Fréttablaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 42
26 26. ágúst 2008 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is Topplið Keflavíkur var talsvert frá sínu besta þegar það gerði jafntefli, 2-2, gegn KR en hefði með smá heppni getað tekið öll stigin. FH náði ekki að nýta sér mistök Keflavíkur og var í raun heppið að ná 3-3 jafntefli gegn Fjölni eftir að Fjölnir hafði leitt leikinn 3-0. Íslandsmeistarar Vals náðu hins vegar að setja meiri pressu á toppliðin með 0-2 sigri gegn Blikum sem höfðu ekki tapað leik í rúma tvo mánuði. Fram hélt áfram að vinna sig upp stigatöfluna með því að leggja Grindavík að velli 0-2 og er sem fyrr með besta varnarlið deildarinnar en liðið hefur aðeins fengið á sig fjórtán mörk í sautján leikjum. Það var fátt um fína drætti hjá Þrótti og Fylki sem skildu jöfn, 0-0, en bæði lið geta svo sem verið sátt með mikilvægt stig í botnbaráttunni. Það var sannkallaður fallslagur þegar ÍA og HK mættust upp á Skaga þar sem gestirnir hirtu öll stigin með 1-2 sigri. HK-ingar unnu þar með sinn annan leik í röð og eygja enn von um að halda sér í deildinni. Staðan hjá ÍA er hins vegar orðin svört og fátt sem virðist geta komið í veg fyrir fallið. 17. UMFERÐ LANDSBANKADEILDAR KARLA: SKAGAMENN SVO GOTT SEM FALLNIR Valsmenn ekki sagt sitt síðasta TÖLURNAR TALA Flest skot: 20, KR Flest skot á mark: 10, KR Fæst skot: 8, Breiðablik Hæsta með.ein.: 6,5 Fjölnir Lægsta meðaleink.: 4,7 Grindav. Grófasta liðið: 19 brot, ÍA Prúðasta liðið: 7 brot, Fram Flestir áhorf.: KR-Keflavík, 1.873 Fæstir áhorf.: Grindav.-Fram, 560 Áhorfendur alls: 5.717 > Besti dómarinn: Kristinn Jakobsson fékk hæstu einkun Fréttablaðsins fyrir 17. umferð Landsbankadeildarinnar eða 8. Kristinn dæmdi leik Breiðabliks og Vals á Kópavogsvelli og leysti verkefnið með sóma. >Atvik umferðarinnar Jöfnunarmörkin tvö í uppbótartíma sem settu svip sinn á toppbaráttuna. Davíð Þór Viðarsson tryggði FH eitt stig gegn Fjölni og Keflvíkingar misstu unninn leik niður í jafn- tefli með sjálfsmarki Kenneths Gustafssonar. >Ummæli umferðarinnar „Fyrst við töpum þessum leik á heimavelli gegn HK þá eigum við einfaldlega ekki skilið að vera í þessarri deild. Við þurfum á kraftaverki að halda,“ sagði von- svikinn Arnar Gunnlaugsson, spilandi þjálfari botnliðs ÍA, eftir slæmt tap gegn HK á Skaganum. Auðun Helgason (6) Ólafur Páll Snorrason (2) Rene Carlsen Finnur Ólafsson Iddi Alkhag (2) Aaron Palomares (3) Guðmundur Sævarsson Atli Guðnason Halldór H. Jónsson Sigurbjörn Hreiðarsson Ómar Jóhannsson (3) FÓTBOLTI Íslandsmeistarar Vals settu enn meiri spennu í topp- baráttuna með útisigri sínum gegn Breiðabliki á meðan Keflavík og FH töpuðu stigum gegn KR og Fjölni. Allt virðist því stefna í gríðarlega spennandi þriggja hesta kapphlaup um Íslandsmeist- aratitilinn þegar aðeins fimm umferðir eru til stefnu. „Leikurinn gegn Breiðabliki var með þeim betri hjá okkur í sumar og það var í raun og veru ekkert um annað að ræða en að mæta tilbúnir í þann leik eftir vonbrigðin á móti HK í leiknum þar á undan. Tapið á móti HK var því ekkert rothögg heldur bara hægri stunga sem sló okkur ekki út af laginu og fékk okkur ekki til þess að missa sjónar á mark- miðum okkar í sumar,“ segir Sigurbjörn. Miklar hræringar Valsmenn misstu tvo lykil- menn á miðju sumri þegar Pálmi Rafn Pálmason og Birk- ir Már Sævarsson voru seldir til Noregs og það varð vissulega skarð fyrir skildi en aðrir leik- menn eru búnir að standa upp í staðinn og Val hefur varla fatast flugið síðan þá. „Við vissum það svo sem fyrir tíma- bilið að leikmanna- hópurinn væri gríð- arlega sterkur og að við ættum í raun tvo álíka góða leik- menn í hverri stöðu. Það má því kannski segja að þrátt fyrir að við misstum Pálma og Birki, sem eru báðir landsliðsmenn, vorum við vel búnir undir það vegna sterkrar breiddar á leik- mannahópnum og vorum líklega eitt af fáum liðum í deildinni sem myndu þola svona hræringar. Við höfum svo verið að undirstrika þessa breidd á undanförnum vikum og mánuðum,“ segir Sigur- björn. Lítið í umræðunni Valsmenn byrjuðu tímabilið illa og töpuðu fjórum af fyrstu átta leikjum sínum í deildinni en töp- uðu svo ekki leik í deildinni í tæpa tvo mánuði og unnu sig hægt og rólega upp stigatöfluna. „Það hefur lítið verið talað um okkur í sumar og menn voru í raun búnir að afskrifa Val eftir slaka byrjun liðsins í upphafi móts. En við gáfumst aldrei upp og náðum svona hljóðlátu skriði og staðan í deildinni í dag sýnir bara að það hefur enginn efni á að afskrifa Val, né önnur lið í deildinni ef því er að skipta,“ segir Sigurbjörn. Mikið eftir af mótinu „Það er fullt eftir af mótinu og mikið af innbyrðisviðureignum í topphluta deildarinnar sem geta farið á alla vegu og þetta verður ekki búið fyrr en eftir loka- umferðina. Ég er sannfærður um að við Valsmenn getum enn náð markmiðum okkar fyrir sumarið en það eru gríðarlega spennandi og erfiðir leikir fram undan,“ segir Sigurbjörn. Valsmenn eiga botnlið ÍA í næsta leik en Hlíðarendapiltum hefur gengið illa gegn liðunum í fallsætunum í sumar og tapað báðum leikjum sínum gegn HK og einungis náð jafntefli gegn ÍA. „Við þurfum auðvitað að vera tilbúnir í alla þá leiki sem við förum í því annars tapar maður, svo einfalt er það. Tapleikirnir á móti HK voru bara þannig að þeir voru að spila frábæran fótbolta og náðu toppleikjum á móti okkur, sama þótt staða þeirra í deildinni væri ekki góð. Þetta sýnir auðvit- að hversu jöfn deildin er orðin; þó svo að það vanti stöðugleika hjá sumum liðum geta allir unnið alla.“ omar@frettabladid.is Enginn hefur efni á að afskrifa Val Valsarinn Sigurbjörn Hreiðarsson fór fyrir sínum mönnum í 0-2 sigri gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli þar sem hann lagði upp fyrra markið og skoraði sjálfur það seinna og er fyrir vikið leikmaður 17. umferðar Landsbankadeildarinnar hjá Fréttablaðinu. Sigurbjörn telur Val enn geta náð markmiðum sínum í sumar. ENN ER VON Sigurbjörn segir að ómögu- legt sé að segja til um hverjir verði Íslandsmeistarar en Valur sé þar vissu- lega með í baráttunni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HÖRÐ BARÁTTA FRAM UNDAN Sigurbjörn og félagar í Val hafa ekki sagt sitt síðasta í toppbaráttu Landsbankadeildarinnar. Hér er Sigur- björn í leik gegn toppliði Keflavíkur fyrr í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN KÖRFUBOLTI A-landslið kvenna í körfubolta hefur leik í B-deild Evrópukeppninnar á morg- un þegar liðið mætir Sviss að Ásvöllum. Und- irbúningur íslenska liðsins hefur sjaldan eða aldrei verið betri og því er mikil tilhlökkun innan hópsins að takast á við komandi verk- efni. „Landsliðshópurinn er búinn að vera að æfa vel í allt sumar fyrir Evrópukeppnina. Stjórn KKÍ, kvennalandsliðsnefnd, stelpurnar sjálf- ar og þjálfararnir hafa lagt mikið á sig og sameinast um að gera hlutina eins og best verður á kosið í undirbúningi liðsins og það skilar sér vonandi inni á vellinum,“ segir Ágúst Björgvinsson, þjálfari liðsins. Íslenska liðið leikur í riðli með Sviss, Hol- landi, Slóveníu, Írlandi og Svartfjallalandi og segja má að fyrri umferð fari fram nú í haust og seinni umferð haustið 2009. Ágúst hefur ákveðin markmið í huga upp á framhaldið að gera. „Ég skrifaði undir fjögurra ára samning við KKÍ á sínum tíma og setti mér þau markmið að ná að byggja upp lið á þessum fjórum árum og ég hef því reynt að hafa leikmannahópinn stóran til þess að auka samkeppni innan liðsins. Liðið er frekar reynslulítið en lék fyrir skömmu á Norðurlandamóti og fékk þá kjörið tækifæri til þess að slípa sig saman og ég var í raun og veru mjög ánægður með allt í sam- bandi við það mót, að úrslitunum undanskild- um. Það er alls ekki auðvelt að fara í gegnum mót án þess að vinna en ég sá það að andinn í hópnum er sterkur og stelpurnar gáfust ekk- ert upp og horfa bara fram á veginn. Evrópu- keppnin er náttúrulega tveggja ára dæmi og okkar markmið fyrir fyrra árið er í raun að koma okkur í þá stöðu að við eigum möguleika á því að vinna okkur upp um deild haustið 2009,“ segir Ágúst. Signý Hermannsdóttir, fyrirliði liðsins, er spennt fyrir leikinn gegn Sviss. „Það er mikil samstaða og góður mórall innan hópsins og við erum allar búnar að leggja mikið á okkur í sumar og vonandi skil- ar það sér. Ég hef aldrei spilað við Svisslend- inga og við vitum í raun og veru ekki mikið um þær, en það verður spennandi að sjá hvern- ig þær mæta til leiks. Við stefnum alla vega á sigur og ekkert annað,“ segir Signý ákveðin. Stuðningur áhorfenda er mikilvægur og fólk er því hvatt til þess að fjölmenna á leik- inn og styðja stelpurnar, en leikurinn fer sem segir fram að Ásvöllum og hefst kl. 19.15 á morgun miðvikudag. - óþ Mikill hugur er í kvennalandsliði Íslands í körfubolta fyrir B-deild Evrópukeppninnar sem hefst á morgun: Hópurinn búinn að æfa vel í allt sumar HRESS Það var létt yfir þjálfaranum Ágústi Björgvinssyni og fyrirliðanum Signýju Hermannsdóttir á kynningar- fundi kvennalandsliðsins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA FÓTBOLTI Heil umferð fer fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld kl. 18.00 þar sem leikur Íslands- meistara Vals og Breiðabliks á Vodafone-vellinum ber hæst. Topplið Vals tapaði sínum fyrsta deildarleik í rúm tvö ár í síðustu umferð gegn KR en Breiðablik hefur nú unnið átta leiki í röð í deildinni eða síðan liðið tapaði 1-2 gegn Val á Kópavogsvelli um miðjan júní. KR, sem er þremur stigum á eftir Val, heimsækir HK/Víking, Fjölnir mætir Keflavík, Stjarnan mætir Fylki og Afturelding ferðast til Akureyrar og mætir Þór/KA. - óÞ Landsbankadeild kvenna: Umferð í kvöld FÓTBOLTI Mark Darrens Fletcher nægði Englandsmeisturum Manchester United til sigurs gegn Portsmouth á Fratton Park í gærkvöld. Jafnræði var með liðunum framan af leik. United var þó mun meira með boltann og verðskuldaði forystuna sem liðið náði eftir rúmlega hálftíma leik. Fletcher skoraði þá af stuttu færi eftir góðan undirbúning þeirra Carlosar Tevez og Patrice Evra. United tók svo öll völd á vellinum í síðari hálfleik og þrátt fyrir að liðinu tækist ekki að bæta við marki þá var Ports mouth aldrei líklegt til þess að jafna og niðurstaðan því 0-1. Hermann Hreiðarsson var í leikmannahópi Portsmouth en kom ekki við sögu í leiknum. - óþ Enska úrvalsdeildin: Man. Utd lagði Portsmouth MARKAHRÓKUR Fletcher fagnar hér marki sínu gegn Portsmouth í gærkvöld en hann hefur skorað bæði mörk United á tímabilinu. NORDIC PHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.