Fréttablaðið - 19.09.2008, Side 8

Fréttablaðið - 19.09.2008, Side 8
8 19. september 2008 FÖSTUDAGUR SAMGÖNGUMÁL Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) hafa til umfjöll- unar formlega kvörtun frá innan- landsdeildum Eimskips og Sam- skipa sem gagnrýna rekstur Íslandspósts harðlega. Sam- keppniseftirlitið hefur til rann- sóknar hvort Íslandspóstur hafi brotið samkeppnislög. Samkeppniseftirlitið hefur fyrir nokkru hafið rannsókn á því hvort Íslandspóstur, sem er hluta- félag í eigu ríkisins, hafi brotið tvær aðskildar greinar sam- keppnislaga. Um er að ræða 11. grein sem fjallar um bann við misnotkun fyrirtækja á markaðs- ráðandi stöðu og 14. grein um fjárhagslegan aðskilnað. Fyrirtækið hefur að undan- förnu legið undir ámæli vegna uppbyggingar á tíu pósthúsum sem sérstaklega eru til þess ætluð að styrkja fyrirtækið á flutninga- markaði á sama tíma og eldri hús eru aflögð. Er fullyrt að lögbund- ið þjónustuhlutverk sé virt að vettugi. Í sölum Alþingis hefur verið tekist á um starfsemi og lögbundið hlutverk Íslandspósts og stjórnarliðar sem og stjórnar- andstæðingar hafa gagnrýnt fyrirtækið. Kristján L. Möller samgönguráðherra hefur varið rekstur fyrirtækisins staðfast- lega á þeim vettvangi. Um sé að ræða eðlilega uppbyggingu fyrir- tækisins til framtíðar og engir árekstrar séu á milli einkaleyfis- og samkeppnishluta rekstursins. Guðmundur Nikulásson, fram- kvæmdastjóri innanlandssviðs Eimskips, segir að erindi fyrir- tækjanna fjalli meðal annars um framgöngu Íslandspósts á sam- keppnismarkaði og farið hafi verið fram á að samtökin veiti aðstoð sína til að ákvarða hvort á hlut fyrirtækjanna hafi verið gengið. Jörundur Jörundsson, fram- kvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa, telur að Íslandspóstur hafi ekki haldið aðgreindum rekstri sínum sem varinn er einkaleyfi og samkeppnisrekstri, og fyrirtækið hækki verðlagn- ingu á einkaleyfisstarfsemi óeðli- lega mikið til að niðurgreiða sam- keppnisrekstur sinn. Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjóri SVÞ, segir að fjall- að hafi verið um erindið í stjórn SVÞ og innihald þess verið kynnt forsvarsmönnum Íslandspósts í því skyni að gera þeim grein fyrir að samtökin hafi verið beðin um aðstoð við úrlausn málsins. „Við viljum helst leita leiða til þess að farið verði ofan í málið af frum- kvæði fyrirtækjanna án þess að komi til kæru eða málshöfðunar,“ segir Andrés. svavar@frettabladid.is 1. Hver er forstjórinn sem má ekki vera á skrifstofu sinni hjá jarðhitafyrirtækinu Enex? 2. Forseti hvaða Afríkuríkis hefur verið síðustu daga hér á landi í opinberri heimsókn? 3. Hvaða leikmaður er nú markahæstur í úrvalsdeild karla í knattspyrnu? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 42 - flegar flú kaupir parket! undirlag og gólflistarFRÍ TT! Eikarparket Kr. 4.990,- m2 Krókhálsi 4 • Sími 567 1010 • wwwparket.is E in n , t v e ir o g þ r ír 2 8 7 .1 13 Endurvinnsla – í þínum höndum NÁTTÚRUVERND Mosi hefur drepist, eða er illa farinn, á rúmlega eins ferkílómetra svæði í kringum Reykjanesvirkjun. Talið er að mosinn þoli ekki brennisteinsmengun frá virkjuninni. Starfsmenn Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ) og Umhverfisstofnunar könnuðu svæðið umhverfis Reykjanesvirkjun á miðvikudag, í kjölfar frétta af mosaskemmdum í nágrenni Hellisheiðarvirkjunar í síðustu viku. „Mér finnst þetta vera of mikið til að við getum sætt okkur við þetta,“ segir Sigurður H. Magnússon, gróðurvistfræðingur hjá NÍ. Mosi á svæðinu er mikið skemmdur næst virkjun- inni. Þar sem ástandið er verst er mosi á svæðinu að mestu dauður og yfirborðið þakið dauðum mosa. Sigurður segir skemmdir á mosa mest áberandi næst mannvirkjunum. Þær hafi verið vel greinan- legar í allt að 900 metra fjarlægð. Vitað er að mosi er mjög viðkvæmur fyrir mengun og ummerkin benda til þess að um einhvers konar mengun sé að ræða, segir Sigurður. Jarðvarmavirkjanir losi brennisteinsvetni og vel sé hugsanlegt að það hafi þessi áhrif á mosann. Stærri plöntur og fléttutegundir virðast ekki hafa orðið jafn illa úti vegna mengunarinnar. Skemmdirnar eru mun meiri en í nágrenni Hellisheiðarvirkjunar, enda hefur virkjunin verið starfandi í rúmlega þrjá áratugi. - bj Brennisteinsmengun talin drepa mosa í hrauni í nágrenni jarðvarmavirkjana: Mosi skemmdur á stóru svæði SKEMMDIR Dauður eða mikið skemmdur mosi þekur hraunið í kringum Reykjanesvirkjun. Hraunið heitir Illahraun, og er talið hafa runnið árið 1226. MYND/SIGURÐUR H. MAGNÚSSON Flutningafyrirtæki krefjast rannsóknar Tvö flutningafyrirtæki hafa sent Samtökum verslunar og þjónustu kvörtun vegna flutningastarfsemi Íslandspósts. Samkeppniseftirlitið rannsakar sömu tvær greinar samkeppnislaga sem fyrirtækin telja að hafi verið brotin. 11. grein. Misnotkun eins eða fleiri fyrirtækja á markaðsráðandi stöðu er bönnuð. Misnotkun getur m.a. falist í því að: a. beint eða óbeint sé krafist ósann- gjarns kaup- eða söluverðs eða aðrir ósanngjarnir viðskiptaskil- málar settir, b. settar séu takmarkanir á fram- leiðslu, markaði eða tækniþróun, neytendum til tjóns, c. viðskiptaaðilum sé mismunað með ólíkum skilmálum í sams konar viðskiptum og samkeppnis- staða þeirra þannig veikt, d. sett sé það skilyrði fyrir samninga- gerð að hinir viðsemjendurnir taki á sig viðbótarskuldbindingar sem tengjast ekki efni samninganna, hvorki í eðli sínu né samkvæmt viðskiptavenju. 14. grein. Þegar um er að ræða opinbert fyrirtæki eða fyrirtæki sem starfar að einhverju leyti í skjóli opinbers einkaleyfis eða verndar er Sam- keppniseftirlitinu heimilt að mæla fyrir um fjárhagslegan aðskilnað, annars vegar á milli þess hluta rekstrar fyrirtækisins sem nýtur einkaleyfis eða verndar og hins vegar þess hluta rekstrar sem er í frjálsri samkeppni við aðra aðila. Skal þess gætt að samkeppnisrekst- ur sé ekki niðurgreiddur af starfsemi sem nýtur einkaleyfis eða verndar. 11. OG 14. GREIN SAMKEPPNISLAGA PÓSTUR Forstjóri Íslandspósts hefur alfarið hafnað því að fyrirtækið brjóti gegn samkeppnislögum enda sé starfsemi þeirra öll samþykkt af Póst- og fjarskipta- stofnun. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR BANDARÍKIN, AP Stærstu samtök sálfræðinga í Bandaríkjunum hafa samþykkt bann við því að félagar í samtökunum starfi fyrir bandarísk stjórnvöld í fangabúð- um Bandaríkjahers við Guant- anamo-flóa á Kúbu. Sálfræðingarnir hafna því allri þátttöku í yfirheyrslum á vegum Bandaríkjahers. Þar með er tryggt að þeir taki á engan hátt þátt í pyntingum eða öðrum umdeildum yfirheyrsluaðferðum. Hins vegar verður sálfræðing- um heimilt að starfa fyrir mannúðarsamtök að málefnum fanganna í Guantanamo- búðunum. - gb Bandarískir sálfræðingar: Vilja ekki starfa í Guantanamo DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur sýknaði í gær Þórmund Bergsson, framkvæmdastjóra birtingahússins Mediacom, af brotum á lögum um happdrætti í tengslum við auglýsingar sænska veðmálafyrirtækisins Betsson. „Ég taldi alltaf út úr myndinni að hægt yrði að koma sökinni yfir á birtingastofuna í þessu máli. Það hljómar álíka gáfulega og að skjóta sendiboðann til að fram- fylgja réttvísinni,“ sagði Þór- mundur þegar Fréttablaðið hafði samband við hann eftir að dómur hafði verið kveðinn upp. Samkvæmt íslenskum lögum má aðeins reka happdrætti hér á landi til þess að afla fjár til almannaheilla. Fyrirtækið Bets- son hefur þó auglýst fjárhættuspil sem hægt er að stunda á vefsíðu fyrirtækisins í íslenskum miðlum frá árinu 2006. Í kjölfar auglýsinganna var óskað eftir því að lögregla hlutað- ist til um málið og kannaði hvort það stæðist lög að erlendir veð- bankar sem starfrækja veðbanka sína á netinu auglýstu í íslenskum fjölmiðlum. Framkvæmdastjóri íslenska birtingahússins Media- com, sem annaðist milligöngu um birtingu auglýsinga frá Betsson, var síðar ákærður vegna málsins. Dómari komst hins vegar að því að málið væri utan íslenskrar lög- sögu þar sem síðan væri vistuð í útlöndum og var Þórmundur því sýknaður. Ríkissaksóknari ákveð- ur hvort málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar. - kdk Segir að sakfelling hefði verið í líkingu við að sendiboði hefði verið skotinn: Mátti auglýsa fjárhættuspil á Íslandi AUGLÝSING BETSSON Hefur auglýst fjárhættuspil sem hægt er að stunda á vefsíðu fyrirtækisins. DÓMSMÁL Karl Sigurbjörnsson biskup hefur leyst sr. Gunnar Björnsson, sóknarprest á Selfossi, tímabundið frá emb- ætti. Biskup tók ákvörðun um þetta eftir að ríkislögreglu- stjóri gaf út ákærur á hendur sr. Gunnari fyrir kynferðislega áreitni og blygðunarsem- isbrot gegn tveimur stúlkum. Þrjár stúlkur til viðbótar lögðu fram kæru, en ekki var ákært vegna þeirra. Ákvörðun biskups hefur, lögum samkvæmt, verið vísað til nefndar sérfræðinga, sem taka munu afstöðu til réttmætis hennar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Biskupsstofu. - bj Biskup bregst við ákærum: Prestur leystur frá embætti SR. GUNNAR BJÖRNSSON KJARAMÁL Lögreglan vill hærri laun Samningar lögreglumanna losna í lok október. Í samtali við Vísi í gær sagði Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, að verulegrar launahækkunar yrði krafist. Við ramman reip væri þó að draga enda verkfallsréttur ekki fyrir hendi. REYKJAVÍK Styrkur til fjölskylduverndar Borgarráð hefur samþykkt að fram- lengja samning við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands sem felur í sér áfram- haldandi þátttöku í rekstri Rannsókna- seturs í barna- og fjölskylduvernd með 750 þúsund króna framlagi árlega næstu þrjú ár. LÖGREGLUFRÉTTIR Varað við Kazim Abdul Lögreglan varar starfsfólk gistihúsa við manni sem undanfarið hefur pantað gistingu og gefið upp erlend kortanúmer. Því næst hættir hann við bókun og óskar eftir endurgreiðslu í peningum. Í öllum tilfellum hefur við- komandi kynnt sig sem Kazim Abdul. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.