin í norðan- verðri Afríku nefndu sig áður GSPC og urðu til upp úr uppreisn á síðasta áratug, sem kostaði allt að 200 þúsund manns lífið. Mannfall minnkaði mjög á fyrstu árum þess- arar aldar, en árásum hefur fjölgað á ný síðan 2006, þegar GSPC lýstu yfir aðild sinni að Al Kaída. - gb Sjálfsmorðsárás í Alsír kostar nærri 50 manns lífið: Árás á nýnema í lögregluskóla LÖGREGLUMAÐUR Á VETTVANGI Hátt í fimmtíu manns létust í sprengjuárás í bænum Les Issers, sem er um 60 kílómetra austan við Algeirsborg. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BJÖRGUN Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út rétt fyrir klukkan 20 í gærkvöldi til að aðstoða fjallgöngumann í Esjunni. Maðurinn hafði villst í þoku og hringdi sjálfur eftir hjálp. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var maðurinn vel útbúinn og aldrei í hættu. Hann brást hárrétt við aðstæðum með því að hringja eftir aðstoð og bíða eftir björgunarsveitinni. Vel viðraði til fjallgöngu í blíðviðrinu í gær en þegar leið á daginn myndaðist þokuhattur á Esjunni og gerði mönnum erfitt fyrir. Ekki er þó vitað til að aðrir hafi lent í vandræðum. Björgunarsveitarmenn höfðu ekki náð til mannsins þegar Fréttablaðið fór í prentun en voru í símasambandi við hann. - kóp Fjallgöngumaður í vanda: Maður villtist í þoku á Esjunni SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.