Fréttablaðið - 24.09.2008, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER MARKAÐURINN
„Það deyr enginn af fjármála-
kreppu. Fuglaflensa og spænska
veikin eru miklu hættulegri,“
segir sagnfræðingurinn Viggó
Ásgeirsson, markaðsstjóri
Landsbankans. Viggó hóf nám
í sagnfræði við Háskóla Ís-
lands fyrir rétt rúmum áratug
en tók fjölmörg hliðarskref, líkt
og lenska er hjá sagnfræðinem-
um, áður en hann útskrifaðist í
fyrrahaust. Hann er nú í MBA-
námi við Háskólann í Reykja-
vík, á öðru ári, samhliða starfi
sínu hjá bankanum. Viggó flyt-
ur erindið „Óttinn við sjúkdóma:
Spænska veikin og fuglaflensan“
í hádegisfyrirlestri Sagnfræð-
ingafélagsins í lok október. Yf-
irskrift fyrirlestraraðarinnar,
sem hófst um miðjan mánuðinn,
er: Hvað er að óttast?
B A N K A H Ó L F
Ekkert að
óttast?
Breskur gerðardómur komst að
þeirri niðurstöðu í gær að knatt-
spyrnumaðurinn Carlos Tevez
hafi verið ólöglegur þegar hann
spilaði með knattspyrnufélaginu
West Ham á þarsíðasta leiktíma-
bili og beri félaginu að greiða
Sheffield United skaðabætur.
Bótaupphæðin hefur ekki
verið ákveðin en Sheffield Un-
ited krefst 30 milljóna punda,
jafnvirði 5,2 milljarða íslenskra
króna. Annar gerðardómur mun
fjalla um upphæðina.
Sheffield United hélt því fram
að Tevez, sem var á mála hjá
íranska umboðsmanninum Kia
Joorabchian, hafi verið ólögleg-
ur leikmaður innan raða West
Ham en bjargað liðinu frá falli úr
Úrvalsdeildinni á kostnað Sheffi-
eld United.
Tevez kom til liðsins rétt
áður en Björgólfur Guðmunds-
son keypti félagið ásamt Eggerti
Magnússyni síðla árs 2006. Ás-
geir Friðgeirsson, varastjórnar-
formaður West Ham, vildi ekki
tjá sig um málið þegar Vísir.is
leitaði eftir því í gær enda ætti
seinni gerðardómur eftir að fjalla
um málið. - jab
TEKIST Á UM BOLTANN Breskur gerð-
ardómur segir Carlos Tevez hafa verið
ólöglegan þegar hann forðaði West Ham
frá falli í Úrvalsdeildinni í fyrra.
Tevez var
ólöglegur
Söguleg skáldsaga um framtíð þjóðar
Allt sem gerst hefur, getur gerst
og allt sem getur gerst, gerist
– í tímans eilífu elfu.
VÁFUGL
NÝ Í
SLEN
SK S
KÁLD
SAG
A
Útgá
fuda
gur
16. o
któb
er 20
08
— F
yrsta
ská
ldsa
ga h
öfun
dar
—