Fréttablaðið - 19.09.2008, Síða 18

Fréttablaðið - 19.09.2008, Síða 18
18 19. september 2008 FÖSTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 601 3.854 +1,39% Velta: 11.441 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 6,63 +0,76% ... Atorka 4,84 -1,22% ... Bakkavör 22,50 -2,17% ... Eimskipafélagið 4,35 -8,61% ... Exista 5,61 -2,43% ... Glitnir 13,60 +0,33% ... Icelandair Group 20,30 +0,0% ... Kaupþing 682,00 +7,00% ... Landsbankinn 21,70 +0,55% ... Marel Food Systems 87,20 +3,90% ... SPRON 3,00 +0,10% ... Straumur-Burðarás 8,08 +0,25% ... Össur 91,40 +1,20% MESTA HÆKKUN CENTURY ALUMIN. 7,39% ATL. PETROLEUM 6,12% MAREL 4,68% MESTA LÆKKUN EIMSKIPAFÉLAGIÐ 8,61% EXISTA 2,43% BAKKAVÖR 2,17% „Þetta er björgunaraðgerð í nafni almannaheilla og til að varðveita stöðugleika fjármálakerfisins, segir Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra um samruna Lloyds og HBOS í Bretlandi í gær, en við hann varð til stærsti banki Bret- landseyja, með nær þriðjungs markaðshlutdeild. Athygli vekur að Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, lýsti því yfir á miðvikudagskvöld breska ríkisstjórnin myndi beita sér fyrir því að yfirtökusamningnum verði hraðað í gegn án þess að til komi tímafrek athugun þarlendra sam- keppnisyfirvalda, enda gríðarlegir hagsmunir í húfi til að varna því að skoski bankinn verði gjaldþrota. Markaðurinn sagði frá því á þriðjudag að vaxandi óþreyju væri tekið að gæta hér á landi eftir rann- sókn Samkeppniseftirlitsins á sam- runa Kaupþings og SPRON, ekki síst í ljósi þess að gríðarstórir sam- runar, til að mynda kaup Bank of America á Merrill Lynch fjárfest- ingabankanum, gangi í gegn á klukkustundum og með velþókun stjórnvalda þar í landi. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði í viðtali við Markaðinn á dög- unum, að vel væri hægt að hagræða í bankakerfinu, til dæmis með sam- einingu eða samruna fyrirtækja. „Ríkisstjórnin mun stuðla að því fyrir sitt leyti,“ sagði hann. „Það er heimild fyrir þessu í breskum lögum og einnig í íslensk- um lögum, ef fjármálastofnun er á leið í þrot. Ef sambærilegar aðstæður kæmu upp hér þá ábyrgð- umst við slíkar aðgerðir með sama hætti,“ segir viðskiptaráðherra og bætir við að sem betur fer hafi mál af þessu tagi ekki komið upp hér á landi. Aðspurður um hvort athugun á samruna SPRON og Kaupþings hafi tekið of langan tíma, segir við- skiptaráðherra ólíku saman að jafna. „Þar er á ferðinni hefðbund- inn samruni en ekki neyðaraðstoð. Ég geri ráð fyrir að Samkeppnis- eftirlitið vinni hratt og vel að mál- inu, en það verður að svara fyrir það.“ Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, þekkir vel til í fjármálaheiminum, en hann var áður forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Hann segir að aðstæður nú á mörk- uðum reyni mjög á stjórnvöld sem hafi með fjármálamarkaði að gera. „Þar skipta miklu máli hinir aug- ljósu hagsmunir af stöðugu fjár- málakerfi og það að almenningur verði ekki fyrir skakkaföllum af þroti einstakra banka,“ segir hann. „Það vill hins vegar oft gleymast í hita umræðunnar að almenningur og fyrirtæki hafa einnig mikla hagsmuni af virkri samkeppni á fjármálamarkaði,“ segir Páll Gunn- ar og tekur fram að við athugun Samkeppniseftirlitsins á samruna sé fyrir hendi svigrúm til að taka tillit til alvarlegra erfiðleika í rekstri einstakra fjármálafyrir- tækja. „Það er að sjálfsögðu eitt af því sem litið er til við þær aðstæður sem nú eru, það er ef samruna- aðilar byggja málatilbúnað sinn á því.“ Um þau samrunamál á fjármála- markaði sem nú eru til umfjöllunar segir Páll Gunnar að þau séu langt á veg komin og Samkeppniseftirlitið vænti þess að þau klárist vel innan þess tímafrests sem lög kveða á um í samrunamálum. „Það er mikilvægt að viðkvæm mál eins og þessi fái skjótan fram- gang hjá stjórnvöldum og Sam- keppniseftirlitið hefur reynt að tryggja það. Mikið veltur hins vegar á því að öll gagnaöflun gangi greiðlega fyrir sig en því miður reynist hún oft torsótt,“ bætir hann við, en þess er skemmst að minnast að Samkeppniseftirlitið ákvað að beita Saga Capital dagsektum fyrir að svara ekki spurningum um markaðshlutdeild banka sem eftir- litið setti fram vegna rannsóknar sinnar á samruna Kaupþings og SPRON. - bih Risastórir samrunar renna í gegn víða um heim án afskipta samkeppnisyfirvalda: Sama heimild til staðar í íslenskum og breskum lögum BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON PÁLL GUNNAR PÁLSSON Líkur hafa aukist á að ítalska flugfélagið Alitalia verði tekið til gjaldþrotaskipta eftir að hópur fjárfesta sem stjórnvöld höfðu verið í viðræðum við dró kauptil- boð sitt til baka á fimmtudag. Ástæðan er andstaða verkalýðs- félaga flugmanna og flugþjóna sem sættu sig ekki við tillögur fjárfestanna um kjaraskerðingar og fjöldauppsagnir. Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hafði staðhæft að af samn- ingum yrði, hvað sem liði afstöðu verkalýðsfélaganna. Flugfélagið var tekið til greiðslustöðvunar í lok ágúst. Ítalska ríkið á 49,9 pró- senta hlut í félaginu. Óttast er að 20.000 manns muni missa vinn- una við hrun Alitalia. - msh Alitalia í þrot Aðfaranótt fimmtudags ákváðu stærstu seðlabankar heims að dæla 180 milljörðum dollara á gjaldeyris- skiptamarkaði með dollara, en skammtímamarkaður með dollara hafði frosið í kjölfar hruns fjárfest- ingarbankans Lehman Brothers og tryggingafélagsins AIG. Vextir á millibankamarkaði með dollara þrefölduðust, og hafa aldrei verið hærri, að sögn Wall Street Journal. Auk Seðlabanka Bandaríkjanna eru það seðlabankar Kanada, Japan, Evrópu, Eng- lands og Sviss sem standa að þessari aðgerð, en tilgangur hennar er að tryggja að fjár- málastofnanir hafi aðgang að nægilegu magni dollara. Bankar hafa hamstrað doll- ara og treysta sér ekki til að lána hver öðrum. Á sama tíma og peningamarkaðir hafa frosið hafa fjárfestar flúið í örugg skjól svo sem bandaríska ríkisvíxla, en verð þeirra nú er hið hæsta síðan eftir seinna stríð. Ávöxtunarkrafa á þriggja mánaða víxlum féll í 0,06 prósent og hefur aldrei verið lægri. Vandi fjármálakerfisins er skortur á trausti og óvissa um stöðu fjár- málastofnana, enda hafa atburðir síðustu daga sýnt að stærstu og öfl- ugustu fjármálastofnanir heims eru ekki ónæmar fyrir fjármálakrepp- unni. „Gagnkvæmt traust virðist gjörsamlega horfið af mörkuðum,“ sagði Jim O‘Neill, aðalhagfræðingur Goldman Sachs í London, í viðtali við Bloomberg. Hagfræðingar hafa bent á að aðgerð seðlabankanna sé því fyrst og fremst skamtímaaðgerð, enda sé undir- liggjandi vandi slæm eiginfjárstaða margra bandarískra banka, ekki skortur á skamm- tímafjármögnun. - msh Seðlabankar snúa bökum saman BEN BERNANKE „Við höfum afskrifað allar ferðir með Futura Airways,“ segir Helgi Jóhannsson, stjórnarformaður Ferðaskrifstofu Íslands, sem rekur Úrval-Útsýn. Helgi undrað- ist bannið, sem hefði getað kippt fótunum undan hvaða félagi sem er. Í síðustu viku var unnið að því hörðum höndum að leita nýrra aðila til að annast farþegaflug með íslenska ferðalanga eftir að spænsk flugmálayfirvöld settu Futura í tveggja daga flugbann í síðustu viku. Flugvélar frá spænska flug- félaginu Iberworld, Iceland Express, Icelandair og breska flugfélaginu Astreus, sem heyrir undir Northern Travel Holding, hlupu undir bagga í síðustu viku og munu þau tvö síðasttöldu fljúga fyrir Úrval-Útsýn áfram. - jab Hættir með Futura „Þetta eru fjarri því að vera tapaðir peningar,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, fjölmiðlafulltrúi Straums. Íslensku viðskiptabankarnir fimm eiga 182,6 milljónir evra, jafnvirði tæpra 25 milljarða króna, kröfu inni hjá fjárfestingarbankan- um Lehman Brothers, samkvæmt upplýsingum Fjármálaeftirlitsins, sem birtar voru í gær. Þetta sam- svarar 1,8 prósentum af heildar- eiginfjárgrunni bankanna. Að sögn Fjármálaeftirlitsins hafa íslensku bankarnir enga sérstöðu í málinu enda hafi stærri erlendir bankar upplýst um kröfur á banda- ríska bankann. Af upphæðinni á Straumur lang- stærstan hlut, 100 milljónir evra. Það jafngildir 13,6 milljörðum króna miðað við lokagengi evru í gær. Stærstu liðir kröfunnar er tryggingarinnistæða upp á 48,2 milljónir evra og hlutabréf upp á 16,8 milljónir. Straumur lýsti því í gær að hann eigi enga beina áhættu vegna bandaríska fjárfestingarbankans, sem fór fram á greiðslustöðvun á mánudag. Áhættan liggi hins vegar gagnvart Lehman Brothers Inter- national Europe í Bretlandi, sem var miðlari og gagnaðili Straums í viðskiptum með afleiður. Straumur sagði í gær ekki liggja fyrir hvenær né hvernig farið verði með kröfur á hendur Lehman Brothers Holding og tengdum félögum né hvort og þá hve mikið bankinn gæti þurft að afskrifa vegna þessa. Ekki fékkst uppgefið í gær hvernig kröfurnar skiptast á hina bankana þegar leitað var eftir því að öðru leyti en því að þær væru óverulegar. Að sögn Agnars Hans- sonar, forstjóra Icebank, er hlutur- inn smávægilegur og felst krafan nær alfarið í ábyrgð fyrir þriðja aðila í gegnum Lehman Brothers. Fjármálaeftirlitið benti á það í gær að um sé að ræða nær ein- göngu skuldabréfakröfur eða ígildi þeirra (senior debt) en ekki áhættu í formi hlutabréfa eða víkjandi krafna. Sérstaklega er tekið fram að kröfurnar eru að nokkru leyti á félög sem ekki eru í greiðslustöðvun, en tengjast bandaríska Lehman Brothers. Því megi vænta að takist að innheimta hluta krafnanna. jonab@markadurinn.is HÖFUÐSTÖÐVAR LEHMAN BROTHERS Margir stórir erlendir bankar hafa upplýst um kröfu á Lehman Brothers og tengd félög. Íslensku bankarnir hafa því enga sérstöðu í málinu, að sögn Fjármálaeftirlitsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP ÓLAFUR TEITUR GUÐNASON Bankar bíða örlaga Lehmans Íslensku viðskiptabankarnir eiga kröfu hjá Lehman Brothers upp á 25 milljarða króna. Fjármálaeftirlitið telur líkur á að bönkunum takist að innheimta hluta krafnanna. Miele þvottavél verð frá kr.: 109.995 Sportlínan frá Miele Hreinn sparnaður A B Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.