Fréttablaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 6
6 26. ágúst 2008 ÞRIÐJUDAGUR Miele þvottavél verð frá kr.: 109.995 Sportlínan frá Miele Hreinn sparnaður A B Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur VERSLUN Tilraunir Ferskra kjöt- vara og Aðfanga, dótturfyrirtækja Haga, til innflutnings á lambakjöti frá Nýja-Sjálandi, Írlandi og Spáni hafa steytt á synjunum eða drætti á afgreiðslu innflutningsumsókna hjá sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytinu. Fyrirtækin sóttu í febrúar á síð- asta ári um leyfi til innflutnings á tæplega hundrað kílóum af lamba- kjöti frá Nýja-Sjálandi. „Því var hafnað vegna tæknilegra mistaka við umsóknina. Eftir leiðréttingu sóttum við um aftur og fengum eftir þrjá mánuði jákvæða umsögn Landbúnaðarstofnunar við inn- flutningi,“ segir Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri Ferskra kjöt- vara. „Landbúnaðarráðherra, sem þá var Guðni Ágústsson, hafnaði samt innflutningnum og vildi að gerð yrði sérstök úttekt á landbún- aðinum á Nýja-Sjálandi áður en innflutningur lambs yrði heimilað- ur. Nýja-Sjáland er stærsta útflutn- ingsland lambakjöts í heiminum.“ Fyrirtækin kvörtuðu til umboðs- manns Alþingis vegna málsins. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn umboðsmanns um málið kemur fram að fyrirhugaðar séu viðræð- ur við Nýsjálendinga um gerð tví- hliða samnings um viðskipti með lambakjöt. Fyrirtækin sóttu í ágúst 2007 um innflutning á lambakjöti frá Írlandi og í október 2007 um inn- flutning á kindakjöti frá Spáni. Umsóknirnar hafa ekki enn verið afgreiddar. Þau hafa kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna dráttarins. Leifur segir að almennt séu umsóknir um innflutning kjöts afgreiddar á örfáum vikum. „Ég skil ekki af hverju maður fær alltaf svör strax við innflutningi á svína- og nautakjöti, en ekki á lambakjöti,“ segir hann. Segist hann velta fyrir sér hvort pólitísk- ur vilji standi gegn innflutningi lambakjöts. Landbúnaðarráðuneytið hefur síðari ár auglýst tollkvóta á inn- flutningi landbúnaðarvarnings í samræmi við alþjóðlegar skuld- bindingar Íslands. Tollkvótinn felur í sér heimild til innflutnings á lægri tollum en almennt gerist. Ekki hefur þó verið auglýstur toll- kvóti fyrir lambakjöt og hafa fyrir- tækin kvartað af þeim sökum til umboðsmanns Alþingis. Ráðuneyt- ið segir óvíst hvenær lambakjöt- stollkvóti verði boðinn út. Það hafi ekki verið gert því hingað til hafi ekki verið áhugi fyrir innflutningi lambakjöts. gunnlaugurh@frettabladid.is Innflutt lambakjöt steytir á ráðuneyti Umsóknum fyrirtækjanna Aðfanga og Ferskra kjötvara um innflutning lamba- kjöts hefur ýmist verið synjað eða þær beðið afgreiðslu mánuðum saman í sjáv- ar útvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Málið á borði umboðsmanns Alþingis. LAMBAKJÖT Ferskum kjötvörum og Aðföngum hefur gengið erfiðlega að fá leyfi til innflutnings á lambakjöti. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LEIFUR ÞÓRSSON FRÉTTABLAÐIÐ/INGÓLFUR ARNARSON Blá en ekki gul íþróttahús Íþróttamannvirki á Jaðarsbökkum á Akranesi verða blá að lit samkvæmt ákvörðun byggðarráðs og þar með í samræmi við eina af tillögum arkitekts. Einn bæjafulltrúinn lét bóka að hann teldi að mannvirkin ættu að vera gul. Það er litur Íþróttabandalags Akraness. AKRANES Bílvelta við Hellu Ökumaður og farþegi jeppabifreiðar voru fluttir á slysadeild Landspítalans í Reykjavík eftir bílveltu við Hellu í fyrrinótt. Meiðsl þeirra reyndust ekki alvarleg en bílstjórinn skarst nokkuð við veltuna. Tveir aðrir farþegar voru í bílnum og sluppu þeir án teljandi meiðsla. LÖGREGLUFRÉTTIR UMHVERFISMÁL Fimmtungur sorphirðu frá íbúðar- húsum í Reykjavík verður einkavæddur samkvæmt tillögu sem meirihlutinn í borgarstjórn lagði fram í síðustu viku. Bjóða á út sorphirðu í ákveðnum hverfum til reynslu í þrjú ár. Frekari ákvarðanir um útboð verði teknar að þeim tíma liðnum. „Það hefur verið mjög mikil sátt um sorphirðu í Reykjavík,“ segir Þorleifur Gunnlaugsson, borgar- fulltrúi Vinstri grænna, sem sæti á í umhverfis- og samgönguráði. Hann segir þjónustukannanir sýna að Reykvíking- ar séu mjög ánægðir með þjónustuna. „Þetta er grunnþjónusta sem er lífsnauðsynleg fyrir borgar- samfélagið.“ Hann óttast fákeppni og segir aðeins tvo einkaaðila sinna sorphirðumálum á suðvesturhorninu, sem sé ekki sérlega gott umhverfi fyrir útboð. Þá segir hann starfsaldur starfsmanna mjög langan og nefnir sem dæmi tvo starfsmenn sem starfað hafa í yfir 50 ár við sorphirðu. „Þarna myndi missa vinnuna fólk sem yrði mjög mikil eftirsjá að.“ Þorleifur segir rök meirihlutans fyrir útboðinu vera óstaðfestar fregnir af því að það sé hugsanlega tíu prósenta lægri kostnaður af sorphirðu í Kópavogi. „Það er ekki hægt að minnka kostnaðinn öðruvísi en að ganga á starfsfólkið. Það held ég að sé verið að gera í þessum nágrannasveitarfélögum og það er nokkuð sem ég vil ekki sjá.“ - ovd Meirihluti borgarstjórnar stefnir á útboð sorphirðu frá íbúðarhúsum í Reykjavík: Lífsnauðsynleg grunnþjónusta RUSL Í REYKJAVÍK Meðalstarfsaldur starfsmanna sorphirðu Reykjavíkur er 12 ár. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA VÍSINDI Koma á á fót Kötlusetri í Mýrdalshreppi. Samkvæmt tillögu sem sveitarstjórnin samþykkti samhljóða verður setrið sjálfs- eignarstofnun með það að meginmarkmiði að stunda rannsóknir á eldfjallinu Kötlu og áhrifum Kötlugosa á mannlíf og náttúrufar. Þá er Kötlusetrinu sömuleiðis ætlað hlutverk á sviði land- og ferðamálafræða og á sviði menningarmála. Leita á eftir samstarfi við þá aðila sem kunna að hafa áhuga á málinu. - gar Nýtt fræðasetur í Mýrdalnum: Rannsaka Kötlu og áhrif eldgosa Ert þú sátt(ur) við silfrið? Já 93,6% Nei 6,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Vilt þú virkja Bitru á Hellis- heiði? Segðu skoðun þína á vísir.is LÖGREGLUMÁL Tveir karlmenn milli tvítugs og þrítugs voru í gær fluttir í fangageymslur lögregl- unnar eftir að hafa ekið inn á skólalóð við Austur- bæjarskóla og viðhaft þar glæfraakstur. Hópur barna var á skólalóðinni og mátti vel sjá á myndum sem tökumaður mbl.is náði að ökuníðingurinn ók ítrekað mjög nálægt börnunum með afar glæfraleg- um hætti. Kristján Ó. Guðnason, yfirmaður umferð- ardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segist vart muna eftir öðru eins háttarlagi og að ströng viðurlög væru við slíku framferði. Ökumaður bílsins er grunaður um brot á umferð- arlögum, svo sem að hafa ekki sýnt nægjanlega aðgát við akstur, hraðakstur og akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá er hann grunaður um að hafa með akstrinum gerst sekur um brot gegn hegningar- lögum með því að stefna lífi eða heilsu annarra í háska. Hann er einnig grunaður um vörslu fíkniefna. Bifreið ökumannsins var haldlögð af lögreglu og bíður skoðunar með tilliti til öryggisbúnaðar hennar. Ákvörðun verður tekin síðar um hvort krafist verður upptöku á henni. - kdk Ökuníðingar handteknir eftir ofsaakstur innan um börn við Austurbæjarskóla: Grunaður um fíkniefnaakstur OFSAAKSTUR Á SKÓLALÓÐ Ef eitthvað hefði farið úrskeiðis við glæfraakstur ökumannsins hefði geta farið mjög illa. MYND/MBL.IS KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.