Fréttablaðið - 19.09.2008, Side 16

Fréttablaðið - 19.09.2008, Side 16
16 19. september 2008 FÖSTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ VIKA 32 DAGBÓK NÝRRA ÍSLENDINGA „Ég var nú að koma heim úr námi í Kína, fyrir hálfum mánuði, og er á leiðinni til Lundúna að læra meira,“ segir Kolbrún Ólafsdóttir, nemi við Háskólann í Peking og London School of Economics. Alþjóðafræðin sem Kolbrún nemur fjallar um alþjóðahagfræði, stjórnmálafræði og sögu en megináherslan í Peking var á öryggismál og málefni Suðaustur-Asíu ásamt innan- og utanríkismálum Kínverja. Þetta er tveggja ára mastersnám, sem Kolbrún segir hagnýtt til starfa fyrir alþjóðastofnanir, utanríkisþjónustu og fyrirtæki í alþjóðaviðskiptum. „Þetta gæti opnað ýmsar dyr að öllu sem er tengt alþjóðamálum á einhvern hátt,“ segir hún. „Námið er ótrúlega áhugavert og víkkaði sjóndeildarhring minn mikið. Ég lærði að sjá Vestrið frá öðru sjónarhorni og áttaði mig á því að við vitum ekkert mjög mikið um Kína hér á landi.“ Kolbrún segist að sjálfsögðu hafa farið á Ólympíuleikana að fylgjast með handboltanum. „Ég fór á alla leikina sem ég komst á, ég held þeir hafi verið fimm talsins. Ég keypti mér miða á úrslitaleikinn í febrúar og krossaði fingurna.“ Á síðasta kjörtímabili var Kolbrún aðstoðarmaður Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra. Spurð um pólitískan metnað sinn segist hún opin fyrir frekara starfi í þágu Framsóknarflokksins. „Það kemur bara í ljós hvort maður fer aftur í pólitíkina og það er alls ekki útilokað. En ég get alveg eins hugsað mér að fara út í heim og búa til dæmis í Asíu,“ segir hún. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? KOLBRÚN ÓLAFSDÓTTIR, NEMI Í ALÞJÓÐAFRÆÐUM Á flugi frá Peking til Lundúna ■ Frá því árið 1999 hefur í smiðju Bills Dubé í Denver í Colorado verið unnið við að smíða og betrumbæta kraftmesta og hraðskreiðasta rafmagnsmótorhjól heims. Þetta sérstæða farartæki ber heitið KillaCycle og er drifið áfram af tveimur riðstraums-rafmótorum sem samanlagt teljast afkasta yfir 500 hestöflum. Orkuna fá mót- orarnir úr 90 kílóa þungri liþíum- járn-nanófosfat-rafhlöðu, sem alls getur vistað 9,1 kílóvattstund af raforku. Í desember 2007 náði hjólið tímanum 7,82 sekúndum í kvartmíluspyrnu. Hröðun úr núlli í 100 km hraða er rétt rúm sekúnda. RAFMÓTORHJÓL YFIR 500 RAF-HESTÖFL „það er auðvitað algert grín að það sé ekki hægt að borga löggæslu- mönnum í landinu sómasamleg laun fyrir störf sín,“ segir Bergvin Oddsson, nemi og formaður ungliðahreyfing- ar Blindrafélags- ins, um fækkun lögreglumanna og kjör þeirra. Bæjarstjórar í Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ hafa áhyggjur af ástandinu. „Mér þykir ótrúlegt að dómsmálaráðherra sjái ekki hag í því að uppfylla kröfur samfélagsins um gæslu. Það er eins og menn hafi hætt að brjóta lög í úthverfunum þar sem ráðherrann fékk áhuga á hermálum og baráttu við alþjóðlega glæpahringi. Hann verður að átta sig á því að alþjóða- væðingin í glæpum er ekki einangr- að vandamál dómsmálaráðherra og glæpamanna heldur snertir þetta fólkið í landinu,“ segir Bergvin og vísar svo til frétta af auknu ofbeldi gagnvart lögreglumönnum. „Svo virðist eina launauppbót þessa fólks vera barsmíðar í vinnunni.“ SJÓNARHÓLL FÆKKUN LÖGREGLUMANNA Undarleg sýn ráðherra BERGVIN ODDSSON Nemi „Ég nýt þess að vera í Lundúnum, þó að hér sé meira stress en heima í Reykja- vík. Ég er byrjuð að stunda Bikram-jóga. Hver tími tekur 90 mínútur þar sem farið er yfir 26 Hatha-stöður og tvær öndunaræf- ingar. Þetta er allt öðruvísi en jóga sem ég hef áður prufað, ekki síst þar sem það er 40 gráðu hiti og um 60 prósenta raki í herberginu. Hitinn á meðal annars að hjálpa manni við teygjurnar og koma í veg fyrir meiðsl en þetta eru ferlega erfiðar æfingar. Í þessari viku hef ég alltaf mætt klukkan 6, áður en ég fer í vinnuna og það þó ég hati að vakna svona snemma. Það er samt svo frábært að byrja daginn svona og mér líður strax betur. Annars hef ég líka hitt nokkra gamla vini hér í Lundúnum og farið á sýningar.“ Charlotte Ólöf Jónsdóttir Ferrier: Stundar jóga í Lundúnum NICE08 er norræn lista- hátíð sem haldin verður í tengslum við Liverpool- tvíæringinn, sem hefst í dag. Ingi Þór Jónsson, Liverpool- búi og framkvæmdastjóri hátíðarinnar, lofar glæsi- legri dagskrá með mikilli þátttöku Íslendinga. „Það er allt að gerast hér í Liver- pool þessa dagana. Þetta menningar- borgarár er búið að vera ein sam- felld veisla og besti hlutinn er enn eftir. Borgin hefur hreinlega lifn- að við í ár,“ segir Ingi Þór Jónsson, framkvæmdastjóri NICE08, nor- rænnar lista hátíðar, sem haldin verður í tengslum við Liverpool- tvíæringinn svokallaða. Tvíæringurinn er ein stærsta listahátíð sem haldin hefur verið í Bretlandi. Búist er við 600.000 manns til Liverpool um helgina vegna opnunarhátíðarinnar, en Liverpool er menningarhöfuðborg Evrópu í ár. NICE08, norræni hluti hátíðarinnar, verður settur 20. nóvember. Þrír íslenskir myndlistarmenn verða með sýningar á tvíæringn- um, þau Katrín Friðriks, Laufey Johansen og Hrafnkell Sigurðs- son, auk ljósmyndasýningar Ragnars Axelssonar. Þegar NICE08 hefst í nóvember tekur svo við runa af atburðum þar sem Ísland kemur við sögu á einn eða annan hátt. Meðal atriða má nefna að Vladi- mir Ashkenazy stýrir flutningi Fílharmoníusveitar Liverpool á níundu sinfóníu Beethovens, og Langholtskirkjukórinn syngur við sama tilefni. Einnig verða haldnir íslensk/færeyskir jólatónleikar þar sem fram koma Eivör Páls- dóttir, Björg Þórhallsdóttir og Elísabet Waage. Stuttu eftir að NICE08 lýkur, í byrjun desember, er svo fyrirhug- að að Bryndís Jakobsdóttir, Dísa, haldi tónleika í St. Luke‘s Church. Kirkjan sú í miðborg Liverpool var sprengd illa í síðari heims- styrjöldinni, en í stað þess að end- urbyggja kirkjuna ákváðu borgar- yfirvöld að leyfa henni að standa eins og hún er til minn- ingar um fórnar- lömb stríðsins. Kirkjan er lýst upp á tyllidög- um og býður upp á afar glæsilegan vettvang fyrir hljómleika. Þá verða verk íslenskra hönn- uða til sýnis og heimildarmyndir frá Íslandi sýndar í kvikmynda- húsum. Íslands-tengdar sýningar verða settar upp á söfnum borgar- innar, og svo mætti lengi telja. Ingi Þór hefur búið í Englandi síðustu tvo áratugina. Hann bjó lengi í London, en hefur verið búsettur í Liverpool í tæplega þrjú ár, með viðkomu í Manchester. Hann segist kunna mun betur við sig norðanmegin í Englandi. „Ég gæti aldrei flutt aftur til London eftir að hafa búið hér. Hér er allt mun vinalegra, og íbúarnir í raun nauðalíkir okkur Íslendingum að mörgu leyti.“ Ingi Þór segir NICE08-hátíðina byggjast mikið á samvinnu við Bretana. „Það þýðir ekki að ætla sér að bjóða erlendu fólki upp á hvað sem er og ætlast til að það kunni að meta allt sem að þeim er otað. Þetta verður að gerast í sam- vinnu, að bjóða upp á það besta á beggja forsendum,“ segir Ingi Þór. Hann lofar skemmtilegri dagskrá á hátíðinni og hvetur alla sem vett- lingi geta valdið til að láta sjá sig. kjartan@frettabladid.is Íslenskur andi yfir Liverpool VIÐBURÐUR Vladimir Ashkenazy stýrir flutningi Fílharmoníusveitar Liverpool á níundu sinfóníu Beethovens á NICE08-listahátíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR INGI ÞÓR JÓNSSON „Ég hef gaman af því að lesa á kvöldin, sérstaklega íslensk dagblöð þar sem þau hjálpa mér að læra íslensku. Þótt ég skilji ekki allt sem þar er skrifað þá hjálpa myndirnar til. Ég held að þetta sé góð leið til að læra íslensku svo ég hef reynt að lesa blaðið á hverju kvöldi, þegar ég kem heim úr vinnu. Ég las meira af bókum þegar ég var yngri en missti eiginlega áhugann. Núna eru flestar bækurnar mínar heima hjá konunni minni svo ég hef ekki úr mörgu að velja ef mig langar að grípa í bók. Ég á einhverjar spænskar, franskar og enskar bækur en núna er mig farið að langa til að lesa íslenskar bækur, bækur sem hjálpa mér að skilja tungumálið. Svo er líka ágætt að nota tímann þegar veðrið er slæmt til að lesa.“ Rachid Benguella: Les dagblöð til að læra íslensku Slagsíðujafnaðarmaður „Kristinn er ekkert annað en jafnaðarmaður, með svipaða slagsíðu og sumir lands- byggðarþingmenn okkar, að ógleymdum byggðaráðherr- anum.“ ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON IÐN- AÐARRÁÐHERRA UM ÁTÖK INNAN FRJÁLSLYNDA FLOKKSINS. Heimasíða Össurar Skarphéðinssonar, 17. september Ástarjátning „Ég hef einu sinni verið ást- fanginn af bíl. Það var Ford Bronco Ranger sem karl faðir minn átti.“ SVEINN ANDRI SVEINSSON LÖG- FRÆÐINGUR UM BÍLAKALLA. Fréttablaðið, 18. september Nýtt! Gras.is beint á skjáborðið þitt! Gras.is hefur sett upp vefþjónustu (Gagdet) sem t engir þig beint við fréttirnar, án þess að þurfa opna vafrann þinn! „Í síðustu viku ákvað ég að gera mér dagamun þar sem ég hef verið svo afskaplega upptekin upp á síðkastið,“ segir Junphen. „Þannig að ég fór með vinum mínum að skemmta mér. Við fórum í billjard og keilu og það var afar skemmtilegt. En staðreynd- in er sú að nú þegar haustið er gengið í garð með leiðindaveðri þá hef ég varla löngun til að fara nokkurn skapaðan hlut. Ég er meira að segja orðin löt við að fara í sund. Þannig að ég er mikið til heima hjá mér en þá er líka tækifæri til að bæta íslenskuna því Háskóli Íslands er með námskeið og hægt er að nálgast æfingar og gögn á netinu.“ Junphen Sriyoha: Veðrið heldur henni heima

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.