Fréttablaðið - 30.08.2008, Síða 6

Fréttablaðið - 30.08.2008, Síða 6
6 30. ágúst 2008 LAUGARDAGUR PÓLLAND, AP Donald Tusk, forsætis- ráðherra Póllands, fundaði í gær með íbúum og sveitarstjórnar- fulltrúum úr nágrenni gamals herflugvallar nyrst í landinu, þar sem til stendur að koma upp gagneldflauga- skotstöð fyrir hnattrænt eldflaugavarna- kerfi Bandaríkjamanna. Á fundinum reyndi hann að eyða áhyggjum íbúanna af afleiðingum framkvæmdanna fyrir öryggi þeirra. Tusk stóð fast á því að skotstöðin myndi frekar auka öryggi fólksins en minnka. „Komi til ófriðar yrðu Redzikowo og Slupsk öruggari en aðrir staðir, ekki öfugt,“ sagði hann. Sumir íbúanna hafa lýst áhyggjum af hótunum Rússa um að gera hina væntanlegu stöð að skotmarki. - aa DONALD TUSK Eldflaugavarnir í Póllandi: Tusk reynir að róa grannana EFNAHAGSMÁL Olíuverzlun Íslands hf. (Olís) sendi í gær frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem sagt er að rekstrar- skilyrði fyrir olíufyrirtæki séu „þau verstu hér á landi í Evrópu og þótt víðar væri leitað“ og það væri „meðal annars vegna aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar“. Yfirlýsingin kemur í kjölfar þess að Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra beindi því til Samkeppniseftir- litsins og Neytendastofu að kanna þróun eldsneytisverðs hér á landi. Sagt er að hár fjármagnskostn- aður hérlendis vegna hárra vaxta og gengissveiflna krónunnar fari óhjákvæmilega í verðlagið. Þá eru tekin dæmi af Evrópulöndum þar sem bensínið er dýrara en hér. - gh Rekstrarskilyrði erfið hér: Olís skammar ríkisstjórnina BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON ÍRAN, AP Íranar hafa fjölgað skilvindum til auðgunar úrans í 4.000, að því er háttsettur embætt- ismaður Íransstjórnar greindi frá í gær. Með þessu gefur Íransstjórn tilraunum alþjóðasamfélagsins til að koma böndum á kjarnorku- áætlun hennar langt nef. Í nóvember síðastliðnum sögðu Íranar að 3.000 skilvindur væru komnar í gang í kjarnorkuvinnslu- stöð þeirra í Natanz og stefnt væri að því að 6.000 yrðu komnar í gagnið í sumar. Að nú séu þær 4.000 gæti bent til að framkvæmd- in sé komin á eftir áætlun. Með auðgun úrans er bæði hægt að framleiða eldsneyti til raforku- framleiðslu í kjarnorkuverum og efni í kjarnorkusprengjur. - aa Kjarnorkuáætlun Írana: 4.000 úranskil- vindur í gagnið Ók undir áhrifum fíkniefna Lögreglan á Suðurnesjum tók ökumann í fyrrinótt vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Tóbaksblandað hass fannst á einum farþega í bifreiðinni. Gámur fauk af vörubíl Engan sakaði þegar fjörutíu feta gámur fauk af vörubíl á Kjalarnesi í gærmorgun. Þá fauk gámur einnig við Klébergsskóla á Kjalarnesi. Vindur fór mest í 32 metra á sekúndu á Kjalar- nesi í gærmorgun. LÖGREGLUFRÉTTIR Sleit áralöngu sambandi við flatköku – sást með gerlausu brauði í innkaupakerru. SMURT SKORIÐ SS ÁLEGG - GERIR ÞAÐ GOTT LÉTT HANGIÁLEGG Á LAUSU! Þóttist vera venjuleg skinka í kaffipásu iðnaðarmanna á Húsavík. BRÖGÐÓTT BEIKONSKINKA BANDARÍKIN, AP John McCain kom mörgum á óvart þegar í ljós kom að Sarah Palin, ríkisstjóri í Alaska, verður varaforsetaefni hans í kosningunum í nóvember. Þau stigu saman á svið í Dayton í Ohio í gær, daginn eftir að mótfram- bjóðandinn Barack Obama tók við útnefningu Demókrataflokksins. McCain sagði að hún væri „nákvæmlega sú sem ég þarf á að halda, sú sem þjóðin þarf á að halda“ til að hjálpa sér við að hrista upp í stjórnmálunum í Washing- ton. Palin þakkaði honum heiðurinn og sagði McCain vera eina forseta- frambjóðandann sem „hefur í raun og veru barist fyrir Bandaríkin“. Sarah Palin er tiltölulega lítt þekkt og hafði ekki verið meðal þeirra sem líklegust þóttu til að verða varaforsetaefni McCains. Hún er 44 ára gömul og því þrem- ur árum yngri en Barack Obama og 38 árum yngri en McCain, sem reyndar átti afmæli í gær. Hún hefur ekki verið ríkisstjóri nema í tæp tvö ár, en hefur lagt áherslu á að koma í gegn siðferði- legum umbótum í stjórnsýslu Alaska. Meðal annars jók hún skatta á hagnað olíufyrirtækja, með þeim árangri að ríkissjóður Alaska hefur gildnað verulega. Palin er algerlega á móti fóstur- eyðingum og einnig er hún á móti hjónaböndum samkynhneigðra, en segist þó eiga samkynhneigða vini. Hún stundar skotveiðar reglulega og er félagi í NRA, hinu umdeilda félagi skotvopnaeigenda í Banda- ríkjunum. Hún þykir vera töluvert lengra til hægri í stjórnmálum en McCain, en hefur engu að síður verið afar umdeild meðal repúblikana, sem margir hverjir urðu hneykslaðir á vali McCains á varaforsetaefni í gær. Hún viðurkennir til dæmis fúslega að hafa prófað að reykja maríjúana meðan það var löglegt í Alaska. Eiginmaður hennar, Todd Palin, er af frumbyggjaþjóðflokki Jupik- inúíta í Kanada og vinnur á olíu- borpalli milli þess sem hann stund- ar sjómennsku. Þau eiga fimm börn, það elsta er 19 ára en það yngsta er aðeins fjögurra mánaða og fæddist með Downs-heilkenni. Aðeins einu sinni áður hefur kona verið varaforsetaefni annars stóru flokkanna fyrir kosningar í Bandaríkjunum. Það var árið 1984 þegar Geraldine Ferraro var vara- forsetaefni Walters Mondale, sem tapaði í kosningum fyrir Ronald Reagan. gudsteinn@frettabladid.is McCain hleypir lífi í kosningabaráttuna John McCain tekur óvænta áhættu með því að velja unga konu sér við hlið sem varaforsetaefni. Hún höfðar bæði til unga fólksins og til kvenna, en er reynslu- minni en Obama og andvíg fóstureyðingum og hjónaböndum samkynhneigðra. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A P JOHN MCCAIN OG SARAH PALIN McCain kynnti varaforsetaefni sitt á kosningafundi í Dayton í gær. Er toppi verðbólgunnar náð? Já 33,5% Nei 66,5% SPURNING DAGSINS Í DAG Á að afnema verðtryggingu? Segðu skoðun þína á vísir.is. Hjólhýsi fauk í sjóinn Hjólhýsi sem stóð við sumarbústað fauk í sjóinn í Álftafirði í Ísafjarðar- djúpi í gærmorgun. Engan sakaði en hjólhýsið er talið ónýtt. STJÓRNMÁL Árni M. Mathiesen fjár- málaráðherra er meðal stofnfjár- eigenda í Byr-sparisjóði, en vill ekki gefa upp hversu stóran hlut hann á. Árni vill ekki greina frekar frá eignum sínum, þar með talið í hversu mörgum fyrirtækjum hann eigi. Þau séu þó ekki mörg. Árni var áður stofnfjáreigandi í Sparisjóði Hafnarfjarðar og seldi stofnfjárbréf sín fyrir 50 milljónir króna árið 2005. Þá sagði hann að stjórnmálamenn ættu ekki að skipta sér af fjármálastofnunum. Árni segir allt annað gilda um að vera virkur eigandi, eins og hann hafi verið í Sparisjóðnum, og að vera óvirkur fjárfestir, eins og hann sé í Byr. Þegar álitamál komi upp þurfi menn að vera vakandi fyrir hugsanlegum hagsmuna árekstrum, og víkja þegar það á við. „Og það gerði ég um daginn þegar ég lýsti mig vanhæfan til að skipa í stöðu formanns sjálfseignar- stofnunarinnar Byrs.“ Spurður hvort ekki geti komið til árekstra milli þess að vera fjár- málaráðherra og stóreignamaður, segir Árni: „Ég sé ekki neina hagsmuna- árekstra hvað varðar hluti sem eru almennir. Fjármálaráðherra þarf að taka ákvarðanir um fjármagns- tekjuskatt og fyrirtækjaskatt en einnig um persónuafslátt og fleira. Ef hann er vanhæfur til þessara hluta, af því að hann á hluti í fyrir- tækjum, þá er allur þingheimur vanhæfur þegar hann tekur ákvörð- un um skatta á einstaklinga.“ Árni líkir þessu við störf bænda á þingi. „Það hefur lengi tíðkast að þeir sitji á Alþingi og verið með umtalsvert styrkjakerfi í kringum það. Voru bændur þá vanhæfir til að sitja á þingi?“ spyr Árni. Margir stjórnmálamenn eigi hlut í fyrir- tækjum og kröfur um gegnsæi og upplýsingar um eignatengsl stjórn- málamanna séu óútkljáð mál. Hann hafi ekki tekið afstöðu til þeirra. - kóþ Fjármálaráðherra er stofnfjáreigandi í Byr-sparisjóði, og segir það sitt einkamál: Árni gefur ekkert upp um eignir sínar ÁRNI M. MATHIESEN Lýsti sig vanhæf- an á dögunum til að skipa í stöðu formanns sjálfseignarstofnunarinnar Byr-sparisjóðs. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.