Fréttablaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 39
ÞRIÐJUDAGUR 26. ágúst 2008 23 Karlakórinn Fóstbræður vill bæta við sig söngmönnum í allar raddir fyrir næsta starfsár (2008-2009) sem hefst 1. september nk. Þú þarft að hafa góða söngrödd og tónheyrn. Byrjendur fá þjálfun í raddbeitingu, samhljómi og að lesa/styðjast við nótur. Nánari upplýsingar veitir formaður Fóstbræðra Smári S. Sigurðsson í síma 8633247, netfang nsn@internet.is Fóstbræður er ein elsta tónlistarstofnun landsins og hefur starfað óslitið í hart nær hundrað ár. Kórinn hefur frá upphafi flutt metnaðarfull verkefni og sem dæmi komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands í viðamiklum verkefnum. Fóstbræður hafa frumflutt ýmis stærri verk fyrir karlakóra og líka slegið á létta strengi t.d. sungið með Stuðmönnum og á sínum tíma voru 14 Fóstbræður mjög vinsælir. Fóstbræður hafa unnið til verðlauna í erlendum söngkeppnum og síðast hlaut kórinn gullverðlaun á tónlistarhátíð Musica Sacra í Pag. Í júlí sl. sungu Fóstbræður á sumarlistahátíð í Vilnius með hinni þekktu Christophers Chamber Orchestra við góðar undirtektir. Kórinn fer reglulega í söngferðir innanlands sem utan. Þá er hér tækifæri sem þú ættir að hugleiða. Langar þig til að syngja í karlakór sem hefur mikinn metnað? Jedi-riddararnir Anakin Skywal- ker og Obi-Wan Kenobi eru mættir aftur eftir atburði Star Wars: Epis- ode II - Attack of the Clones, nú þegar Jedi-reglan stendur í svo- nefndu Klónastríði við hina illu aðskilnaðarsinna. Baráttan gengur nú út á son glæpaormsins Jabba the Hut sem hefur verið rænt, en þeir sem skila honum til baka geta náð yfirhöndinni í stríðinu. Star Wars: The Clone Wars er meira langur sjónvarpsþáttur en kvikmynd, enda mun myndin hefja Clone Wars-krakkateiknimynda- þættina sem verða sýndir bráðlega í Bandaríkjunum. Sé horft á hana þannig stendur hún kannski ágæt- lega fyrir sínu, en því miður varla sem viðburður í kvikmyndahúsi. Hún stendur hinum Star Wars- myndunum að sjálfsögðu langt að baki, jafnvel því versta úr nýja þrí- leiknum, sem gat verið ansi leiði- gjarn. Gallar Episode I-III eru komnir aftur í Clone Wars og nú í nýjum hæðum; samtölin eru ein- feldningsleg og bardagarnir ein- hæfir og lausir við alla spennu. Söguþráðurinn er vita ómerkileg stríðssápa og þótt tölvuteikningin gæti komi vel út í sjónvarpi, er henni mjög ábótavant fyrir kvik- mynd. Í hlutverkum Anakins, hins væntanlega Svarthöfða, og lærif- öður hans, Obi-Wan Kenobi, eru komin nýir leikarar, en þrír nafn- togaðir leikarar snúa þó aftur frá kvikmyndunum: Samuel L. Jack- son, Christopher Lee sem illmenn- ið og Anthony Daniels sem C-3PO. Af karakterum myndarinnar koma tveir nýir til sögunnar; ungur og nokkuð óþolandi lærlingur Anak- ins og furðulega litskrúðugur frændi Jabba the Hut. Clone Wars heldur því áfram afbökun George Lucas á sínu upp- runalega sköpunarverki og það má segja að Star Wars hafi aldrei lagst svona lágt í bíó. Star Wars er orðið barnalegra en nokkurn tímann áður og það er ekki að sjá að eldri áhorfendur muni finna neitt sér til geðs í Clone Wars. Loftur Ingi Bjarnason - Topp5.is Afbökun á Star Wars KVIKMYNDIR Star Wars: The Clone Wars Leikstjóri: Dave Filoni ★★ Barnaleg afbökun á upprunalegu sköpunarverki George Lucas sem stendur jafnvel því versta úr Star Wars-myndunum langt að baki. Victoria og David Beckham lentu í bílslysi þegar þau voru á leið á flugvöllinn í Nice í Frakklandi. Hjónin eiga þar sumarhús og var David á leið til Peking þar sem hann átti að taka við ólympíu- kyndlinum fyrir hönd Englands, sem heldur næstu leika. David var undir stýri og virðist hafa misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann keyrði á vegg. Hvorugt sakaði en bíllinn skemmdist töluvert. David varð þó að skilja spúsu sína eina eftir til að ganga frá tryggingunum því hann var orðinn of seinn í flugið til Peking. Beckham- hjón í bílslysiKvikmyndin Skrapp út fær góða dóma á heima- síðu hins virta banda- ríska kvikmyndatíma- rits Variety. „Þetta er hæglát og sniðug gam- anmynd um hassreykj- andi íslenskt ljóðskáld, skrítna vini hennar og fjölskyldu. Skrapp út er lítil og skemmtileg mynd sem er uppfull af töfrandi augnablik- um,“ segir í umfjöllun tímaritsins. „Leikstjór- inn Sólveig Anspach sýnir með- fædda hæfileika fyrir hversdags- legu gríni og myndin gæti hitt í mark hjá almenningi fái hún góða dreifingu og gott umtal.“ Skrapp út hefur fengið mjög jákvæð viðbrögð síðan hún kom út fyrr í mánuð- inum. Auk góðra dóma hérlendis fékk hún á dögunum Variety Piazze Grande-verð- launin á kvikmynda- hátíðinni í Locarno í Sviss. Framleiðslu- fyrir tæki leikarans Brads Pitt hefur einn- ig lýst yfir áhuga á að gera bandaríska útgáfu af myndinni. Samkvæmt Variety hefur Sólveig Anspach í hyggju að gera tvær framhalds- myndir af Skrapp út sem kæmu í bíó eftir nokkur ár. Töfrandi augnablik SKRAPP ÚT Kvikmyndin Skrapp út fær góða dóma hjá bandaríska kvikmyndatíma- ritinu Variety. Kurt Cobain þoldi ekki Axl Rose, söngvara Guns ‘n’ Roses. Hatrið milli söngv- aranna smitaðist til eigin- kvenna þeirra. Hinn sálugi söngvari Nirvana, Kurt Cobain, og Axl Rose, söngvari Guns ‘n’ Roses, hötuðu hvor annan og gátu ekki verið í sama herbergi. Þetta kemur fram í nýrri bók eftir Danny Goldberg, sem hefur starfað lengi í tónlistarbransanum og var meðal annars varaforstjóri útgáfu- fyrirtækisins Swan Song Rec ords sem var í eigu Led Zeppelin. Bókin, sem nefnist Bumping Into Geniuses kemur í búðir í septemb- er og bíða hennar margir með mik- illi eftirvæntingu. Að sögn Goldberg reyndi Rose að hitta Cobain eftir tónleika Nir- vana en Cobain lét sig hverfa í tæka tíð. „Rose var þessi karl- mennskulega rokkhetja sem Kurt þoldi ekki,“ sagði hann. Hatrið á milli söngvaranna tveggja smitaðist til eiginkvenna þeirra, Courtney Love og Steph anie Seymour. Eftir að þær höfðu eitt sinn rifist heiftarlega sagði Rose við Cobain að hann ætti að þagga niður í Love, annars myndi hann slá hana í rot. Goldberg, sem segist hafa orðið vitni að atburðunum sem hann lýsir, bætir við að Nirvana hafi hafnað boði um að fara í tónleika- ferð með Metallica og Guns ‘n’ Roses vegna haturs Cobains á Rose. Kurt Cobain þoldi ekki Axl Rose NIRVANA Fyrrum forsprakki Nirvana hafði ekki mikið álit á Axl Rose, söngv- ara Guns´n Roses.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.