Fréttablaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 28
● lh hestar8 Hólar í Hjaltadal. MYND/GUNNÞÓRA Þórir Ísólfsson á Lækjamóti og Þor- steinn Björnsson munu bætast í kennaralið hestabrautar Hólaskóla í haust. Þeir eru báðir með reið- kennararéttindi frá skólanum. Reið- kennararnir Anton Páll Níelsson og Artemisia Bertus eru bæði á förum frá Hólaskóla og munu setjast að á Suðurlandi í haust. Mikil ásókn er í hestabrautina og nemendur á fyrsta og öðru ári verða á sjötta tug í vetur. Inntökupróf í reiðkennaradeild fara fram innan skamms. Þessa dagana eru kennarar skólans að undirbúa sig fyrir veturinn. Á hverju hausti fara fram svokallaðir þróunar dagar þar sem kennarar prófa nýjar tamn- inga- og þjálfunaraðferðir og bera saman bækur sínar. Nýir kennarar í Hólaskóla Illingur frá Tóftum varð í öðru sæti í A- flokki á LM2008. Knapi Daníel Jónsson. MYND/JENS EINARSSON Mjög gott samræmi var í gæðinga- dómum á LM2008 eftir því sem fram kemur í skýrslu eftirlitsdóm- ara mótsins. Skýrslan er nú til skoð- unar hjá Dómara félagi Landssam- bands hestamanna félaga. Lárus Hannesson, eftirlitsdómari á LM008, segir að niðurstaða skýrsl- unnar sé mjög jákvæð fyrir dómara mótsins. Samræmið hafi og batn- að alla mótsdagana, enda hafi mikil samræmingarvinna farið fram á mótinu. „Við héldum tvo fundi á dag, einn áður en dómar hófust að morgni og annan í lok hvers dags. Þetta skilaði góðum árangri. Fljótt á litið sýnist mér að samræmið nú sé enn þá betra en á LM2006, þótt það hafi verið gott þá,“ segir Lárus. Í lok skýrslunnar er samantekt frá Lárusi þar sem hann veltir upp ýmsum atriðum sem taka mætti til endurskoðunar að hans mati. Má þar nefna kröfur um hve mikið hesti má fatast á gang tegund án þess að vera refsað í einkunn, reglur um járning- ar og staðsetningu dómara, svo eitt- hvað sé nefnt. Gott samræmi gæðingadóma – leiðin að betri liðan – Í Back on Track vörulínunni er að finna vörur fyrir hesta, hunda og manneskjur. Pantanir i síma 694 - 2333 / 691 - 5005, á http://www.natturaogheilsa.com Dr Susanne Braun Dýralæknir, sérsvið í hestasjúkdómum og IVCA kiropraktor “Fyrirbyggjandi meðferð og einnig sem hluti af minni meðhöndlun ráðlegg ég notkun á Combi Wrap fótvafningum og ábreiðu frá Back on Track. Skynsamlegt er að setja ábreiðu, fótvafninga á hestinn 2 til 3 klukkustundum fyrir reiðtúrinn. Það örvar blóðflæði, mýkir og hitar vöðvana og minnkar spennu i sinum, sem verða mýkri.”

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.