Fréttablaðið - 19.09.2008, Page 33
19. september föstudagur 7
A: Að bíða.
Hverju myndirðu sleppa ef
þú yrðir að spara:
H: Ekki kaupa óþarfa.
A: Ég myndi segja upp Morgun-
blaðinu.
Draumabíllinn minn er:
H: Mercedes Benz CLK 55 AMG.
A: BMW 530 full loaded.
fiskur, kjúklingur og lambakjöt. Svo
skýtur maður próteindrykkjum inn
á milli og borðar mikið af græn-
meti og ávöxtum. Aðal atriðið er
að raða þessu rétt niður á daginn,
hafa þrjá klukkutíma á milli mála
og hafa stærri máltíðir í kringum
æfingarnar. Maður þarf náttúrlega
að borða í samræmi við það sem
maður er að gera, en ég hef haft
það sem reglu að fara aldrei út í of
miklar öfgar.“
ENGINN SLAGSMÁLA-
HUNDUR
Nýlega var fjallað um erjur í fjöl-
miðlum sem upp komu milli
Arnars og nágranna hans, eftir að
Arnar braut bílrúðu til að færa bíl
sem hafði verið lagt í einkastæði
hans. Aðspurður segir hann of
mikið hafa verið gert úr málinu.
„Ég hef nú alltaf verið talinn vera
með mikið jafnaðargeð og rólegur
að eðlisfari. Þetta mál var blás-
ið upp þar sem ég er þekkt andlit
og gerð úr þessu einhver æsifrétt.
Blöðin birtu myndir af mér berum
að ofan undir titlinum „Arnar
Grant – ræðst á bíl nágrannans“.
Það sjá það allir að auðvitað átti
atvikið sér ekki stað með slíkum
hætti. Miðað við það sem ég hef
heyrt í kringum mig er annar hver
maður í einhverju stappi við ná-
granna sína, hvort sem það er út af
sameigninni eða kvartanir vegna
hávaða. Héraðsdómur hefur kom-
ist að niðurstöðu í málinu og tel ég
því hér með lokið. Niðurstaðan er
sú að ég greiði 20.000 króna sekt í
ríkissjóð en maðurinn ber sitt tjón
sjálfur.“
Finnið þið fyrir pressu að þurfa
alltaf að vera í góðu formi?„Mér
finnst það engin pressa, heldur
líður mér vel. Við erum bæði tvö
þannig að við reynum að lifa eftir
því sem við segjum,“ segir Dísa og
Arnar bæti því við að fólk þurfi að
finna sig í þessu. „Þegar maður
finnur þetta jafnvægi er maður í
góðum málum og þá er ekki aftur
snúið. Þá þarf maður aldrei að
neita sér um neitt og þótt maður
lendi kannski í matarboði í miðri
viku þarf maður ekkert að borða
minna, ef maður er ekki í veislum
á hverjum degi og er að hreyfa sig
og borða skynsamlega flesta daga.
Ef maður lítur á þetta sem verð-
laun og er stanslaust að borða
verðlaunin er ekki til neins að
vinna,“segir hann. „Verðlaunin eru
bara að finna þetta jafnvægi á sál
og líkama,“ segir hún og brosir.
„ Ég hélt mína fyrstu ljósmynda-sýningu í Gallerí Fótógrafí síð-
astliðið haust. Þá var sænskur
ljósmyndari staddur á landinu
og var svo ánægður með mynd-
irnar að hann skildi eftir síma-
númerið sitt í gestabókinni. Ég
hringdi svo í hann og hann kom
mér í samband við menningar-
svið borgarinnar Jönköping sem
skipulagði þrjár sýningar,“ segir
Karl R. Lilliendahl, kvikmynda-
tökumaður og ljósmyndari, sem
verður með ljósmyndasýningu í
þremur borgum í Svíþjóð frá okt-
óber til desember. Þetta mun vera
í fyrsta sinn sem Karl heldur ljós-
myndasýningu erlendis.
„Allar myndirnar á sýningunni
eru teknar í Bologna, Flórens
og Róm á Ítalíu. Við fjölskyldan
bjuggum á Ítalíu í níu mánuði á
meðan konan mín var í masters-
námi, en ég tók feðraorlofið mitt á
meðan og sá um sjö mánaða son
okkar sem var mikið með mér í
myndatökunum. Ég tók myndirn-
ar af fólki úti á götu og hver mynd
segir sína sögu, en sýningin ber
heitið Uno þar sem það er aðeins
ein manneskja á hverri mynd,“
útskýrir Karl.
„Sýningin í Svíþjóð verður færð
milli staða og verður sú sama og
ég var með hérna heima, en ég
bætti við nokkrum myndum,“
segir Karl, sem er auk þess önnum
kafinn við þáttagerð hjá Ríkissjón-
varpinu um þessar mundir, en
hann framleiðir og klippir Sunnu-
dagsþætti Evu Maríu Jónsdóttur.
Aðspurður segist hann þó ætla
að sinna ljósmynduninni meira í
nánustu framtíð. „Sýningarnar úti
eru bara fyrsta skrefið og ég stefni
á að taka fleiri myndir, bæta við
og sýna á fleiri stöðum,“ segir
Karl að lokum. - ag
Karl R. Lilliendahl, kvikmyndatökumaður og ljósmyndari:
Heldur þrjár sýningar í Svíþjóð
Karl R. Lilliendahl er á leið til Jönköping í Svíþjóð þar sem hann mun
halda þrjár ljósmyndasýningar. Hér að ofan eru tvö af verkum hans og
ein mynd af honum sjálfum á bak við linsuna.
Vatnsstígur 3, 101 Reykjavík, ph: 5520990 www.muntheplussimonsen.com
Vetur 2008