Fréttablaðið - 24.08.2008, Page 57

Fréttablaðið - 24.08.2008, Page 57
Uppli að okkar hætti Restaurant - Bar Vesturgötu 3b 101 Reykjavík Sími 551-2344 www.tapas.is Starfsmannaveislur Afmæli & Hópar Árshátíðir 7 spennandi Tapas réttir Léttur fordrykkur eftirréttur á 4.390,- S. 440-1800 www.kælitækni.is Okkar þekking nýtist þér ... Blandarinn sem allir eru að tala um! Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er Hnoðar deig Býr til heita súpu og ís Hraðastillir Lífstíðareign! y g ÁRVISS ÁBÆTIR 100 g íslenskt smjör, brætt 100 g kókosmjöl 1 1/2 dl spelt (fínmalað) 1 dl sykur 3 dl bláber Allt hrært saman að frátöldum berjunum sem sett eru ofan á deigið. Hluta af deiginu þrýst innan í bökuform (eða eldfast mót) og einnig aðeins upp á barmana. Bláberjunum stráð yfir og örlitlum sykri; restinni af deiginu er síðan dreift yfir eða deigið skorið í ræmur og raðað í mynstur ofan á bökuna. Bakað í 20 mínútur við 200 gráðu hita. Borið fram með þeyttum rjóma eða ís. BLÁBERJABAKA Þetta er gömul og góð upp-skrift sem ég hef sniðið að eigin smekk,“ segir Guðfinna Rósantsdóttir um bláberjabökuna sem hún bakaði. Hún segir upp- skriftina einstaklega einfalda og fljótlega en það tekur aðeins fimm mínútur að hræra í deigið. Í kökunni eru bláber sem Guðfinna tíndi sjálf. „Það er líka hægt að nota rabarbara eða jarðarber.“ Berin í bökuna koma úr Skorra- dal þar sem Guðfinna á sumar- bústað. „Þar er voðalega mikið bæði af krækiberjum og bláberj- um en ég tíni þó yfirleitt bara blá- berin,“ segir Guðfinna sem finnst íslensku berin miklu betri en þau útlensku. „Þau eru rosalega ólík, ekki nærri því eins sæt.“ Guðfinna starfar sem ræstinga- stjóri en er mikil áhugamanneskja um matseld. „Mér finnst voðalega gaman að bústanga, eins og sagt er. Ég elda þó meira en ég baka, ég baka oft brauð og bollur og þess háttar, en ég baka ekki mikið af kökum. Mér finnst helst gaman að elda eitthvað sem ég þarf að hafa einstaklega mikið fyrir,“ segir hún hlæjandi. „Ég elda sjaldnast eftir uppskrift og ef ég fer eftir upp- skriftinni þá breyti ég henni allt- af.“ Guðfinna kveðst vera dugleg að halda matarboð og sér að mestu leyti um eldamennskuna á heimil- inu. „Ég fæ nú einstaka sinnum aðstoð frá bóndanum en stærsta hlutann geri ég.“ - mþþ Guðfinna Rósantsdóttir er mikil áhugamanneskja um matseld og vill helst hafa réttina sem allra flóknasta. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Fyrst þegar ég fékk uppskriftina var venjulegt hveiti í bökunni en núna nota ég spelt í hana,“ segir Guðfinna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Nýtur þess að hafa fyrir eldamennskunni Guðfinna Rósantsdóttir er áhugakona um matseld og fer sjaldnast eftir uppskrift- um. Hún eldaði gómsæta bláberjaböku sem tekur aðeins 25 mínútur að fullgera. E Í berjamó

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.