Fréttablaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 19
„Það er orðin aukin vitund í samfélaginu um að við Íslendingar getum gert ýmislegt til að hjálpa til við aðlögun innflytjenda og til að minnka árekstra,“ segir Sólveig Jónasdóttir, verkefnastjóri fræðsludeildar Alþjóðahússins. Fræðsludeildin býður upp á ýmis námskeið og fyrirlestra tengda innflytjendum, menningarfærni og fjölmenningarlegu samfélagi. „Við erum að bjóða upp á bæði lengri og styttri námskeið fyrir ýmsa aðila. Í fyrsta lagi erum við með námskeið fyrir fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök. Við höfum til að mynda mikið farið í banka, tryggingafélög, hitaveitur, símafyrirtæki og fleiri vinnustaði þar sem þátttakendur eru meirihlutinn Íslendingar. Þar erum við að ræða um samskipti á fjölmenningarlegum vinnustöðum svo sem samskiptavandamál og smærri hindranir; um þjónustu í fjölmenningarlegu umhverfi, til dæmis hvað skiptir máli í þjónustu við innflytjendur og hvernig hægt er að komast til móts við þennan nýja viðskiptamannahóp; og síðan menningarfærni fyrir stjórnendur svo sem hvernig hægt er að skapa jákvætt andrúmsloft.“ Alþjóðahúsið býður einnig upp á fræðslu fyrir börn og unglinga. Krakkarnir eru þá fræddir um ólíka menningu og siðfræði fjölmenningar. Viðfangsefni eru meðal annars fordómar, mannréttindi og orsakir og afleiðingar fólksflutninga. „Síðan erum við með fræðslu fyrir kennara og starfsfólk skóla, félagsmiðstöðva, frístundaheimila og fleira,“ segir Sólveig en megináhersla þeirra námskeiða er að vekja þá sem starfa með börnum og unglingum til meðvitundar um eðli og tilkomu fordóma. „Fjórða tegund námskeiða er samfélagsfræðsla til útlendingsins sjálfs. Þá erum við að fjalla um þessa daglegu hluti svo sem réttindi og skyldur á vinnumarkaði, heilsugæslu, skólamál, íslenskunám, banka og svo framvegis.“ Sólveig segir eftirspurn eftir námskeiðum hjá Alþjóðahúsinu hafa aukist mikið síðustu ár. „Atvinnurekendur vilja gera þessa hluti vel og kalla okkur því til áður en upp koma erfið mál. Ég held að mesta gagnið sem við gerum sé að vekja fólk til umhugsunar. Það er mjög þarft í íslensku samfélagi í dag enda snerta þessi mál okkur öll, við eigum öll nágranna, samstarfsfélaga eða vini sem koma erlendis frá.“ mariathora@frettabladid.is Þarft í íslensku samfélagi Fræðsludeild Alþjóðahússins býður upp á ýmiss konar námskeið varðandi innflytjendur, bæði fyrir Íslendinga sem og erlent fólk, en Íslendingar geta gert ýmislegt til að hjálpa innflytjendum að aðlagast. Sólveig Jónasdóttir er verkefnastjóri fræðsludeildar Alþjóðahússins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DANS er skemmtileg og góð hreyfing fyrir fólk á öllum aldri. Nú er innritunartími dansskólanna í fullum gangi og um að gera að athuga hvað er spennandi í boði. Dansráð Íslands | Faglærðir danskennarar Borgartún 6 | 105 Reykjavík | sími 553 6645 | fax 568 3545 | dans@danskoli.is | www.dansskoli.is VIÐ BJÓÐUM UPP Í DANS Innritun og upplýsingar á í síma 553 6645 Mambó Tjútt Freestyle Break Salsa Brúðarvals Barnadansar Samkvæmisdansar Sérnámskeið fyrir hópa Hiphop Börn – Unglingar – Fullorðnir dansskoli.is eða Jazz Dansfélag Reykjavíkur Tónskóli Guðmundar Hagaseli 15 • 109 Reykjavík.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.