Fréttablaðið - 24.09.2008, Blaðsíða 20
MARKAÐURINN 24. SEPTEMBER 2008 MIÐVIKUDAGUR4
F R É T T A S K Ý R I N G
S
eðlabanki Bandaríkjanna sam-
þykkti á sunnudagskvöld beiðni
fjárfestingabankanna Morgan
Stanley og Goldman Sachs um að
fá að endurskipuleggja sig sem
viðskiptabanka. Með því hverfa síðustu
fjárfestingabankar Wall Street af sjónar-
sviðinu, því Bear Stearns var bjargað úr
gjaldþroti í mars af JPMorgan Chase, Leh-
man Brothers var lýst gjaldþrota á mánu-
dag fyrir viku, og á sama tíma keypti
Bank of America Merrill Lynch. Endalok
stóru fjárfestingabankanna eru einn dram-
atísk asti þátturinn í þeirri róttæku upp-
stokkun bandarísks fjármálalífs sem virð-
ist vera að eiga sér stað, því stóru fjárfest-
ingabankarnir réðu lögum og lofum á Wall
Street síðustu 75 ár.
Ríkið hefur þegar tekið yfir AIG, stærsta
tryggingafyrirtæki Bandaríkjanna og fast-
eignalánasjóðina Fannie Mae og Fredd-
ie Mac. Til að kóróna þessi sögulegu inn-
grip munu stjórnvöld verja 700 milljörðum
dollara til að þjóðnýta stóran hluta undir-
málslánakrísunnar með kaupum á eitruð-
ustu skuldabréfum fjármálafyrirtækjanna.
Þó er allsendis óvíst að þessi inngrip muni
duga til þess að binda enda á yfirstandandi
vanda, sem nú er lýst sem verstu fjármála-
kreppu síðan á fjórða áratugnum.
Atburðir síðustu vikna hafa sýnt að seðla-
bankinn og stjórnvöld þurfa að bjarga stór-
um fjármálastofnunum, hvort heldur þær
eru viðskiptabankar eða ekki. Seðlabank-
inn hefur í raun neyðst til að axla hlut-
verk þrautavara alls fjármálakerfisins. En
ef stjórnvöld og skattgreiðendur þurfa að
ábyrgjast skuldir stórra fjármálastofnana
og bjarga þeim frá gjaldþroti er spurning
hvort ekki sé eðlilegt að þessar stofnanir
lúti meira opinberu eftirliti.
Krafan um aukið eftirlit með starfsemi
fjármálastofnana hefur því verið mjög
hávær að undanförnu og nú virðist sem að
nánast allir séu sammála um að endurskoða
þurfi og herða reglur sem gilda um fjár-
málafyrirtæki. Henry Paulson fjármála-
ráðherra Bandaríkjanna hefur tekið undir
þessa umræðu og nú virðist svo komið að
jafnvel fulltrúar repúblíkana á Bandaríkja-
þingi ræða nauðsyn þess að reglur verði
hertar.
Það var því orðið ljóst að bönd yrðu sett
á fjárfestingabankana, sem hafa til þessa
verið holdgervingar hins óbeislaða kap-
ítalíska markaðar, óheftir af íþyngjandi
reglum og eftirliti. Með því að breyta sér
í viðskiptabanka kunna Morgan Stanley og
Goldman Sachs því í raun að hafa komið
sér hjá enn strangara eftirliti og þingrann-
sóknum, sem ævinlega fylgja stærri laga-
setningu í Bandaríkjunum. Í fréttatilkynn-
ingum sínum lögðu bankarnir að auki mikla
áherslu á að með því að gangast undir eft-
irlit Seðlabankans væru þeir að byggja upp
tiltrú markaða. Þannig segir í tilkynningu
Goldman Sachs að stjórnendur bankans
treysti því að markaðir líti svo á að eftir-
lit Seðlabankans með bankanum muni auka
tiltrú á öryggi og áreiðanleika hans.
VIÐSKIPTAMÓDEL GENGIÐ SÉR TIL HÚÐAR
Mikilvægasta ástæða ákvörðunarinnar er
þó að með henni geta Goldman Sachs og
Morgan Stanley tekið við innlánum, sem
eru bæði ódýrari og öruggari fjármögnun
en skammtímafjármögnun á skuldabréfa-
markaði. Lánsfjárkreppan og hrun trausts
á fjármálamörkuðum hafa að auki orðið
til þess að sú leið var í raun lokuð. Þá fá
þeir fullan aðgang að þrautavaraþjónustu
Seðlabankans, því þó fjárfestingabankarn-
ir hafi haft aðgang að daglánaglugga Seðla-
bankans síðan í mars njóta viðskiptabankar
mun betri kjara, lengri lánstíma og rýmri
reglna um veð. Önnur ástæða sem nefnd
hefur verið er að ólíkt fjárfestingabönk-
um þurfa viðskiptabankar ekki að bókfæra
skuldabréf á markaðsvirði ef þeir hyggjast
eiga þau til gjalddaga.
Mikilvægasta ástæðan fyrir því að Gold-
man Sachs og Morgan Stanley ákváðu að
breyta sér í viðskiptabanka er þó sú að ljóst
var orðið að þeir gætu ekki haldið áfram
að starfa sem sjálfstæðir fjárfestinga-
bankar. Síðan lánsfjárkreppan hófst hafa
markaðirnir einfaldlega ekki treyst fjár-
málafyrirtækjum sem byggja hagnað sinn
einvörðungu á áhættusamri starfsemi og
fjármagna hana með mikilli lántöku. Við-
skiptamódel fjárfestingabankanna hafði
einfaldlega gengið sér til húðar.
TÍMABIL FJÁRFESTINGABANKA LIÐIÐ
Í Bandaríkjunum var starfsemi viðskipta-
og fjárfestingabanka aðskilin með hinum
svokölluðu Glass-Steagal lögum, sem sett
voru 1933, og voru ein af meginstoðum
„New Deal“ aðgerða Franklins Delano
Roosevelt. Hugmyndin var sú að með að-
skilnaði væri komið í veg fyrir óheppilega
hagsmunaárekstra. Bankar voru sakaðir
um að hafa spilað með með peninga spari-
fjáreigenda í fjárhættuspili kauphallarinn-
ar. Sagnfræðingar hafa þó bent á að al-
varlegra vandamál hafi verið krosseigna-
tengsl og að bankarnir veittu lánsfé til
fyrirtækja sem þeir höfðu fjárfest í. Þá var
algjör skortur á virku regluverki um starf-
semi verðbréfamarkaðarins.
Með Glass-Steagal lögunum var fjár-
festingabönkum meinað að stunda venju-
lega viðskiptabankastarfsemi og taka við
innlánum. Þá var Tryggingarsjóður spari-
fjáreigenda, FDIC stofnaður, sem gerði að
verkum að viðskiptabankar gátu aflað fjár-
magns með ódýrari hætti en aðrar fjár-
málastofnanir. Fjárfestingabankar fengu
ekki heldur aðgang að þrautavaraþjónustu
Seðlabankans. Á móti kom að fjárfestinga-
bankar lutu ekki jafn ströng eftirliti og við-
skiptabankar, sem gaf þeim umtalsvert
svigrúm til að taka á sig mun meiri áhættu
en viðskiptabankar.
Fjárfestingabankar lutu einvörðungu eft-
irliti fjármálaeftirlitsins, sem stofnað var
um sömu mundir. Endalok sjálfstæðu fjár-
festingabankanna eru því í raun aðeins síð-
ustu skrefin í upplausn þess fjármálakerf-
is sem varð til við umbætur Roosevelt, því
Fannie Mae, sem var þjóðnýtt fyrr í mán-
uðinum var hluti sömu aðgerða.
ÁHÆTTUSÆKNI OG LÍTIÐ EFTIRLIT
Glass-Steagal lögin voru afnumin 1999, en
síðan þá hafa viðskiptabankar mátt stunda
fjárfestingabankastarfsemi. Stóru fjárfest-
ingabankarnir fimm kusu þó að starfa
áfram sem slíkir, enda lutu þeir mun minna
eftirliti en viðskiptabankar. Þeir gátu starf-
að með lægra eiginfjárhlutfalli en við-
skiptabankar og gátu því tekið á sig marg-
falt meiri áhættu. Eiginfjárhlutfall þeirra
var í kringum 4 prósent og fór um skeið allt
niður í 2,5 prósent hjá Merrill Lynch. Við-
skiptabankar þurfa að viðhalda 8 prósenta
eiginfjárhlutfalli.
Í umræðum um rætur og ástæður yfir-
standandi vandræða í fjármálaheiminum
hafa menn yfirleitt staðnæmst við óhóflega
skuldsetningu fjármálafyrirtækja, skort á
eftirliti og það sem kallað hefur verið
„hugarfar“ Wall Street. Margir hafa stað-
hæft að endalok Goldman Sachs og Morg-
an Stanley muni valda byltingu á „hug-
arfari“ verðbréfasala og bankamanna í
Bandaríkjunum, því sem viðskiptabank-
ar geti Goldman Sachs og Morgan Stanley
ekki leyft sér sams konar áhættusækni og
áður. Charles Geisst, einn virtasti sérfræð-
ingur í sögu Wall Street, hefur tekið undir
þetta, enda hafi flestir áhættusömustu og
torskiljanlegustu skuldavafningar síðustu
ára verið fundnir upp af fjárfestingabönk-
unum, sem einnig höfðu forystu um rausn-
arlegar launagreiðslur til stjórnenda.
Kaflaskipti á Wall Street
Með breytingu Morgan Stanley og Goldman Sachs í viðskiptabanka nú um helgina hafa orðið kaflaskipti í sögu Wall Street.
Tími sjálfstæðu fjárfestingarbankanna, sem voru einhverjir atkvæðamestu leikendur í fjármálalífi Bandaríkjanna síðan í heims-
kreppu fjórða áratugarins, er liðinn. Magnús Sveinn Helgason fjallar hér um þessi tímamót og hvað tekur við.
WALL STREET Stóru fjárfestingarbankarnir voru eitt megineinkenni þess fjármálakerfis sem varð til við „New
Deal“ umbætur Franklins Delano Roosevelt á fjármálakerfi Bandaríkjanna í heimskreppunni. MARKAÐURINN/AFP
HugurAx / Guðríðarstíg 2-4 / 113 Reykjavík / Sími 545 1000 / Fax 545 1001 / www.hugurax.is
TOK, bókhalds- og launakerfið er hægt er að
fá í nokkrum mismunandi útgáfum sem henta
fyrirtækjum af öllum stærðum.
Þegar fyrirtæki stækka þá stækkar kerfið með.
Með þessu móti spara fyrirtæki sér fé með því að
nota bókhalds- og launakerfi sem hentar hverju
sinni sama hvort hjá fyrirtækinu starfa þrír eða
þrjúhundruð.
Vex með þínu fyrirtæki
TOK bókhalds- og launakerfið hentar stórum sem smáum
fyrirtækjum. Með TOK getur þú byrjað með lítið kerfi sem
hægt er að stækk eftir því sem fyrirtækið vex og dafnar.
Kynntu þér kosti TOK.
S
K
A
P
A
R
IN
N
A
U
G
L
Ý
S
IN
G
A
S
T
O
FA