Fréttablaðið - 24.09.2008, Síða 2
2 24. september 2008 MIÐVIKUDAGUR
VIÐSKIPTI Frá september á næsta
ári og fram í júní 2010 koma til
endurskoðunar vextir 5.500
íðbúðalána. Í
kynningu á
nýrri hagspá
Landsbankans
sagði Kristrún
Tinna Gunnars-
dóttir hagfræð-
ingur líklegt að
greiðslubyrði
stóraukist.
Bankinn
spáir um leið 10
prósenta verðlækkun fasteigna
þar til sá markaður taki við sér á
ný fyrri hluta 2010.
Um leið kemur fram að
greiðslubyrði heimila verði á
næsta ári léttari en árið 2003 áður
en uppgangur hófst hér á
fasteignamarkaði. Þótt heimilin
skuldi meira þá séu ráðstöfunar-
tekjur líka meiri, auk þess sem
meðalvextir séu lægri og lánstími
lengri. - óká / Sjá Markaðinn
FÉLAGSMÁL Steingrímur Páll Vid-
erö, fjögurra ára þroskahamlaður
og einhverfur drengur úr Mosfells-
bæ, hefur í tvígang verið skilinn
eftir einn og yfirgefinn af starfs-
mönnum Ferðaþjónustu fatlaðra.
Steingrímur getur ekkert tjáð sig.
Martin Viderö, faðir Steingríms,
segir mildi að ekki hafi farið illa.
Martin segir sárt að vita til þess
að sonur sinn sé skilinn eftir á stöð-
um fjarri þeim áfangastað sem
hann átti að vera sendur á fyrir það
fyrsta og þess ekki gætt að hann
komist í réttar hendur. Það sé ólíð-
andi meðferð, sérstaklega þegar
börn eiga í hlut.
„Það gengur ekki að barnið okkar
sé ítrekað skilið eftir einhvers
staðar niðri í bæ, eitt og yfirgefið,
því starfsmennirnir hafa ekki fyrir
því að finna leikskólann hans,“
segir Martin. Í stað þess að leita
betur fóru starfsmenn ferðaþjón-
ustunnar tvívegis með drenginn í
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra
á Háaleitisbraut. Í annað skiptið
var honum fylgt inn en bílstjórinn
gat ekki sagt starfsfólki Styrktar-
félagsins hvað drengurinn héti.
Slík vinnubrögð segir Martin lýsa
miklu fálæti í garð lítils barns.
Seinna skiptið hafi þó verið mun
alvarlegra en þá skildi bílstjórinn
Steingrím eftir í anddyri Styrktar-
félagsins. „Hann getur ekkert tjáð
sig en þykir spennandi að fara út
og skoða. Hann hefði ekki þurft að
hafa mikið fyrir því að ganga út
um sjálfvirku dyrnar sem þarna
eru. Ég get ekki hugsað þá hugsun
til enda hvað hefði getað gerst,“
segir Martin. Sem betur fer veitti
starfsfólk Styrktarfélagsins
drengnum athygli og sá til þess að
hann kæmist í réttar hendur.
Martin og Júlíana Steingríms-
dóttir, móðir drengsins, furða sig
einnig á að hann sé látinn sitja í
framsæti bíla ferðaþjónustunnar.
„Ég hélt að lög í landinu bönnuðu
slíkt,“ segir Martin. Hann segir að
starfsmenn hafi tjáð honum að
stundum væri fullorðið fólk meðal
farþega sem gæti reynst barninu
hættulegt og því mætti hann ekki
sitja aftur í. Ekki hafi komið til
greina að sækja Steingrím á öðrum
bíl.
Unnur Erla Þóroddsdóttir,
félagsráðgjafi hjá Mosfellsbæ,
segir athugasemdir sem þessar
litnar alvarlegum augum og reynt
yrði að finna lausn á málinu. Hún
benti á að Mosfellsbær væri með
samning við Ferðaþjónustu fatl-
aðra og Gunnar Torfason svaraði
fyrir það fyrirtæki. Hann vildi ekki
tjá sig um málið þegar Fréttablaðið
hafði samband. karen@frettabladid.is
Erum með til leigu stórglæsileg sumarhús í Borgarfi rði
skammt frá Húsafelli í skógi vöxnu landi með miklu
útsýni. Heitir pottar. Hentugt fyrir stéttafélög, fyrirtæki,
einstaklinga eða stofnanir.
Nánari uppl í síma 695-9600
Jóhannes, hringir þessi maður
bara eitthvað út og suður?
„Já. Hann er greinilega áttavilltur og
þarf á kompási að halda.“
Jóhannes Karl Kristjánsson hefur ítrekað
fengið hótunarsímtöl frá ókunnum
manni sem tekur Jóhannes í misgrip-
um fyrir nafna hans, Jóhannes Kristján
Kristjánsson úr fréttaskýringaþættinum
Kompási.
STJÓRNMÁL, BRUSSEL Það ætti að
ráðast í dag hvort mögulegt sé
fyrir Ísland að taka upp evru án
þess að ganga í Evrópusamband-
ið. Evrópunefnd stjórnvalda hittir
í dag Joaquín Almunia, fram-
kvæmdastjóra efnahags- og
peningamála Evrópusambands-
ins. Verða evrumál fyrst og
fremst á dagskrá fundarins.
Þegar hafa fengist svör frá
Brussel um að hvorki sé vilji
meðal stjórnmálamanna né
embættismanna til að ríki taki
upp evru án ESB-aðildar, en svör
um hvort það sé lagalega
mögulegt liggja enn ekki fyrir.
- bþs
Evra án ESB-aðildar:
Svör ættu að
fást í dag
Einhverfur drengur
skilinn eftir einn
Fjögurra ára drengur hefur í tvígang verið skilinn eftir í reiðileysi fjarri áfanga-
stað sínum af Ferðaþjónustu fatlaðra. Faðir drengsins segir mildi að ekki hafi
farið verr. Komið sé fram við son sinn eins og dauðan hlut en ekki lítið barn.
Hjörtur Grétarsson, formaður
Umsjónarfélags einhverfra, segist
gáttaður að heyra af því að fjögurra
ára einhverfur drengur hafi verið
skilinn eftir einsamall án þess að
bílstjórar Ferðaþjónustu fatlaðra hafi
komið honum í réttar hendur. „Það
hljóta allir að verða gáttaðir þegar
þeir heyra að svona sé komið fram
við barn hvort sem það er einhverft
eða ekki,“ segir hann. Hjörtur segist
ekki hafa fengið til sín kvörtun vegna
málsins en berist hún muni félagið
beita sér fyrir úrbótum í málinu.
Umsjónarfélag einhverfra:
GÁTTAÐUR Á ÞESSARI MEÐFERÐ
FEÐGARNIR
Martin segir
styrktarmóður
sonar síns, hafa
hitt naglann á
höfðið þegar
hún sagði að
heimsendar
pitsur fengju
betri þjónustu
en Steingrímur
litli.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
N
TO
N
KRISTRÚN TINNA
GUNNARSDÓTTIR
Húsnæðislán í endurskoðun:
Greiðslubyrði
sögð stóraukast
LÖGREGLUMÁL Ung kona sem varð
vitni að fólskulegri árás karlmanns
á vinkonu sína í miðborg Reykja-
víkur um síð-
ustu helgi furðar
sig á viðbrögð-
um lögreglu.
„Þegar við
erum að ganga
að bílnum kemur
að okkur útlend-
ingur sem talar
mjög dónalega
til okkar,“ segir
Kristín María
Birgisdóttir, um aðdraganda árás-
arinnar. Hún segir eina vinkvenna
sinna hafa beðið manninn að hafa
sig á brott. Orðum hennar svaraði
hann með því að hrækja á hana. Sú
sem stóð næst manninum hafi
ósjálfrátt svarað í sömu mynt. „Þá
stökk hann upp og sparkaði eins og
fótboltamaður að taka bolta í loft-
inu beint í gagnaugað á henni,“
segir Kristín.
„Fyrstu viðbrögð okkar voru að
hringja í neyðarlínuna, þaðan var
okkur gefið samband við lögregl-
una á höfuðborgarsvæðinu,“ segir
hún. Ekki var farið fram á lýsingu
á manninum heldur hafi þær þurft
að biðja um að fá að gefa hana. Þá
hafi þeim ekki verið boðin aðstoð.
Vinkonan sem varð fyrir árásinni
hafi borðið sig vel þótt hún hefði
höfuðverk. Þær hefðu þó ekki verið
tilbúnar að sætta sig við viðbrögð
lögreglu og því talað við lögreglu-
þjón sem staddur var í miðbænum
og aftur lýst manninum.
Daginn eftir hafi þær svo
grennslast fyrir um málið en þá
hafi komið í ljós að það var hvergi
skráð. „Hvernig er hægt að halda
tölfræði yfir árásir ef þær eru ekki
skráðar skipulega?“ spyr Kristín.
Þá bendir hún á þá staðreynd að
fólk hafi látist af minni höggum.
Hún undri sig því á að fólki sé ekki
boðin aðstoð verði það fyrir árás
eða að reynt sé að hafa upp á árás-
armönnum.
Hörður Jóhannesson, aðstoðar-
lögreglustjóri hjá lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu, sagði í gær
að málið væri í athugun. - kdk
Maður sparkaði í höfuð ungrar konu í miðbæ Reykjavíkur:
Lögregla sinnti hvorki árás né skráði
KOMU EKKI TIL AÐSTOÐAR Lögreglan er
sökuð um slæleg vinnubrögð. KRISTÍN MARÍA
BIRGISSDÓTTIR
ORKUMÁL „Gallinn er sá að það er
enginn til að taka við tilboðum,“
segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri
Reykjanesbæjar, sem ásamt
Geysi Green Energy vill kaupa 10
prósenta hlut í Hitaveitu Suður-
nesja.
Orkuveita Reykjavíkur samdi í
fyrra við Hafnarfjarðarbæ um
kaup á 15 prósenta hlut í Hita-
veitu Suðurnesja (HS) en sam-
keppnisyfirvöld úrskurðuðu síðan
að Orkuveitan mætti ekki eignast
hlutinn. Orkuveitan vill því að við-
skiptin gangi til baka en Hafnar-
fjarðarbær vill að þau gangi eftir
og leitar til dómstóla til að fá við-
urkennt að Orkuveitan eigi að
greiða bænum
umsamda sjö
milljarða
króna.
Reykjanes-
bær á tæplega
35 prósenta hlut
í HS og Geysi
Green Energy
(GGE) á 32 pró-
sent í fyrirtæk-
inu.
Sett hefur verið fram tilboð
fyrir hönd óstofnaðs hlutafélags í
sameiginlegri eigu Reykjanes-
bæjar og GGE um að kaupa 10
prósent af hinum umdeilda 15
prósenta hlut. Árni Sigfússon
segir að boðist sé til að kaupa hlut-
inn á sama gengi og í upphaflegu
viðskiptunum. Hafnarfjarðarbær
segist hins vegar ekki eiga hlut-
inn til að selja og Orkuveitan seg-
ist ekki mega eiga hann og því
ekki geta selt hann. Þetta stað-
festa Lúðvík Geirsson bæjarstjóri
í Hafnafirði og Guðlaugur G.
Sverrisson, stjórnformaður Orku-
veitunnar.
„Svo virðist sem hvorugur vilji
eiga og enginn geti selt. Þá fæ ég
ekki séð að við getum leyst úr
málinu og þeir verða bara að eiga
þetta,“ segir Ásgeir Margeirsson,
forstjóri GGE.
- gar
Reykjanesbær og Geysir Green bjóða í umdeildan hlut í Hitaveitu Suðurnesja:
Enginn vill taka við milljarðatilboði
LÖGREGLUMÁL Konu sem hneppt
var í gæsluvarðhald vegna mikils
magns fíkniefna sem fannst við
húsleit á Sauðárkróki um helgina
hefur verið sleppt. Samkvæmt
lögreglu telst málið upplýst.
Hald var lagt á 450 grömm af
kannabisefnum og tólf grömm af
amfetamíni við húsleitina. Er það
mesta magn fíkniefna sem
lögreglan á Sauðárkróki hefur
gert upptækt í einni aðgerð.
Konan hefur viðurkennt að
hafa ætlað efnin til sölu á
Norðurlandi, auk hluta þeirra til
einkanota.
Alls voru fjórir aðilar hand-
teknir í tengslum við málið. - kg
Fíkniefni á Sauðárkróki:
Fíkniefnamálið
talið upplýst
LÖGREGLUMÁL Hæstiréttur hefur
staðfest farbann yfir tveimur
Rúmenum sem grunaðir eru um
að hafa reynt að svíkja út fé á
fjölmörgum stöðum á Suður- og
Vesturlandi í byrjun september.
Rúmenarnir, sem voru þrír
saman, eru sakaðir um að hafa
farið í banka, pósthús og verslanir
og reynt að svíkja út fé með því
að segjast vilja skipta seðlum en
hætt svo við og tekið þá meira til
sín af peningum en þeim bar. - gar
Meint rúmenskt þjófagengi:
Seðlasvindlarar
settir í farbann
ÁRNI SIGFÚSSON
LÖGREGLUMÁL Jóhann R. Bene-
diktsson, lögreglustjóri á
Suðurnesjum, mun segja starfi
sínu lausu frá og með næstu
mánaðamótum, samkvæmt
upplýsingum Fréttablaðsins.
Þrálátur orðrómur hefur verið
uppi um að Jóhann sjái sér ekki
fært að gegna starfi sínu áfram.
Jóhann staðfestir ekki að hann
hyggist segja upp. Hann hefur
boðað til starfsmannafundar í
dag. „Þar verða viðkvæm mál
rædd, sem ég vil að starfsfólk
heyri frá mér en ekki í fjölmiðl-
um,“ segir Jóhann.
Dómsmálaráðherra hefur
tilkynnt að starf Jóhanns verði
auglýst laust til umsóknar. - kg
Löggæslan á Suðurnesjum:
Jóhann R. segir
upp störfum
LÖGREGLUSTJÓRINN Jóhann R. fundar
með starfsmönnum í dag.
SPURNING DAGSINS