Fréttablaðið - 30.08.2008, Síða 58

Fréttablaðið - 30.08.2008, Síða 58
34 30. ágúst 2008 LAUGARDAGUR Hvenær varstu hamingjusamast- ur? 15. maí 2008. Skjöldur Þóris- son fæddist. Ef þú værir ekki leikari hvað myndirðu þá vera? Líffræðingur eða auglýsingadólgur. Hvað er það dýrasta sem þú hefur nokkurn tímann keypt þér? Holts- gata 25. 15,7 kúlur. Má segja kúlur þegar það er kreppa? Hvað er það versta sem nokkur hefur sagt við þig? „Ég hata þig!“ og „Þú ættir ekki að vera að leika“. Ef þú byggir ekki í Reykjavík hvar myndirðu vilja búa? Baja Californ- ía í Mexíkó. Bara sörf og sólsetur og kaldur bjór. Draumahelgin þín í einni setn- ingu? Góður matur, partí og slök- un. Hlutverkið sem þú verður að leika áður en þú deyrð? Osvald í Aft- urgöngum eftir Ibsen. Hvert er versta starf sem þú hefur nokkurn tímann gegnt? Statisti í sjónvarpsþætti. Það var dauði hins hugsandi listamanns. Uppáhaldsstaðurinn þinn á jörð- inni? Lazy boy-stóllinn heima hjá mér. Hvers konar tónlist hefur mest áhrif á þig og hvaða lag ertu að hlusta á mest í dag? Er alger alæta, en er búinn að kryfja In Rainbows með Radiohead í hálft ár. Þeir eru bestir í heimi og málið er dautt. Ef þú ættir tímavél, hvert myndir þú fara og af hverju? Ísland í kringum árið 1000. Hljóta að hafa verið spennandi tímar. Þar fyrir utan voru allir þessir gaurar pínu- litlir. Maður gæti kannski klofið þá í herðar niður væru þeir með einhvern kjaft. Er eitthvað sem heldur fyrir þér vöku á nóttunni? Það er þá blund- urinn um kvöldmatarleytið. Ef þú gætir breytt einhverju í for- tíð þinni, hvað myndi það vera? Hefði lagt mig fram við að læra á eitthvert hljóðfæri. Hvenær fékkstu síðast hláturs- kast? Í gær þegar kötturinn minn reyndi að drepa á sér skottið. Áttu þér einhverja leynda nautn? Kókómjólk og kleinur. Uppáhaldsbókin þessa stundina? Ævisaga Jökuls Jakobssonar. Hvaða núlifandi manneskju lítur þú mest upp til? Ólafs Stefáns- sonar. Hann á að verða næsti for- seti Íslands. En hvaða núlifandi manneskju þolirðu ekki? Þarf að segja það? Hann er að hætta í vinnunni sinni eftir átta ömurleg ár. Uppáhaldsorðið þitt? Fortíðar- hyggja. Hvaða eitt atriði myndi fullkomna lífsgæði þín? Hófsemi. Hvað er næst á dagskrá? Hart í bak í Þjóðleikhúsinu, Ástríður á Stöð 2, og pabbahlutverkið. VILL LEIKA OSVALD IBSENS Þórir Sæmundsson leikara finnst að Ólafur Stefánsson eigi að vera næsti forseti Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Langar í sörf, sólsetur og kaldan bjór í Kaliforníu Þórir Sæmundsson hefur vakið mikla athygli í hlutverki sínu sem Nonni rokk í söngleiknum Ástin er diskó, lífið er pönk. Hann hefur einnig birst á sjónvarpsskjáum allra landsmanna í SPRON-auglýsingunni undanfarna mánuði og tekur næst að sér eitt aðalhlutverkanna í uppfærslu Þjóðleikhússins á Hart í bak eftir Jökul Jakobsson. Anna Margrét Björnsson tók Þóri í þriðju gráðu yfirheyrslu. ÞRIÐJA GRÁÐAN STARFSFERILL Í HNOTSKURN: Búinn að vera að leika síðan ég útskrifaðist úr norska leik- listarháskólanum 2002. Fyrst fimm ár úti og síðan flutti ég heim 2007. Bíó og sjónvarp og leikhús. FÆÐINGARÁR OG HVAÐ GERÐ- IST MARKVERÐAST Á ÞVÍ ÁRI: 1980. John Lennon var skotinn til bana. Yoko Ono stóð við hliðina á honum. Bandaríkin fóru inn í Afganistan ... ■ Á uppleið Medister-pylsur og kjötfars. Almúginn neyðist til að borða unnar kjötvörur á þeim síðustu og verstu. Vísindamenn í Kaliforníu. Búnir að semja mikla fræðirit- gerð um hvernig á að drepa flugur rétt með dagblaði. Enda bráð- nauðsynleg vitneskja. Vaðstígvél. Eini praktíski fótbún- aður íslendinga. Mælum með þeim háglansandi og í sixtís- geimstíl. Megrunarkúrar. Nýjasti kúrinn í Bretlandi er kúrinn þar sem maður borðar aðeins annan hvern dag. Hljómar vel á krepputímum. The Ting Tings. Þessi hljómsveit á eftir að hertaka eyru okkar í vetur. ■ Á niðurleið Möndlumjólk og lífrænn matur. Hver hefur efni á því að vera með óþol í kreppunni? Mannfagnaðir í miðbæ. Gay-pride, menningarnótt og hátíð heilags Ólafs Stefs er yfirstaðin. Nú þarf enginn að fara niður í bæ fyrr en á Þorlák. Sem betur fer. Fatnaður í reiðfatastíl. Á hverju hausti er þetta myndað í Marie Claire konur að halla sér upp að rauðum gæðingi í leðurbættum tweed-jökk- um. Virkar ekki í Reykjavík. Tækifærissinnaðir ráðamenn. Hvað voru heilbrigðis- og umhverfis- ráðherra að gera upp á svið til að hossa sér þegar fólk vildi bara klappa fyrir Strákunum okkar? Steggjanir og gæsanir. Ekki hægt að þverfóta fyrir fullu fólki að gera sig að algjörum fíflum á Laugaveginum. Þetta fyrirbæri þarf að stöðva strax. MÆLISTIKAN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.