Fréttablaðið - 30.08.2008, Page 42

Fréttablaðið - 30.08.2008, Page 42
● heimili&hönnun Hundum og köttum fylgja hinir ýmsu hlutir og hefur fyrirtæk- ið Mungo & Maud lagt kapp á að hafa þá smart svo þeir falli vel inn í nútíma innanúshönn- un. Mikið úrval er til dæmis af matar döllum sem eiga það sam- eiginlegt að vera stílhreinir og minna margir á nútímaeldhús- áhöld fyrir mannfólk. Þá fást alls kyns teppi, leikföng, ólar, og burðarpokar í fremur hlutlausum litum sem henta vel inn á mörg nútímaheimili og skera sig lítið úr. Nánari upplýsingar má nálgast á slóðinni http://www.mungoand- maud.com/store/. Nútímahönnun fyrir húsdýr Smart í stílhreint eldhús. Dallurinn er í senn hagnýtur og hlýlegur. Ekki fer mikið fyrir þessum dalli. MYND/ WWW.MUNGOANDMAUD.COM Varla má á milli sjá hvort um er að ræða nýtísku nammiskál eða hundadall. Stílhrein mjólkurskál fyrir kisu. Casual Cupboard eftir Louise Campbell. MYND/ERIK BORAHL F ötin sem búið er að fara í einu sinni en eiga ekki heima í óhreina tauinu strax eru oft til vandræða. Oft enda þau á gólfinu eða þeim er kastað yfir stólbak, en þegar fötin lenda á þvælingi eru þau oft orðin það þvæld þegar á að nota þau aftur að þau enda í óhreina tauinu hvort sem er. Danski hönnuðurinn Louise Campbell hannaði þessa hirslu sem hún kallar Casual Cupbo- ard. Hún er úr beygðum kross- viði með hólfum og henni má einfaldlega halla upp að vegg. Fötunum er svo einfalt að henda í hólfin svo þau endi ekki á þvælingi. - rat Engan þvæling 30. ÁGÚST 2008 LAUGARDAGUR14

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.