Fréttablaðið - 19.09.2008, Page 2

Fréttablaðið - 19.09.2008, Page 2
2 19. september 2008 FÖSTUDAGUR DÓMSMÁL „Þetta er stórkostlegur dagur,“ sagði Eggert Haukdal, fyrrverandi alþingismaður og oddviti Vestur-Landeyjahrepps, eftir að Hæstiréttur sneri í gær eigin dómi og sýknaði Eggert af ákæru um fjárdrátt. Eggert var árið 2001 sakfelldur í Hæstarétti fyrir að draga sér 500 þúsund krónur úr sjóðum Vestur- Landeyjahrepps árið 1996. Hann fór ítrekað fram á að málið yrði tekið upp aftur, og fékk því að lokum framgengt árið 2006. „Ég er búinn að vera í tíu ára baráttu, og hef staðið gegn ljúg- vitnum og ómerkilegheitum,“ sagði Eggert í gær. „Það hefur aldrei verið sannað að ég hafi stolið einni einustu krónu, en samt hefur kerfið haldið því fram.“ Eggert segir málinu ekki lokið af sinni hálfu. Hann hafi verið beittur órétti og nú taki við undir- búningur að málaferlum til að sækja rétt sinn vegna þess. Eggert viðurkennir að á þessum tíu ára ferli málsins hafi hann á stundum efast um að réttlætið næði fram að ganga. „Ég vonaði það alltaf, en ekki var ég alltaf öruggur með það. En ég gafst aldrei upp.“ Í dómi Hæstaréttar kemur fram að verulegt ósamræmi hafi verið milli framburðar fyrrverandi endur skoðanda hreppsins og framlagðra gagna um það hvenær umræddar 500 þúsund krónur hafi verið færðar á reikning Eggerts. Í því ljósi þótti fjórum af fimm dómurum verulegur vafi leika á því að Eggert hafi vitað um færsl- una, og að hann hafi hafi haft ásetning um að draga sér fé, og var hann því sýknaður af ákærunni. Símon Sigvaldason, einn af fimm dómurum í málinu, skilaði sératkvæði í málinu. Hann taldi sekt Eggerts hafna yfir vafa og vildi staðfesta fyrri dóm yfir honum á sömu forsendum og Hæstiréttur gerði árið 2001. - bj Þú getur alltaf treyst á prinsinn Hlíðasmára 8 • 201 Kópavogi • s: 554 7200 Reykjavíkurvegi 68 • 220 Hafnarfirði • s: 5557220 www.hafid.is VINNUMARKAÐUR Atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ríkissátta- semjara í kjaradeilu ríkisins og ljósmæðra lýkur á hádegi í dag hjá Ljósmæðrafélagi Íslands. Úrslitin verða kunngerð klukkan tvö. Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélagsins, sagði að snemma í gærmorgun hefðu 65 ljósmæður af 206 verið búnar að greiða atkvæði um kjarasamning- inn. - ghs Ljósmæður kjósa um tillögu: Úrslit atkvæða- greiðslu í dag ALÞJÓÐASAMSKIPTI Geir H. Haarde forsætisráðherra og Yoweri Kaguta Museveni, forseti Úganda, ræddu meðal annars frekari samskipti ríkjanna, stofnana og fyrirtækja. Museveni kvaðst að loknum fundi afar ánægður með heimsókn- ina en hann kynnti sér meðal annars upplýsingatækni, fisk- vinnslu, jarðhitarannsóknir og vetnisnýtingu. Forsetinn sagðist vonast eftir frekari samvinnu ríkjanna í þessum málaflokkum. Geir minnti á gott samstarf ríkjanna hingað til. Það samstarf væri meðal annars í gegnum ICEAID. Heimsókn Musevenis lýkur í dag. - ovd Heimsókn forseta Úganda: Vonast eftir samskiptum FRÁ FUNDINUM Geir H. Haarde forsætis- ráðherra og Yoweri Museveni, forseti Úganda, á fundinum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BELGÍA, AP Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hyggst endurskoða fiskveiðistefnu sambandsins frá grunni vegna þess að hún hefur ekki gagnast til að vernda fiskistofna. Joe Borg, sem fer með fisk- veiðimál í framkvæmdastjórn- inni, segir að hin árlega sam- keppni aðildarríkjanna um að fá sem mest út úr úthlutun veiði- heimilda leiði einungis af sér „þröngsýna ákvörðunartöku sem byggð er á skammtímasjónarmið- um“ og niðurstaðan veki óánægju jafnt umhverfisverndarsinna sem fiskiðnaðarins. - gb Framkvæmdastjórn ESB: Endurskoðun fiskveiðistefnu ORKUMÁL Fjölþjóðlegt teymi manna undir forystu Svisslendingsins Bernard Piccard vinnur nú að því að smíða flugvél sem ætlunin er að fljúga umhverfis jörðina eingöngu á sólarorku. Piccard, sem var sér- stakur gestur á ráðstefnunni Driving Sustainability 08 á Hótel Nordica í gær, segist með þessari metnaðarfullu fyrirætlan þó ekki fyrst og fremst vera að eltast við að slá met. Hann vilji aðeins opna augu fólks fyrir því sem mögulegt sé að gera með þeirri tækni sem þegar sé fyrir hendi til að draga úr orkusóun og mengandi útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Ásamt Brian Jones varð Piccard árið 1999 fyrsti maðurinn til að fljúga loftbelg umhverfis jörðina án millilendingar. Í samtali við Fréttablaðið segir Piccard að eftir þá ferð hafi hann einsett sér að næsta frumkvöðlaævintýrið sem hann tæki sér fyrir hendur hefði að markmiði að fljúga umhverfis jörðina án eldsneytis. Gangi áætl- anir eftir verður það reynt árið 2011 eða 2012 á tilraunaflugvél- inni SolarImpulse, sem sameinar ítrustu léttsmíði og nýjustu sólar- rafhlöðu- og rafmótoratækni. „Ég vil hrífa fólk með mér í að breyta viðteknum viðhorfum og hugsunarhætti, sem er forsenda fyrir þeim lífsháttabreytingum sem verða að eiga sér stað,“ segir Piccard. - aa HUGSJÓNAMAÐUR Bernard Piccard vill opna augu fólks fyrir þörfinni á lífsstíl án orkusóunar og mengunar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Frumkvöðullinn Bernard Piccard á ráðstefnu um framtíðarlausnir í samgöngum: Umhverfis jörðina á sólarorku Hróbjartur, var þetta rótburst hjá ykkur? „Já. Við krossfestum himnafeðgana báða tvo.“ Rótararnir Hróbjartur Róbertsson, eða Hrói rót, og félagi hans Ingólfur Magnús- son, Golli rót, lögðu Jesúfeðgana Pétur Örn „Jesús“ Guðmundsson og Guðmund Benediktsson í úrslitaleik Popppunkts í Popplandi Rásar 2 á miðvikudag. IÐNAÐUR „Við verðum langstærsti bjórútflytjandinn í landinu,“ segir Jón Elías Gunnlaugssson í Brugg- húsinu Ölvisholti, sem hefur sent fyrsta gáminn af bjórnum Skjálfta til Danmerkur. Að sögn Jóns hefur verið samið um árlega sölu á eitt hundrað tonnum af Skjálfta til Danmerkur. Það samsvarar 300 þúsund bjór- flöskum. Og í gær bárust þau tíð- indi hingað heim frá bjórsýningu í Stokkhólmi að meðeigandi Jóns í Ölvisholti, Bjarni Einarsson, hefði náð samningum um sama fjölda af flöskum til stærsta dreifingar- fyrirtækis áfengis í Svíþjóð, Wicked Wine. Að sögn Jóns ætlar sænska fyrirtækið þessu til við- bótar að dreifa bjór frá Ölvisholti til Finnlands og Noregs. Jóns segir Wicked Wine ætla að dreifa þremur tegundum af bjór frá Ölvisholti; Skjálfta, Móra og „reyktum stout“ sem ekki hefur fengið heiti enn þá. „Bjarni var einnig á fundi með innkaupastjóra Systembolaget sem er jafnoki Vínbúðar okkar Íslendinga. Hann lýsti yfir ein- dregnum vilja til að gera íslenska bjórnum hátt undir höfði enda búinn að smakka hann og líkaði vel,“ segir Jón. Skjálfti fékk á dögunum frá- bæra dóma í dagblaðinu Ekstra Bladet í Danmörku. „Örugglega besti íslenski bjórinn,“ sagði Ekstra Bladet og gaf Skjálfta, eða Skælv eins hann heitir á dönsku, sex upptakara af sex mögulegum í einkunnagjöf blaðsins. Þrátt fyrir góðar móttökur ytra eru þó blikur á lofti. Jón segir að auk þess sem salan til Danmerk- ur hafi byrjað mun seinna en áætlað var vegna aðstæðna á bjórmarkaði þar hafi slæmt gengi íslensku krónunnar afar neikvæð áhrif. „Flöktið á krónunni hefur kost- að okkur tugi milljóna. En þó að reksturinn sé erfiður erum við alls ekki að gefast upp – langt frá því,“ segir Jón. Brugghúsið Ölvisholti setti rauða ölið Móra á markað í byrj- un september. Móri fékk góðar móttökur að sögn Jóns sem einnig kveður vekja bjartsýni að Skjálfti hafi áunnið sér rétt til að vera á boðstólum á öllum útsölustöðum ÁTVR frá og með 1. október. - gar Flytja út 600 þúsund íslenskar bjórflöskur Brugghúsið í Ölvisholti hefur náð samningum um að flytja út samtals 600 þús- und bjórflöskur til Svíþjóðar og Danmerkur. Að sögn eigandans eru Noregur og Finnland líka í sigtinu. Ölvisholt verður langstærsti bjórútflytjandi landsins. FYRSTI GÁMURINN Jón Elías Gunnlaugsson við fyrsta gáminn af Skjálfta, sem nú er á leið til Danmerkur. EFNAHAGSMÁL Verðbólgan ætti að lækka hratt síðla hausts og á næsta ári, sagði Davíð Oddsson seðlabankastjóri í viðtali við Stöð 2 í gærkvöldi. Hann sagði að stýrivextir Seðlabankans myndu lækka hratt í kjölfarið. „Hún [verð- bólgan] er ekki goluþytur sem hverfur, við verðum að berja hana niður. Það munum við gera, en auðvitað er það svo að svona yfirskot í gengislækkun gerir það aðeins flóknara,“ sagði Davíð. Hann sagði sparifé landsmanna óhult í íslenskum bönkum. Ef allt færi á versta veg væri útilokað annað en að stjórnvöld ábyrgðust innistæður landsmanna. - bj Bankastjóri Seðlabankans: Verðbólga nið- ur síðla hausts DAVÍÐ ODDSSON Hæstiréttur sneri eigin dómi og sýknaði Eggert Haukdal af ákæru um fjárdrátt: Tíu ára baráttu ekki enn lokið Það hefur aldrei verið sannað að ég hafi stolið einni einustu krónu, en samt hefur kerfið haldið því fram. EGGERT HAUKDAL FYRRVERANDI ODDVITI VIÐSKIPTI „Þetta eru fjarri því að vera tapaðir peningar,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, fjölmiðla- fulltrúi Straums. Fjármálaeftirlitið upplýsti í gær að íslensku viðskiptabank- arnir ættu inni kröfu hjá banda- ríska fjárfestingarbankanum Lehman Brothers og tengdum félögum upp á 182,6 milljónir evra, jafnvirði tæpra 25 milljarða króna. Hlutur Straums er stærstur en hann hljóðar upp á 13,6 milljarða króna. Lehman Brothers fór fram á greiðslustöðvun í byrjun vikunn- ar. Óvíst er um kröfur á hendur félögum því tengdu í Evrópu en Fjármálaeftirlitið segir þess mega vænta að hægt verði að innheimta hluta þeirra. - jab / sjá síðu 18 Milljarðakröfur á Lehman: Straumur með hæstu kröfuna SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.