Fréttablaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 22
● lh hestar 26. ÁGÚST 2008 ÞRIÐJUDAGUR2 Málgagn Landssambands hestamannafélaga Útgefandi: Landssamband hestamannafélaga Heimilisfang: Íþróttamiðstöðin, Engjavegi 6, 104 Reykjavík Netfang: lh@isisport.is Sími: 514-4030 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jens Einarsson Netfang: jenseinars@simnet.is Sími: 862-7898 Auglýsingar: Fréttablaðið/Bjarni Þór Sigurðsson Sími: 512-5471, gsm: 822-5062 HELSTU SAMSTARFSAÐILAR LH ERU: lh hestar ÍÞRÓTT • MENNING • LÍFSSTÍLL A ð loknu Norðurlandamóti í hestaíþróttum í Noregi er við hæfi að óska liðsmönnum til hamingju með árangurinn: sjö gull, sjö silfur og fimm brons. Liðsstjóranum, Einari Öder Magnússyni, og Hinriki Bragasyni aðstoðarliðsstjóra, vil ég einnig óska til ham- ingju. Það er meira en að segja það að fara með átján manna keppnis- lið á mót sem þetta. Þar af átta unglinga og ungmenni sem þurftu að fá lánaða keppnishesta hjá frændum okkar í Skandinavíu. Norðurlandamótin skipa ákveðinn sess meðal eigenda íslenskra hesta á Norðurlöndum. Þau eru meðal annars, og ekki síst, vettvangur ungl- inga og ungmenna til að kynnast og etja kappi hvert við annað. Það var aðdáunarvert að sjá unga fólkið okkar ná svo góðum árangri, hafandi aðeins nokkra daga til að kynnast hestunum sem þau fengu að láni. Það er margt sem liðsstjórarnir þurfa að púsla saman við slíkar aðstæður. Það er ekki lítils virði að eiga í okkar röðum bestu þjálfara sem völ er á, fólk sem er tilbúið að fórna tíma sínum og orku í æskufólkið okkar. Allir gerðu sitt besta. Smá ábending hér, vingjarnleg aðfinnsla þar. Uppörv- andi bros! Það er list að byggja upp góðan liðsanda. Hann var góður hjá íslenska liðinu á NM2008. Norðulandamótin eru kjörinn vettvangur til að efla stoðir landsliðs- ins í hestaíþróttum og auka samskipti milli Norðurlandaþjóðanna. Ís- land nýtur virðingar á þeim vettvangi. Og þannig þarf það að vera. Það er mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að halda þeirri stöðu sem við höfum á keppnisvellinum. Þær þjóðir sem við keppum við eru sífellt að eflast, bæði hvað varðar reiðmennsku og hestakost. Norður- landaþjóðirnar eru þar framarlega í flokki. Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem lögðu okkur lið, bæði styrktaraðilum og þeim sem lán- uðu okkur hesta. Án þeirrar hjálpar hefði þetta ekki verið framkvæmanlegt. GÓÐ UPPSKERA Á NORÐURLANDAMÓTI Bjarnleifur Bjarnleifsson, formaður landsliðsnefndar. Samningur Landssambands hestamannafélaga og Þingvalla- nefndar um afnot hestamanna af Skógarhólum rann út á síð- astliðnu ári. Skógarhólar hafa um árabil verið einn vinsæl- asti áfangastaður hestamanna á reiðleiðum um Þingvelli. Góð gistiaðstaða er fyrir fólk og hross á svæðinu. Að- staðan, sem var byggð á vegum LH, hefur verið opin frá byrj- un maí og fram í september ár hvert. Margir eru nú uggandi um framtíð svæðisins. Harald- ur Þórarinsson, formaður LH, segir að bæði Þingvallanefnd og stjórn LH séu sammála um að áningarstaðurinn á Skógarhól- um eigi rétt á sér. Það sé aðeins spurning um hver reki hann og í hvaða formi. „Landssamband hestamanna- félaga hefur rekið aðstöðuna í Skógarhólum um langt ára- bil. Sá rekstur hefur sjaldnast staðið undir sér. Það gengur að sjálfsögðu ekki upp að gengið sé í sjóði LH til að greiða niður tap af þeim rekstri. Það liggur fyrir að hús og girðingar þarfn- ast nú verulegra endurbóta, sem kosta munu drjúgan skild- ing. Við höfum verið í viðræðum við Þingvallanefnd um framtíð Skógarhóla. Það er vilji beggja að aðstaðan þar verði rekin áfram í líkri mynd og verið hefur. Vonandi fáum við skýrar línur í þetta mál í haust,“ segir Haraldur. Framtíð Skógarhóla Áning í Skaftholtsréttum í Gnúpverja- hreppi. MYND/JENS EINARSSON Annað hvert ár stendur æsku- lýðsnefnd FEIF fyrir bikarmóti yngri flokka – FEIF Youth Cup. Aðildarlönd FEIF skiptast á að halda mótið og að þessu sinni fór það fram í Brunnadern í Sviss vikuna 12.–20. júlí. FEIF Youth Cup er eins konar heimsmeistaramót unglinga. Þátt- takendur á mótinu voru sjötíu og tveir frá tólf aðildarlöndum. Níu íslenskir unglingar tóku þátt. Mótið er öðrum þræði leik- ur, en einnig er keppt í nokkrum greinum hestaíþrótta, bæði hefð- bundnum og óhefðbundnum. Má þar nefna liðakeppni þar sem þjóðum er blandað saman. Er sú keppni blanda af víðavangshlaupi og þrautareið. Íslensku krakkarn- ir fengu lánaða hesta, enda of mik- ill kostnaður og fyrirhöfn að flytja út hesta frá Íslandi. Fyrstu daga mótsins fengu þau reiðkennslu og þjálfun hjá frá- bærum reiðkennurum og síðan tók við þriggja daga keppni. Ís- lensku keppendurnir náðu góðum árangri. Hanna Rún Ingibergs- dóttir, Sörla, vann hið eftirsótta Tölthorn eftir bráðabana við löndu sína, Ástríði Magnúsdóttur úr Stíganda. Þetta er annað skipt- ið í röð sem Tölthornið fer til Ís- lands. Rúna Helgadóttir vann það í Austur ríki 2006. AUKA TENGSL MILLI ÞJÓÐA Tilgangurinn með FEIF Youth Cup er meðal annars sá að efla tengsl milli FEIF-þjóðanna. Enginn vafi leikur á að það markmið hefur náðst. Mótið hefur verið haldið síðan 1995, og á tveggja ára fresti frá því 1996. Mótið var haldið á Íslandi árið 1998. Annað æskulýðsmót á vegum FEIF er haldið á oddaári. Það kall- ast FEIF Youth Camp og var fyrst haldið í Hollandi árið 1986 en var haldið á Íslandi árið 2005. Tilgang- urinn með Youth Camp er sá sami, að auka vinatengsl milli þjóða. Formið er dálítið annað. Meira er um leiki, fræðslu og kennslu, meðal annars í þjóðlegu hand- verki þeirrar þjóðar sem heldur mótið hverju sinni. Það er því ekki hægt að segja annað en að æsku- lýðsmál séu í góðum farvegi innan FEIF. Æskulýðsmót FEIF í Sviss Youth Cup-farar 2008. MYND/HELGA B. HELGADÓTTIR Hópur Austfirðinga fór um Suðurland á dögunum í þeim tilgangi að skoða reiðhallir. Komu þeir meðal annars við á Skeiðvöllum, Auðsholts- hjáleigu, Hvolsvelli, Vesturkoti og Árbæjarhjáleigu. Í hópnum voru stjórnarmenn Iða- valla ehf., sem stofnað var um byggingu reiðhallar á Iðavöllum á Völlum, og fulltrúar frá sveitar- félaginu Fljótsdalshéraði, Fljóts- dalshreppi og Hrossaræktarsam- tökum Austurlands. Bergur Már Hallgrímsson, stjórnarformaður Iðavalla ehf. og formaður hestamannafélagsins Freyfaxa, segir að nú sé loks farið að hilla undir að framkvæmdir hefjist. „Við fengum úthlutað 20 millj- ónum úr reiðhallarsjóði Guðna Ágústssonar á sínum tíma. Fljóts- dalshérað samþykkti þá að leggja til 20 milljónir á móti og hefur nú ákveðið að leggja til 18 milljónir til viðbótar í tengibyggingu milli reiðhallarinnar og félagsheimil- isins á Iðavöllum. Félagsheimil- ið verður því hluti af aðstöðunni. Samt sem áður þá duga þessir peningar ekki til. Okkur vantar fleiri aðila inn í félagið og meira hlutafé til að loka dæminu. Ég hef fulla trú á að það takist á næstu vikum og mánuðum og að hægt verði að auglýsa eftir tilboðum í verkið á þessu ári,“ segir Bergur. Hillir undir reiðhöll Frá verðlaunaafhendingu. Hanna Rún í 1. sæti, Ástríður Magnúsdóttir 2. sæti, Erla Katrín Jónsdóttir í 4. sæti og Stefanía Árnadóttir í 5. sæti. Frá Fjórðungsmóti Austurlands á Iðavöllum 2007. MYND/JENS EINARSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.