Fréttablaðið - 30.08.2008, Side 40

Fréttablaðið - 30.08.2008, Side 40
● heimili&hönnun Það var Eiríkur Smith listmálari sem bæði teiknaði og átti húsið, en kona hans er móðursystir Hild- ar sem hefur búið í húsinu í átján ár. „Ég hef fylgst með þessu húsi frá því ég var lítil stelpa og séð allar þær breytingar sem gerðar hafa verið á því,“ segir Hildur en hún var aðeins barn þegar móður- systir hennar flutti inn í það og var hún mikið hjá henni. Eftir að Hildur stofnaði sína eigin fjölskyldu og tímabært var að flytja í stærra húsnæði var þetta eina húsið sem Hildur gat hugsað sér að búa í. „Upphaflega vorum við fimm í fjölskyldunni, en svo flugu börn- in úr hreiðrinu og fyrir ári síðan lést eiginmaður minn, Árni Ibsen leikritaskáld, af völdum veikinda. Því er kominn tími fyrir mig að minnka við mig,“ segir hún. Hildur ætlar sér þó ekki langt þegar hún flytur því hún vill hvergi annars staðar vera en í Hafnarfirði. klara@frettabladid.is Fjölskylduhús sem gengið hefur í ættir ● Hildur Kristjánsdóttir býr í sögulegu húsi í Kinnahverfinu í Hafnarfirði en hún hefur tengst húsinu frá því það var upphaflega byggt. Nú er þó komið að kveðjustund. Hildur hefur fylgst með öllum þeim breytingum sem gerðar hafa verið á húsinu, eins og þegar það var stækkað úr hundrað fermetrum í hundrað og fimmtíu. Svarti veggurinn gengur í gegnum húsið og setur óneitanlega sterkan svip á það. Stóri glugginn í stofunni er sterkt einkenni hússins. Stóllinn á myndinni er mjög gamall. Maður Hildar, Árni Ibsen, sat í þessum stól sem barn, en hann var keyptur í Blindraheimilinu. Opið er á milli borðstofu og eldhúss og prýða margir skemmtilegir munir veggi og hillur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Stóri glugginn gefur frá sér góða birtu inn í stofuna. Þegar setið er andspænis honum er engu líkara en maður sé staddur úti í garði. Símaborðið hennar Hildar er búið til úr tveimur kommóðum. Hildur hefur þekkt húsið frá upphafi og á margar minningar tengdar því. Hún bjó þar lengi með eiginmanni sínum heitnum, Árna Ibsen leikritaskáldi. Skemmtileg sveitastemning er yfir eldhúsinu. 30. ÁGÚST 2008 LAUGARDAGUR12

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.