Fréttablaðið - 24.09.2008, Qupperneq 8
8 24. september 2008 MIÐVIKUDAGUR
Hinn árlegi dagur símenntunar í stofnunum
og fyrirtækjum 24. september
Fáðu sent 40 mínútna örnámskeið á vinnustaðinn þinn í viku símenntunar að
kostnaðarlausu.
FRAMVEGIS
M I Ð S T Ö Ð U M S Í M E N N T U N Í R E Y K J AV Í K
Erfiði viðskiptavinurinn leynist víða
Öll störf eru þjónustu störf að einhverju
leyti og margar starfsstéttir þurfa
að kljást við ýmsar tegundir erfiðra
viðskiptamanna. Leiðbeinandi: Margrét
Reynisdóttir, M.sc. og ráðgjafi.
Kann ég allt og get ég allt? Hvers
vegna er mikilvægt að sækja sér
símenntun í dag? Árni Guðmundsson,
M Ed., fer yfir það hvernig
samfélagslegar breytingar síðastliðna
öld hafa breytt því hvernig við lærum
að vinna.
Að hefja nám að nýju Guðbjörg
Sigurðardóttir námsráðgjafi fer á
þessu örnámskeiði yfir helstu atriði
í námstækni og sjálfstyrkingu sem
undirbúning fyrir að hefja nám að nýju.
Kynning á Ritara- og
skrifstofustjóranámi. Sigurlaug
Kristmannsdóttir, fjarnámsstjóri
Verzlunarskóla Íslands, heldur
örnámskeið byggt á Ritara- og
skrifstofustjóranámi sem Framvegis
og VÍ sjá um í sameiningu
Kynning á stuðningsfulltrúanámi.
Guðlaugu Maríu Bjarnadóttir, kennari
í stuðningsfulltrúanámi og leikkona,
kynnir starfsnám stuðningsfulltrúa
sem Framvegis heldur í samvinnu við
Fræðslusetrið Starfsmennt.
Hafið samband við Sólveigu solveig@
framvegis.is til þess að panta
námskeið.
Fyrirlestrar í tilefni af viku
símenntunar:
Hvað er lesblinda?
Kennari: Elín Vilhelmsdóttir,
kennslustjóri lesblindumála við
Fjölbraut í Ármúla. 24. september kl
17:00
Tölvutækni og notkun
hennar í símenntun. Kennari:
Salvör Gissurardóttir, lektor í
upplýsingatækni og tölvunotkun í
námi og kennslu við HÍ
25. september kl. 17:00
Fyrirlestrarnir eru öllum þátttakendum
að kostnaðarlausu. Haldið í húsnæði
Framvegis Síðumúla 6. 2 hæð.
Áhugasamir skrái sig með því
að senda tölvupóst á skraning@
framvegis.is.
1 Hvað er nafn stjórnanda
Kammerhópsins Nordic Affect?
2 Hvað er átt við þegar talað
er um „bjarnarmarkað“ á verð-
bréfamarkaði?
3 Fyrrum aðalræðismaður
Noregs á Íslandi fékk nýlega
norska heiðursorðu fyrir fram-
úrskarandi framlag við að bæta
og þróa samstarf Íslands og
Noregs. Hver er maðurinn?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30
SKIPULAGSMÁL Ferðafélag Íslands lét það ekki
stöðva sig að hafa ekki fengið byggingarleyfi
og reisti skála við Álftavatn. Byggingarnefnd
Rangárþings ytra segir að samkvæmt reglum
eigi að fjarlægja skálann.
„Okkur sárnar að það hafi verið gengið
fram með þessu hætti,“ segir Sigurbjartur
Pálsson, formaður byggingarnefndarinnar.
„Þetta eru hámenntaðir menn sem skipa
þarna hverja stöðu. Þeir vita alveg um hvað
þetta snýst og þess vegna erum við pirraðir.“
Byggingarfulltrúi fór í ágúst að Álftavatni
við svokallaðan Laugaveg milli Landmanna-
lauga og Þórsmerkur. „Kemur þá í ljós að
Ferðafélag Íslands hefur látið byggja
heljarmikið hús, og er það nánast tilbúið til
notkunar,“ segir í fundargerð byggingar-
nefndar Rangárþings ytra.
Byggingarnefndin bendir á að þótt umsókn
um leyfi hafi borist hafi fullnægjandi gögn
vantað og skálinn því reistur í „algjöru
óleyfi“. Samkvæmt reglugerð eigi að
fjarlægja öll slík mannvirki. Gistiskálinn
sem er innfluttur frá Svíþjóð er nærri 200
fermetrar og kostaði nálægt 30 milljónum
króna.
„Þessir hlutir þurfa að vera í lagi og þeir
voru ekki í lagi hjá okkur,“ viðurkennir
Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélags-
ins.
Ólafur segir leitt hvernig til hafi tekist en
ítrekar að skálinn umdeildi hafi alls ekki
verið reistur án þess að nokkur hjá sveitarfé-
laginu hafi vitað hvað var í gangi.
„Það stóð á teikningum frá Svíþjóð en það
var ekkert annað að gera en að drífa húsið
áfram,“ útskýrir Ólafur og vísar til þess
hversu stuttur tími gefist á fjöllum til
byggingarframkvæmda.
Bæði Ólafur og Sigursteinn benda á að
Ferðafélagið hafi áður reist marga skála á
umráðasvæði sveitarfélagsins og þá hafi allt
verið í góðu lagi. „Okkar samstarf er mjög
gott og við leggjum mikið upp úr því að leysa
þetta mál með farsælum hætti,“ segir forseti
Ferðafélagsins. „Þegar við fáum gögnin þá
förum við yfir þau og sjáum hvort það er
einhver leið fær. Ég útiloka ekki að menn
gangi alla leið en það yrði algert neyðarúr-
ræði,“ segir Sigurbjartur Pálsson.
gar@frettabladid.is
Rangárþing hótar að rífa
nýjan skála Ferðafélagsins
Formaður byggingarnefndar Rangárþings ytra segir koma til greina að láta fjarlægja nýbyggðan gistiskála
sem Ferðafélag Íslands lét reisa án leyfis við Álftavatn. Forseti Ferðafélagsins vonast eftir farsælli lausn.
SKÁLINN Reistur í skyndi í sumar á
meðan færi gafst vegna veðurs en
byggingarleyfið skorti því teikningar
bárust ekki frá Svíþjóð segir forseti
Ferðafélags Íslands.
ÓLAFUR ÖRN
HARALDSSON
SIGURBJARTUR
PÁLSSON
Athafnarmanni blöskrar bleiuverð:
Dýrar bleiur í
Lyfjum og heilsu
Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á
neytendur@frettabladid.is
DR. GUNNI neytendur@frettabladid.is
BRETLAND, AP „Ef fólki finnst ég
vera of alvarlegur, þá er satt að
segja heilmargt sem þarf að taka
alvarlega,“ sagði Gordon Brown,
forsætisráðhera Bretlands, í ræðu
sinni á landsþingi breska Verka-
mannaflokksins í Manchester í
gær.
Brown svaraði gagnrýnendum
sínum fullum hálsi og virtist stað-
ráðinn í að vinna sigur á David
Cameron, leiðtoga Íhaldsflokks-
ins, í næstu þingkosningum. „Það
er ljóst að Bretar geta ekki treyst
Íhaldsflokknum til að fara með
efnahagsmál,“ sagði Brown, og
hét því að treysta velferðarkerfi
landsins þrátt fyrir harkalega
efnahagserfiðleika sem nú steðja
að.
Hann sagði áherslu Verka-
mannaflokksins á réttlæti ekki
vera neina sýndarmennsku, held-
ur innbyggða í eðli flokksins: „Það
er þess vegna sem Verkamanna-
flokkurinn er til.“
Ræðunni var ákaft fagnað á
landsþinginu, þrátt fyrir að Brown
hafi verið harðlega gagnrýndur af
mörgum flokksfélögum sínum
undanfarið og hvattur til að segja
af sér.
„Ég held að Gordon hafi þarna
fundið sína réttu rödd,“ sagði
David Miliband utanríkisráð-
herra.
Verkamannaflokkurinn hefur
farið illa út úr skoðanakönnunum
undanfarið og óvíst hvort þessi
ræða Browns dugar til að snúa
þeirri þróun við. - gb
Forsætisráðherra Bretlands flutti þrumuræðu á landsþingi Verkamannaflokksins:
Gordon Brown snýr vörn í sókn
GORDON BROWN Svaraði gagnrýnend-
um sínum fullum hálsi. NORDICPHOTOS/AFP
LÖGREGLUMÁL Karlmanni, sem
grunaður er um að hafa áreitt
barn kynferðislega á heimili að
Grettisgötu fyrr í þessum
mánuði, var í gær gert að sæta
áfram gæsluvarðhaldi til 21.
október. Úrskurðurinn er á
grundvelli almannahagsmuna.
Maðurinn, sem er á fimmtugs-
aldri, er grunaður um að hafa
komist inn um glugga á húsinu að
næturlagi. Kona, sem var þar ein
ásamt sex ára barni, vaknaði við
mannaferðir. Þegar hún fór að
athuga málið mætti hún manni,
sem lagði á flótta. Maðurinn hafði
áður hlotið dóm fyrir að ræna
fjögurra ára stúlku. - jss
Meint brot gegn barni:
Maður áfram í
gæsluvarðhaldi
BANDARÍKIN, AP George W. Bush
Bandaríkjaforseti fór hörðum
orðum um Sýrland og Íran þegar
hann ávarpaði allsherjarþing
Sameinuðu þjóðanna í New York í
gær.
Hann sagði bæði ríkin enn
styðja hryðjuverkamenn, og sagði
jafnframt að þörfin fyrir að ríki
heims tækju höndum saman um
að berjast gegn hryðjuverkum
væri brýnni nú en nokkru sinni.
Þetta var í síðasta sinn sem
Bush ávarpar þingið, en hann
lætur af embætti í janúar
næstkomandi.
Mahmoud Ahmadinejad
Íransforseti sat í þingsalnum og
brosti breitt meðan Bush flutti
ræðu sína. - gb
Allsherjarþing SÞ:
Bush gagnrýnir
Sýrland og Íran
SÍÐASTA ÁVARPIÐ Bush á allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Athafnamaður, sem ekki vildi
láta nafns síns getið, stoppaði
umboðsmann á förnum vegi og
var mikið niðri fyrir: „Okkur
bráðvantaði bleiur snemma
dags á sunnudaginn og ég fór í
einu búðina sem var opin í hverf-
inu, Lyf og heilsa á Háaleitis-
braut. Ég hef aldrei pælt í
verðlagi fyrr og bara borgað upp-
sett verð, en nú í fyrsta skipti á
ævinni gekk verðið svo fram af
mér að ég sagði við afgreiðslu-
konuna: „Nei, heyrðu mig nú, ég
bíð bara þar til það opnar
einhvers staðar annars staðar!“
Einn lítill bleiupoki kostar þarna
nærri 2.500 krónur! Í Nóatúni
við hliðina sem opnaði
klukkutíma seinna
kostaði sami pokinn um
1.500 krónur og auðvitað
keypti ég hann. Síðan hef
ég tékkað á þessum
bleium og sami pokinn
kostar undir
900
krónur í Bónus. Fyrr má nú vera
munurinn!“
Í framhaldi af þessari sögu
gerði ég könnun á bleiuverði í
gær. Niðurstöðurnar eru
eftirfarandi:
Pampers midi 3 (grænar) – bleiur
fyrir 4-9 kg.
Lyf og heilsa, Háaleitisbraut:
38 stk. 2.458 kr. / 65 kr. bleian
Lyfja, Lágmúla:
38 stk. 2.098 kr. / 55 kr. bleian
10-11, Lágmúla:
38 stk. 1.699 kr. / 48 kr. bleian
Hagkaup, Eiðistorgi:
38 stk. 1.535 kr. / 40 kr. bleian
Nóatún, Háaleitisbraut:
38 stk. 1.479 kr. / 39 kr. bleian
Krónan, Grandi:
52 stk. 1.299 kr / 25 kr. bleian
Bónus, Faxafeni:
70 stk.
1.559 kr. / 23
kr. bleian
VEISTU SVARIÐ?