Fréttablaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 12
12 19. september 2008 FÖSTUDAGUR ÖRYGGISMÁL Nýtt öryggiskerfi var tekið í notkun í Sundlaug Kópa- vogs í gær. Myndavélum, sem tengdar eru við tölvur, hefur verið komið fyrir undir vatnsyfir- borði og gera þær viðvart með hljóðmerki ef maður liggur hreyfingalaus á botninum í fimmtán sekúndur. Sundlaugar- vörður getur þá þegar séð af tölvuskjáum hvar hinn nauð- staddi er í sundlauginni. Sérfræðingar frá norska fyrirtækinu Davo AS settu kerfið upp og fínstilltu auk starfsmanna Sundlaugar Kópavogs. Það var Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs Kópavogs, sem tók kerfið formlega í notkun. - jse Sundlaug Kópavogs: Öryggiskerfi tekið í notkun KERFIÐ TEKIÐ Í NOTKUN Ómar Stefáns- son, formaður bæjarráðs Kópavogs, tók öryggiskerfið formlega í notkun. HAFNARFJÖRÐUR Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði greiddu atkvæði gegn samningi um vatnssölu úr Kaldárbotnum til átöppunarverksmiðjunnar Glacier- World. Á fundi bæjarstjórnar sögðust sjálfstæðismenn telja samninginn við GlacierWorld vera ófullnægj- andi. Meðal annars væri óljóst með ákvæði um einkarétt, fjár- hagslega tryggingu fyrirtækisins gagnvart bænum og hvort verðið sé umtalsvert lægra en til almennra notenda í Hafnarfirði. „Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins fagna öllum tækifærum til atvinnuuppbyggingar í Hafnar- firði og nýtingar auðlinda, en telja að vanda beri mjög samning sem þennan og greiða því atkvæði gegn honum,“ sagði í bókun sjálf- stæðismannanna. „Rétt er að vekja athygli á því að samningurinn við GlacierWorld ehf. gerir ráð fyrir nær fimmföld- un á vatnsverði frá því sem gildir í gjaldskrá til annarra stórnotenda á vatni hjá Vatnsveitu Hafnar- fjarðar auk þess sem söluverðið er gengistryggt og með skýrum endurskoðunarákvæðum,“ sagði í svari Lúðvíks Geirssonar bæjar- stjóra, sem lagði fram bókun fyrir hönd meirihluta Samfylkingar- innar. Sagðist bæjarstjórinn telja bókun sjálfstæðismanna byggja á öðrum sjónarmiðum en þeim að efla atvinnulíf í Hafnarfirði. - gar Meirihlutinn í Hafnarfirði vísar á bug gagnrýni sjálfstæðismanna á vatnssölu: Fá fimmfalt verð fyrir vatnið LÚÐVÍK GEIRSSON Bæjarstjórinn í Hafnar- firði segir sjálfstæðismenn ekki hafa eflingu atvinnulífs að leiðarljósi með gagnrýni á vatnssölusamnning. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SKOÐANAKÖNNUN 48,8 prósent segj- ast nú vera hlynnt aðild Íslands að Evrópusambandinu, en 32,4 prósent segjast vera andvíg aðild. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Capacent vann fyrir Samtök iðnað- arins (SI) og hefur stuðningur við aðild ekki mælst hærri í sambæri- legum könnun- um SI. Ef aðeins er tekið tillit til þeirra sem taka afstöðu til spurn- ingarinnar segj- ast 60,1 prósent vera hlynnt aðild, en 39,9 prósent andvíg. Helgi Magnús- son, formaður SI, segist finna fyrir því að stuðn- ingur við aðild fari mjög vaxandi, bæði innan atvinnulífsins og meðal almennings. „Núverandi efnahags- ástand á sinn þátt í því. Fólk er að gera sér grein fyrir því að núver- andi kerfi, með íslensku krónunni og gríðarlega háum vöxtum gengur ekki,“ segir Helgi. Fyrr í vikunni kynnti SI niður- stöður sömu könnunar sem sýndi að 55,4 prósent styðja upptöku evru hér á landi. Ef einungis er tekið til- lit til þeirra sem taka afstöðu eru það 64,6 prósent sem styðja upp- töku evru hér á landi en 35,4 pró- sent eru því mótfallin. Þá telur meirihluti, eða 55 til 60 prósent, að aðild að Evrópusam- bandinu yrði almennt hagstæð fyrir eigin lífskjör og gott fyrir efnahag Íslands. Í ljósi þess hve jákvæðir Íslend- ingar eru gagnvart Evrópusam- bandinu, kemur það því ekki á óvart að 52,6 prósent segjast hlynnt því að ríkisstjórnin breyti stefnu sinni og taki ákvörðun um það á þessu kjörtímabili hvort sækja skuli um aðild að Evrópusambandinu. 38,0 prósent telja slíka ákvörðun ekki tímabæra. Helgi segir að við núverandi aðstæður hnígi öll rök að því að þetta kjörtímabil verði ekki látið líða án þess að ákvörðun verði tekin í málinu. Hann bendir á að hægt sé að fela Evrópunefnd stjórnvalda aukin verkefni, meðal annars að framkvæma hagsmunamat. „Allt sem þessi nefnd gerir er til bóta, en til að henni verði falin aukin verk- efni þarf ríkisstjórnin að breyta sinni stefnu. Ég vona svo sannar- lega að hún geri það. Núverandi fyrirkomulag gjaldeyrismála og vaxta er mjög íþyngjandi fyrir þjóð- ina. Þó svo stefna sé mótuð í upp- hafi kjörtímabils geta aðstæður verið með þeim hætti að það þurfi að breyta henni.“ svanborg@frettabladid.is Aldrei fleiri sem vilja aðild að ESB Tæp 49 prósent eru hlynnt aðild að Evrópusambandinu og hefur stuðningur ekki verið meiri. Meirihluti telur aðild hagstæða fyrir lífskjör sín. Formaður SI vonar að ríkisstjórnin breyti um stefnu og ákveði af eða á um umsókn. HELGI MAGNÚSSON HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 Klæðir börn vel! Helen stelpuúlpa St. 80-130 6.990 Hugo strákaúlpa St. 80-130 6.990 FIMMTÁN MANNS Í bænum Lakhtar í Surendranagar-héraði á Indlandi þurftu nærri fimm þúsund manns að yfirgefa heimili sín vegna flóða. Þessi ökumaður lét sig ekki muna um að bjóða fjórtán farþegum á litla farar- tækið sitt. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BANDARÍKIN, AP Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að stefna Rússlands undan- farið geri það að verkum að Rússland einangrist á alþjóðavettvangi og hætti að skipta máli. „Leiðtogar Georgíu hefðu vissulega getað brugðist betur við atburðunum í Suður-Ossetíu í síðasta mánuði,“ sagði hún í ræðu í Washington í gær, en í raun hafi þeir fallið í gildru Rússa. Rússar geti hins vegar engum nema sjálfum sér kennt um það að staða þeirra á alþjóðavettvangi sé verri en nokkru sinni frá falli Sovétríkjanna árið 1991. - gb Condoleezza Rice: Rússland óðum að einangrast CONDOLEEZZA RICE Viðskiptabann tefur fyrir Viðskiptabann Bandaríkjanna á Kúbu torveldar og tefur fyrir uppbyggingar- starfi eftir fellibylinn Ike, sem skildi eftir sig mikla eyðileggingu. Þessu heldur Felipe Perez Roque, utanríkis- málaráðherra Kúbu, fram. KÚBA SVÍÞJÓÐ Hópur sænskra athafna- manna er talinn hafa svikið sænska ríkið um jafnvirði 700 milljóna íslenskra króna í gegnum banda- ríska pókersambandið, að sögn Aftonbladet. Mennirnir bjuggu til greiðslu- kerfi sem gerði Bandaríkjamönn- um kleift að spila með peninga á netinu. Mennirnir eru taldir hafa þénað fjóra milljarða króna. Sænsk skattayfirvöld telja að mennirnir hafi selt falsaða hótelreikninga, myndir, flugmiða og annað sem hægt hafi verið að nota sem greiðslu í pókerspili á netinu. - ghs Sænskir athafnamenn: Sviku stórfellt undan skatti DÓMSMÁL Karlmaður um fimm- tugt var í gær sakfelldur í Hæstarétti fyrir að eiga 24 þúsund ljósmyndir og 750 hreyfimyndir sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt. Margar myndanna voru mjög grófar og taldist brot hans því stórfellt. Honum var gert að sæta fangelsi í tólf mánuði, þar af eru níu mánuðir skilorðsbundnir. Í dómnum kom fram að maðurinn hefði leitað aðstoðar sálfræðings við að ná tökum á vanda sínum. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Maður- inn játaði brotin. - kdk Þriggja mánaða fangelsi: Stórtækur safn- ari barnakláms Andvíg Hvorki né Hlynnt feb ´0 3 jan -fe b ´0 4 ág ús t ´ 04 feb ´0 5 ág ús t ´ 05 feb ´0 6 ág ús t ´ 06 feb ´0 7 ág ús t ´ 07 ág ús t ´ 08 feb ´0 8 50 40 30 20 10 0 % STUÐNINGUR VIÐ AÐILD AÐ EVRÓPUSAMBANDINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.