Fréttablaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 18
Gísli Páll Pálsson, framkvæmdastjóri dvalar- heimilisins Áss og skipuleggjandi námskeiðsins, kynntist minnisþjálfurum, Dönu Steinovu og Monicu Lindenberg-Keiser, og aðferðum þeirra í gegnum evr- ópsk öldrunarsamtök. „Annar þjálfarinn kom í fyrra og hélt styttra námskeið til að kynna hugmyndina fyrir okkur Íslendingum og einstaklingum sem vinna á dvalar- og hjúkrunarheimilum,“ segir Gísli Páll. „Það sem heillaði mig við námskeiðið er að sjálfs- traust eldra fólks eykst við það að geta munað hluti. Minnisþjálfararnir kenna einhverja gamla aðferð sem var notuð fyrir hundruðum ára í Austur-Evrópu, þannig að þetta eru engin kjarnorkuvísindi,“ útskýrir Gísli Páll og bætir við að með aðferðinni geti fólk munað upp undir hundrað hluti. Gísli Páll segir að minnisþjálfararnir kenni fólki aðferðir við að læra meðal annars innkaupalista með allt að hundrað hlutum á. „Eins getur fólk lært hund rað aukastafi í tölunni pí. Eldra fólk sem segist geta nefnt hundrað fyrstu aukastafina í pí lætur barnabörnin alveg falla í stafi,“ segir Gísli Páll en þjálfunin færir fólkinu einnig vellíðan. „Minnisþjálfunin virkar bæði fyrir fólk sem þjáist af Alzheimer og þá sem ekki gera það,“ segir Gísli Páll og heldur áfram: „Námskeiðið er fyrst og fremst hugsað fyrir starfsfólk dvalar- og hjúkrunarheimila en ef aðrir eru áhugasamir um minnisþjálfun eru þeir líka velkomnir. Minnissérfræðingarnir hafa verið að kenna þetta um allan heim og mikill árangur hefur náðst.“ Að sögn Gísla Páls er það engin lygi að minni eldra fólks batnar til mikilla muna eftir þjálfunina og þar af leiðandi sjálfstraust og vellíðan. „Ég hef ekki sjálfur hitt fólk sem hefur farið í gegnum minnisþjálfun þannig að ég get í rauninni ekki fullyrt að þetta sé framúrskarandi en ég hef trú á því. Ég hef unnið á elli- heimili í átján ár og get ímyndað mér að ef einhver heimilismaður minn gæti talið upp alla forseta Banda- ríkjanna myndi ég virða hann enn meira,“ segir Gísli Páll brosandi. Minnisþjálfunarnámskeiðið verður haldið á elli- heimilinu Grund fyrstu fimm daga septembermánað- ar og nánari upplýsingar veitir Gísli Páll á netfanginu gisli@dvalaras.is martaf@frettabladid.is Muna hundrað aukastafi Minnisþjálfunarnámskeið er líklega eitthvað sem fáir hér á landi hafa heyrt minnst á en í næstu viku koma tveir minnisþjálfarar til landsins og kenna Íslendingum að auka minnisgetu aldraðra. Gísli Páll segir minnissérfræðingana þjálfa fólk í að muna fyrstu hundrað tölustafina í pí. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÁVEXTIR OG GRÆNMETI eru holl fæða og Lýð- heilsustöð ráðleggur fólki að borða fimm skammta á dag. Hægt er að taka heilan ávöxt, safa eða grænmetissalat. • Hjarta og æðakerfi • Kólesteról í blóði • Blóðþrýsting • Liði • Orkuflæði líkamans • Minni og andlega líðan • Námsárangur • Þroska heila og miðtaugakerfi fósturs á meðgöngu • Rakastig húðar Í fitusýrum er að finna tvo undirstöðuþætti sem eru okkur lífsnauðsynlegir á sama hátt og prótín, kolvetni, vítamín og steinefni. Omega fitusýrur byggja upp ónæmiskerfið á marga vegu og hafa jákvæð áhrif á: Udo‘s Choice fæst í apótekum og heilsubúðum Fullkomin blanda! Udo's choice 3•6•9 olíublandan er fullkomin blanda af lífsnauðsynlegum fitusýrum. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á jákvæða eiginleika þeirra fyrir heilsu okkar. Udo’s 3•6•9 olíublandan er sérvalin blanda náttúrulegra, óunninna, lífsnauðsynlegra fitusýra. e inkatímar · hóptímar hugræn teygjuleikfimi tai chi · kung fu S k e i f u n n i 3 j · S í m i 5 5 3 8 2 8 2 · w w w. h e i l s u d r e k i n n . i s heyra allt skýrt skynja allt rétt upplifa lífsins gildi Samefling gerir gæfumuninn Nýju ReSound Ziga heyrnartækin eru samefld þannig að þau skila meiru en nemur samanlagðri virkni þáttanna sem í þeim eru. Með Ziga geturðu vænst þess að heyra á notalegan og eðlilegan hátt vegna þess að þau hafa framúrskarandi hljóðgæði, eru mjög þægileg og hraðvirk og með mikla aðlögun að þörfum notandans. Fáðu ReSound Ziga til reynslu í nokkra daga, nánari upplýsingar á www.heyrn.is Byrjaðu sem fyrst að njóta sameflingar! Tímapantanir 534-9600 Í góðra vina hópi njótum við þess að ... HEYRNARÞJÓNUSTAN Heyrnarþjónustan Heyrn ehf. Hlíðasmára 11, 201 Kópavogur, sími 534 9600, heyrn@heyrn.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.