Fréttablaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 26. ágúst 2008 11 BRETLAND Breskur veitingastaður sætir nú talsverðri gagnrýni fyrir þá ákvörðun að rukka börn eftir þyngd – eitt pund á hvern „stein“ sem barnið vegur. Mælieiningin steinn er jafngildi 6,35 kílóa. Fulltrúi breska offituráðsins segir í samtali við BBC að með þessu grafi veitingastaðurinn undan sjálfsáliti þungra barna. Á vigtinni séu þau til sýnis fyrir aðra gesti, sem sé óforsvaranlegt þótt foreldrarnir spari hugsanlega nokkrar krónur. Framkvæmdastjóri staðarins segir tilraunina saklausa og til gamans gerða. Þó verði hætt við hljóðni óánægjuraddirnar ekki. - sh Tilraun leggst illa í Breta: Dýrari matur fyrir þung börn ÍRAN, AP Ali Khameini, erkiklerkur og æðsti stjórnmálaleiðtogi Írans, hvatti í gær Mahmoud Ahmadinejad forseta til að gefa kost á sér eitt kjörtímabil enn. Khameini bar mikið lof á Ahmadinejad og hrósaði honum fyrir að standa uppi í hárinu á Vesturlöndum. Þetta er í fyrsta sinn sem Khameini hefur lýst yfir svo eindregnum stuðningi við nokkurn annan íranskan stjórnmálamann. Ahmadinejad vann sigur í forsetakosningum árið 2005 og hefur jafnan neitað að láta undan kröfum Vesturlanda um að hætta auðgun úrans. - gb Khameini erkiklerkur: Eys lofi yfir Ahmadinejad MAHMOUD AHMADINEJAD Fær stuðning frá yfirboðara sínum. FERÐAÞJÓNUSTA Nesbúð, sem rekið hefur veitingastað og hótel á Nesjavöllum, vill breyta fyrrverandi starfsmannahúsi Nesjavallavirkjunar í hótel. Að auki er gert ráð fyrir nýrri viðbyggingu með allt að 32 hótelherbergjum. Til þess að áform Nesbúðar gangi eftir þarf að breyta skilgreindri landnotkun svæðis- ins í aðalskipulagi í verslunar- og þjónustusvæði. Nú þegar eru 60 hótelherbergi í Nesbúð. Sveitar- stjórn Grímsnes- og Grafnings- hrepps hefur vísað erindi fyrirtækisins til vinnu við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. - gar Gistirekstur á Nesjavöllum: Bæta við fjölda hótelherbergja NESJAVELLIR Hótel í starfsmannahúsi og nýrri viðbyggingu. VIÐSKIPTI Vanskil á undirmálslánum jukust óvænt í Bandaríkjunum í júní. Þeim sem eru meira en tvo mánuði í vanskilum með lán sem tekin voru 2006 fjölgaði um sjö prósent frá mánuðinum áður og vanskilum lána frá 2007 fjölgaði um ellefu prósent. Þá hafa veðköll á töpuð undirmálslán gefið minna af sér. Þetta kom fram í tölum sem birtar voru á föstudag. Þá virðast tilraunir stjórnvalda og fjármálastofnana til að bjarga lántakendum með undirmálslán á breytilegum vöxtum frá greiðsluþroti ekki hafa borið tilætlaðan árangur. Samkvæmt samantekt Moody‘s hefur um helmingur þeirra sem fengu aðstoð endað í veðköllum. Sérfræðingar hafa til þessa talið að hið versta væri afstaðið í undirmálslána- kreppunni, en þessar tölur benda til þess að svo sé ekki. Þá hafa greiningardeildir í Bandaríkjunum vaxandi áhyggjur af svokölluðum „Alt-A“-fasteignalánum, jaðarlánum, flokki fasteignalána sem hefur verið talinn öruggari en undirmálslán. Vanskil á þriggja ára gömlum lánum í þeim flokki jukust um 29 prósent í júní. Samkvæmt tölum sem Seðlabanki Bandaríkjanna birti fyrir helgi hafa vanskil á öllum tegundum lána aukist á öðrum ársfjórðungi. - msh Björgunaraðgerðir stjórnvalda og fjármálafyrirtækja vestra hafa ekki tekist: Vanskil undirmálslána aukast í Bandaríkjunum HÚSEIGNIR TIL SÖLU Um leið og vanskil í öðrum flokkum fasteignalána aukast virðist enn líf í undirmálslánakreppunni. MARKAÐURINN/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.