Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.08.2008, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 30.08.2008, Qupperneq 4
4 30. ágúst 2008 LAUGARDAGUR HOLLAND, AP Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtogi Bosníu-Serba, lýsti sig hvorki sekan né saklaus- an af ellefu ákærum um stríðsglæpi, þjóðarmorð og fleiri alvarlega glæpi, sem lagðar voru fram á hendur honum fyrir stríðsglæpa- dómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag. Hann kom fyrir dómara dómstólsins í gær til að svara ákærunum, sem honum voru kynntar í síðasta mánuði. „Dómstóllinn gefur sig ranglega út fyrir það að vera alþjóðlegur dómstóll, en er í raun dómstóll NATO sem hefur það markmið að tortíma mér,“ sagði Karadzic. Karadzic var handtekinn í Serbíu fyrir rúmum mánuði eftir að hafa verið þrettán ár í felum. - gb Radovan Karadzic: Ansar í engu ákæruliðum RADOVAN KARADZIC Björgunarsveitir aðstoða Björgunarsveitir Landsbjargar sinntu fjölmörgum beiðnum um aðstoð vegna veðurs í gær. Við Prestastíg í Grafarvogi losnaði klæðning af fjöl- býlishúsi og í Gnoðarvogi losnaði þak af húsi. Þá fauk fjöldi trampólína og sköpuðu þau nokkra hættu. LÖGREGLUFRÉTTIR LÖGREGLUMÁL Karlmaður um sextugt var handtekinn við pósthúsið á Raufarhöfn fyrr í vikunni, þegar hann hugðist sækja þangað fíkniefnasendingu. Lögreglan hafði hins vegar komist á snoðir um sendinguna sem hafði verið póstlögð á höfuðborgarsvæðinu. Þegar maðurinn ætlaði að sækja fíkniefnin gekk hann í flasið á lögreglumönnum sem handtóku hann. Í sendingunni reyndust vera sex grömm af amfetamíni. Rannsókn málsins leiddi síðan til þess að annar maður á Raufarhöfn, sem er um fimmtugt, var handtek- inn. Málið telst upplýst. - jss Handtekinn við pósthúsið: Ætlaði að sækja fíkniefnabréf Ungur ökumaður Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ökumann í Reykjanesbæ í fyrrinótt. Reyndist hann ökuréttindalaus enda einungis 16 ára gamall. Kringlunni • sími 568 1822 www.polarnopyret.is VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 20° 21° 19° 18° 19° 25° 29° 26° 28° 22° 29° 29° 28° 26° 26° 28° 32° 17° 13 16 16 12 14 12 5 5 6 13 Á MORGUN 3-8 m/s MÁNUDAGUR 3-8 m/s 13 12 13 13 12 6 5 4 6 8 8 8 14 13 13 1214 10 9 10 15 HELGIN Eftir lætin í gær tekur nú allt annað við. Vindur verður hægur um helgina en þó má búast við leifum af vindi við suðvesturhornið eitthvað fram yfi r hádegi. Þurrast og bjartast verður á norðanverðu land- inu en á morgun verður það á vest- anverðu landinu. Annars staðar mun dropa. Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur GENGIÐ 29.08.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 158,8986 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 82,7 83,1 151,23 151,97 121,75 122,43 16,323 16,419 15,332 15,422 12,895 12,971 0,7600 0,7644 129,77 130,55 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR STJÓRNMÁL Steingrímur J. Sigfús- son, formaður VG, segir að endur- skoða eigi verkaskiptinguna innan stjórnarráðsins hvað varðar efna- hags-, viðskipta- og ríkisfjármál. Skoða beri kosti þess að færa meðferð þessara málaflokka í eitt öflugt ráðuneyti. Núverandi fyrir- komulag og verkaskipting hafi ekki gefið góða raun. Kröftunum sé dreift með meintri yfirstjórn efnahagsmála í forsætisráðuneyt- inu, óljósu hlutverki fjármála- ráðuneytisins að þessu leyti og veikburða viðskiptaráðuneyti. „En auðvitað má ekki kenna árun- um ef það eru ræðararnir sem eru að bregðast,“ sagði Steingrímur í ræðu á flokksráðsfundi VG í Reykholti í gær. Steingrímur fjallaði um efna- hagsmálin og sagði þá stjórnmála- menn sem reyndu að kenna utan- aðkomandi heimskreppu um allan vandann vera að reyna að breiða yfir eigin mistök. Vandinn, sem væri að langmestu leyti heimatil- búinn, væri afleiðing mistaka og rangra ákvarðana. Nefndi hann einkum til sögunnar stóriðjustefn- una, skattalækkanir og einkavæð- ingu bankanna en einnig mistök í peninga- og gjaldeyrismálum. Þá hefði andlegi þátturinn sitt að segja. „Góðærisvaðall og græðgis- væðing sköpuðu andrúmsloft veisluhalda, flottræfilsháttar, andvaraleysis og gagnrýnis- leysis.“ Steingrímur kynnti tillögur í tíu liðum til lausnar vandanum. Styrking gjaldeyrisvaraforðans og endurskoðun verðbólgumark- miðs Seðlabankans voru þar efst á blaði en einnig frekari sveiflu- jöfnunaraðgerðir, til dæmis með myndun sveiflujöfnunarsjóðs, endurreist Þjóðhagsstofnun og leiðir til að auka sparnað. Þá telur Steingrímur mikilvægt að kort- leggja betur og fylgjast með þróun erlendra skulda, auka fjár- festingar í innviðum samfélags- ins og efla fjárhag sveitarfélaga auk þess sem endurskoða beri verkaskiptingu ráðuneyta, líkt og áður var rakið. Að lokum nefndi hann mikil- vægi þverpólitískrar og þverfag- legrar þjóðarsáttar um aðgerðir í efnahagsmálum. Lýsti hann flokk sinn reiðubúinn til samstarfs um að endurreisa íslenskan þjóðar- búskap og sækja fram á nýjan leik. „Nú þarf að hefjast handa og afstýra því að frostavetur aðgerðaleysis taki við af sumri hinnar löngu biðar,“ sagði Stein- grímur J. Sigfússon. bjorn@frettabladid.is Nýtt ráðuneyti fari með efnahagsmálin Steingrímur J. Sigfússon vill skoða kosti þess að færa efnahags-, viðskipta- og ríkisfjármál í eitt ráðuneyti. Gildandi fyrirkomulag hafi ekki gefið góða raun. Á flokksráðsfundi VG í gær kynnti hann tillögur til lausnar efnahagsvandanum. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON FORMAÐUR VG skaut föstum skotum að ráðherrum ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni í Reykholti í gær. Sagði hann að skoða bæri verkaskipt- ingu innan stjórnarráðsins en ekki mætti kenna árunum ef það væru ræðararnir sem væru að bregðast. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖGREGLUMÁL Hollenskur karlmaður á áttræðisaldri var í fyrradag úrskurðaður í áframhaldandi gæslu- varðhald í sex vikur, eða til 9. október. Hann hefur játað að hafa haft vitneskju um feikilegt magn af fíkniefnum í húsbíl sem hann flutti til landsins með ferjunni Norrænu. Það var 10. júní sem tollverðir fundu tæp 200 kíló af fíkniefnum í húsbílnum. Fíkniefnaleitarhundur merkti húsbílinn og í framhaldi af því fannst hluti efnanna. Langstærstur hluti þeirra var hass eða 190 kíló. Þá fundust einnig í húsbílnum eitt og hálft kíló af marijúana og eitt kíló af kókaíni og þar með voru öll kurl komin til grafar. Nokkru síðar var íslenskur karlmaður á fimmtugs- aldri úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um aðild að málinu. Hann hefur staðfastlega neitað hlutdeild samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Íslendingurinn er enn í haldi, en gæsluvarðhald yfir honum rennur út næstkomandi miðvikudag, 3. september. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort krafist verður framlengingar á því. - jss Hollenskur lífeyrisþegi úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald: Vissi af fíkniefnunum í húsbílnum HASSHLASSIÐ Tvær lögreglukonur við fíkniefnahlassið sem tekið var í húsbílnum. ORKUMÁL Rannsóknarleyfin, sem úthlutað verður á Drekasvæðinu um miðjan janúar, gilda í allt að tólf ár með möguleika á framleng- ingu um fjögur ár, eða samtals sextán ár. Ef fyrirtækin finna olíu hafa þau rétt til vinnsluleyfa og þau gilda í allt að þrjátíu ár. Kristinn Einarsson, verkefnis- stjóri hjá Orkustofnun, segir að um níutíu manns hafi skráð sig á olíuráðstefnuna sem haldin verður á fimmtudaginn. „Megin- tilgangur ráðstefnunnar er að fá saman á einn stað fólk sem ekki hefur talað mikið saman áður um olíumöguleikana á þessu svæði.“ - ghs Olíuleit á Drekasvæðinu: Leyfin gilda í allt að 16 ár BANDARÍKIN, AP Fellibylurinn Gústaf kostaði nærri 70 manns lífið á Haítí og í Dóminíska lýðveldinu, þar sem töluverð flóð urðu í gær. Fellibylurinn mun halda áfram að gera usla á Mexíkóflóa næstu daga og gæti farið á land í Bandaríkjunum fyrir þriðjudag. Íbúar í New Orleans óttast afleiðingarnar, en um þessar mundir eru þrjú ár síðan fellibyl- urinn Katrín olli gífurlegu tjóni þar í borg. Ray Nagin, borgarstjóri í New Orleans, sagðist ætla að gera íbúum skylt að yfirgefa borgina ef veðurfræðingar telja að óveðrið nái það miklum styrk að stórhætta stafi af. - gb Beðið eftir Gústaf: Fellibylur á leið til New Orleans FLÓÐ Á JAMAÍKA Íbúar í Kingston vaða götur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.