Fréttablaðið - 24.09.2008, Side 10
10 24. september 2008 MIÐVIKUDAGUR
Stórkostlegt tækifæri
m.v. gengi 130 Evrur
EFNAHAGSMÁL Björgvin G. Sigurðs-
son viðskiptaráðherra telur að
íslensk stjórnvöld geti ekki haldið
óbreyttri stefnu heldur verði að
bregðast við þróuninni í gjaldmið-
ilsmálum Íslendinga.
Björgvin setti ráðstefnuna Evra
á Íslandi í Þjóðmenningarhúsinu í
gær og benti þá á að stjórnvöld
gætu ekki haldið óbreyttri stefnu
heldur verði að bregðast við.
Mikilvægt sé að hafa forsend-
urnar skýrar til að „taka þessa
stærstu ákvörðun sem tekin hefur
verið í íslenskum stjórnmálum
undanfarin ár eða frá því við gerð-
umst aðilar að Evrópska efna-
hagssvæðinu“.
Peter Dyrberg, forstöðumaður
Evrópuréttarstofnunar Háskól-
ans í Reykjavík, fjallaði um fjórar
leiðir sem koma til greina fyrir
Íslendinga til að tengjast evrunni
fyrir utan aðild að Evrópusam-
bandinu, ESB, og Myntbandalag-
inu. Þar af sagði hann að aðeins
tvær væru mögulegar út frá laga-
legu sjónarmiði.
Leiðirnar fjórar eru að semja
um aðild að Myntbandalaginu án
aðildar að ESB þannig að Íslend-
ingar taki upp evru, Íslendingar
semji um sérstaka lausn, taki ein-
hliða upp evru af hálfu íslensku
ríkisstjórnarinnar, með eða án
samþykkis og samstarfs við ESB,
eða að íslenskt samfélag taki
smám saman einhliða upp evru
gegn stefnu ríkisstjórnarinnar.
Dyrberg kvaðst kominn til að
fjalla um upptöku evru út frá
lagalegu sjónarmiði. Síðustu tveir
kostirnir væru ekki innan laga-
sviðsins. Hann sagði aðild að
Myntbandalaginu án aðildar að
ESB útilokaða. Þá væri „mjög
ólíklegt“ að Íslendingar gætu
samið um sérstaka lausn.
„Er viðsemjandinn viljugur til
samninga?“ spurði hann. „Sam-
kvæmt skilaboðunum hingað til
er ekki samningsvilji fyrir hendi,“
sagði hann og benti á að slíkt sam-
komulag yrði í trássi við tilgang
ESB og Myntbandalagsins.
- ghs
Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra telur stjórnvöld verða að bregðast við í peningamálum:
Stærsta ákvörðun undanfarinna ára
VERÐA AÐ BREGÐAST VIÐ Björgvin Sigurðsson viðskiptaráðherra telur að stjórn-
völd geti ekki haldið óbreyttri stefnu heldur verði að bregðast við og taka „stærstu
ákvörðun sem tekin hefur verið í íslenskum stjórnmálum undanfarin ár“.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
EVRÓPUMÁL Evrópska efnahags-
svæðið er árangursríkt fyrirkomu-
lag á aðlögun EFTA-ríkja að innri
markaði Evrópusambandsins, en
það getur ekki veitt þeim aðgang
að evrunni. „Það er einfaldlega úti-
lokað,“ segir Graham Avery, fram-
kvæmdastjóri Trans European
Policy Studies Association.
Avery var um 33 ára skeið emb-
ættismaður framkvæmdastjórnar
ESB. Hann hélt erindi um stækk-
unarhorfur ESB á opnum fundi í
HÍ í gær. Þegar hann kom að því
að lýsa afstöðu ESB gagnvart
hugsanlegri inngöngu EFTA-ríkj-
anna í sambandið vék hann að því
sem hann hefði heyrt að íslenska
Evrópunefndin væri þessa dagana
að reyna að fá svör við í Brussel.
Spurður álits á þeirri fullyrð-
ingu að það væri ekki aðalatriði
hvað embættismenn ESB segðu,
heldur hvað leiðtogar aðildarríkj-
anna teldu gerlegt, segir Avery:
„Það er ekki mitt að svara fyrir
kjörna ríkisstjórnarleiðtoga aðild-
arríkjanna, en það er alveg ljóst í
mínum huga að í þessu efni hefur
Seðlabanki Evrópu lykilhlutverki
að gegna. Forsvarsmenn hans hafa
að því er ég best veit svarað því
afdráttarlaust að það komi ekki til
greina að Íslendingar fái að taka
upp evruna án fullrar aðildar að
Efnahags- og myntbandalaginu og
forsenda fyrir henni er full aðild
að ESB. Og ég leyfi mér að efast
um að nokkur ríkisstjórnarleiðtogi
í sambandinu kæri sig um að taka
aðra afstöðu í þessu máli en seðla-
bankastjórnin.“ - aa
GRAHAM AVERY Efast um að nokkur rík-
isstjórnarleiðtogi í ESB taki aðra afstöðu
en stjórn ECB. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Breskur Evrópumálasérfræðingur frá Brussel um tvíhliða upptöku evru:
Evra á grunni EES er útilokuð
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á
Suðurnesjum óskar eftir
upplýsingum um líkamsárás á
ljósanótt eða að morgni sunnu-
dagsins 7. september, klukkan
hálfsex.
Á þeim tíma voru lögreglu-
menn á eftirlitsferð er þeir
komu að meðvitundarlausum
manni liggjandi á Hringbraut í
Keflavík, á móts við Mávabraut.
Hann komst til meðvitundar
nokkru síðar. Kona sem var hjá
honum sagði lögreglu að hún
hefði séð menn hraða sér í burtu
á rauðri Honda Accord-bifreið.
Lögreglan óskar eftir að ná
tali af konunni og biður jafn-
framt önnur vitni um að hafa
samband í síma 420 1700. Þá
óskar lögreglan eftir því að
mennirnir á umræddri bifreið
hafi samband við lögregluna.
- jss
Lögreglan á Suðurnesjum:
Lýst eftir fólki
vegna árásar
BEIJING, AP Yfirmaður matvælaeft-
irlitsins í Kína hefur vikið úr
embætti eftir að nærri 53.000
börn voru lögð inn á spítala eftir
að hafa neytt mjólkur og mjólk-
urvara þar í landi.
Sanlu Group-fyrirtækið í Kína
hefur verið miðpunkturinn í
þessu hneyksli, en komið hefur í
ljós að það fyrirtæki, ásamt
öðrum, framleiddu og seldu
eitraða mjólk samkvæmt leyfi
matvælaeftirlitsins. Rannsóknar-
menn segja að mjólkurfyrirtækin
hafi, í því skyni að hámarka
hagnað, bætt vatni út í mjólkina
og síðan bætt við melamíni sem
veldur nýrnaveiki. - aóv
Mjólkurhneyksli í Kína:
Yfirmaður
axlar ábyrgð
ÁHYGGJUFULLIR FORELDRAR Hér
sjást foreldrar bíða eftir læknisaðstoð
fyrir veik börn sín á spítala í Peking í
gær, en löng bið er eftir læknishjálp
á mörgum kínverskum sjúkrahúsum
þessa dagana. Talið er að nærri 53.000
ungbörn hafi veikst eftir að hafa
drukkið melamínmengaða ungbarna-
mjólk. NORDICPHOTOS/AFP