Fréttablaðið - 19.09.2008, Page 49

Fréttablaðið - 19.09.2008, Page 49
hafskipsmálið upp úr kafinu hafskipsmálið var á sínum tíma einhver mestu tíðindin í íslenskri viðskiptasögu. En þegar skiptastjórar í þrotabúi skipafélagsins luku störfum kom í ljós það sem margir höfðu lengi talið: Félagið hefði varla orðið gjaldþrota ef eðlilega hefði verið að málum staðið. Að baki var ævintýraleg umfjöllun fjölmiðla með Helgarpóstinn í broddi fylkingar, harður atgangur í sölum Alþingis og dæmalaus framganga embættismanna. Stjórnendur félagsins voru hnepptir í gæsluvarðhald í margar vikur og réttur þeirra virðist hafa verið fótum troðinn í krafti hins opinbera valds. Hvernig horfir Hafskipsmálið við nú? www.forlagid.is Höfundur bókarinnar er STEFÁN GUNNAR SVEINSSON sagnfræðingur. Hann er fæddur í Reykjavík árið 1981, útskrifaðist með B.A.-próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 2004 og M.A.-gráðu frá London School of Economics árið 2006. Afdrif Hafskips – í boði hins opinbera er glögg samantekt um málið frá því hamagangurinn hófst árið 1985 og allt þar til síðustu dómarnir féllu í Hæstarétti sex árum síðar. Höfundur rekur með skýrum og aðgengilegum hætti gang Hafskipsmálsins og setur söguna í samhengi sem vafalítið á eftir að vekja lesendur til umhugsunar um vinnubrögð- in sem viðhöfð voru.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.