Fréttablaðið - 24.09.2008, Page 46
30 24. september 2008 MIÐVIKUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
MORGUNMATURINN
LÁRÉTT
2. helminguð, 6. ólæti, 8. fugl, 9.
stígandi, 11. frú, 12. klifra, 14. dvaldist,
16. í röð, 17. hrópa, 18. úði, 20. í röð,
21. sleit.
LÓÐRÉTT
1. leikur, 3. málmur, 4. lófalestur, 5.
skip, 7. verund, 10. sigti, 13. útsæði,
15. bannhelgi, 16. skepna, 19.
tvíhljóði.
LAUSN
„Ekki er nú miklu að fletta ofan
af. Þetta er eitthvert daufasta
sakamál sem ég hef kynnst á
ævinni. Það verður ekki samin
sjónvarpssería um þetta,“ segir
Magnús Kjartansson tónlistar-
maður.
Nýlega fór Magnús með lagið
sitt „Tölum saman“ við texta Vil-
hjálms Vilhjálmssonar á útvarps-
stöðvar og var kynnt sem áður
óþekkt upptaka með hinum ást-
sæla Vilhjálmi Vilhjálmssyni.
Var það frumflutt með viðhöfn á
Bylgjunni og skömmu síðar í
Morgunþætti Rásar 2. „Það var
þar sem hún Sigríður Pétursdótt-
ir, sem er með kvikmyndaþætti á
Rás 1, heyrði lagið. Og hringdi í
mig,“ segir Ólafur Páll Gunnars-
son, útvarpsmaður á Rás 2. „Hún
hafði verið að keyra með syni
sínum og heyrði þá Ísleif Þór-
hallsson og Magnús kynna lagið.
Þegar það var svo spilað gat hún
sungið með eins og ekkert væri.
Sonur hennar spurði: Hvernig
getur staðið á því að þú kannt
lagið þegar verið er að frumflytja
það? Hún fór að grufla í minni
sínu og hélt að þetta væri hugs-
anlega lag með Evu, Ernu og
Evu.“
Rannsóknarútvarpsmaðurinn
Óli Palli fór á stúfana og komst
að því að ekki er um áður óþekkt
lag að ræða heldur kom lagið
„Tölum saman“ út árið 1979 á
plötu Brunaliðsins, Útkall. „Ég er
búinn að fá hámenntaða tónlist-
armenn til að hlusta á þetta með
mér. Eina stúlku úr blásarasveit
Bjarkar hvorki meira né minna.
Og þetta er sama lagið. Textinn
er ekki sá sami. Á Brunaliðsplöt-
unni er textinn eftir Magga. En
það er verið að fjalla um nákvæm-
lega það sama: Par sem er að tala
um að það skipti máli að þau tali
saman. Annars deyr ástin. Pálmi
og Eva syngja,“ segir Óli Palli
sem ætlar að spila lögin í þætti
sínum Popplandi milli níu og tíu í
dag.
Magnúsi, sem var aðalspraut-
an í Brunaliðinu sáluga, þykir
sannast sagna ekki mikið til
koma. „Þetta var vitað mál frá
upphafi. Að allir sem ættu plöt-
una „Útkall“ myndu kannast við
lagið. En þetta er nýtt með Villa.
Það er það sem máli skiptir. Ég
var búinn að gleyma þeim upp-
tökum svo mjög að við gáfum það
út með nýjum texta. Þó að þetta
hefði verið lagið „Bláu augun
þín“ þá hefði ég kynnt það alveg
eins. Það er flutningur Vilhjálms
sem skiptir öllu máli í þessu sam-
bandi,“ segir Magnús Kjartans-
son – sem er á því að þetta sé
heldur dauflegt skúbb.
jakob@frettabladid.is
MAGNÚS KJARTANSSON: DAUFASTA SAKAMÁL SEM ÉG HEF KYNNST
Nýtt lag Villa Vill á plötu
Brunaliðsins árið 1979
MAGNÚS KJARTANSSON Hefði kynnt lagið á sama hátt þótt um væri að ræða „Bláu
augun þín“ – söngur Villa sé það sem hér skipti máli.
ÓLI PALLI Syni Sigríðar Pétursdóttur
þótti sérkennilegt að mamman kynni
lagið þegar það var frumflutt.
„Ég féll í stafi yfir flutningi þeirra
þegar þeir spiluðu á rússneskri
menningarhátíð í Salnum í hitti-
fyrra. Þá kviknaði sá draumur að
vinna með þeim og nú tveimur
síðar rættist hann,“ segir Sigrúm
Hjálmtýsdóttir söngkona, betur
þekkt sem Diddú, um rússneska
kvartettinn Terem. Sigrún kom
nýverið heim frá Pétursborg þar
sem hún tók upp efni fyrir vænt-
anlega plötu við undirleik Terem
sem er ástsælasti spilakvartett
Rússlands, en í apríl síðastliðnum
söng hún með þeim í 6.000 manna
sal í Moskvu, á tónleikum sem var
sjónvarpað út um allt Rússland.
„Þeir eru algjörar þjóðhetjur í
sínu heimalandi og opnuðu fyrir
mér leið inn í helgidóm Rússlands.
Ég var hjá þeim í hálfan mánuð í
maí við æfingar og upptökur, en
við tókum meðal annars upp lög
eftir Sigfús Halldórsson, Freymóð
Jóhannsson og Magnús Blöndal
Jóhannsson að þeirra ósk. Síðan
tókum við einnig upp rússneskt,
ítalskt og spænskt lag, en öll hafa
þau sama karakter og þetta er
svona suðræn sígaunatónlist,“
útskýrir Sigrún.
Á döfinni eru tvennir tónleikar
hjá Sigrúnu í Rússlandi, auk fleiri
tónleika með Terem á næsta ári.
Aðspurð segist hún kunna mjög
vel við sig þar í landi. „Manni er
tekið svo opnum örmum og finnur
að maður er alls staðar velkomin.
Það er alveg sérstakt andrúmsloft
í þessu landi og náttúrlega miklar
öfgar í mannlífinu, en það er
margt sem maður sér og fær að
kynnast sem er mjög örvandi,“
segir Sigrún að lokum. - ag
Diddú tekur ástfóstri við Rússland
SYNGUR SUÐRÆNA SÍGAUNATÓNLIST Plata Diddú er væntanleg í októberbyrjun, en
kvartettinn Terem mun koma til landsins og spila með henni á tónleikum í Salnum í
nóvember.
Hann varð forviða viðskiptavinur
bensínstöðvar nokkurrar í Borg-
arnesi þegar inn komu á þriðja
hundraðinu þrír menn á mánudag
um kvöldmatarleytið sem spurðu
móðir og másandi afgreiðslumann-
inn hvort ekki væri Stöð 2 í boði
á skjánum? Fyrir hópnum fór idol-
stjarnan fyrrverandi Kalli Bjarni
og þegar skipt var yfir
á Stöð 2 var akkúrat
Kompásþátturinn
um handrukkarann
Benna Ólsara að
hefjast og skýrðist þá
áhugi þremenning-
anna á því að missa
ekki af neinu sem
þar var greint frá.
Viðburðafyrirtækið 2BC, þar sem
fer fyrir Klaufinn og trymbillinn
góði Birgir Nielsen, er síður en
svo með hangandi haus þrátt fyrir
fallandi gengi íslensku krónunnar.
Þeir hafa verið í sambandi við
hljómsveitina Red Hot Chili
Peppers um að hún
komi og haldi tónleika.
Eitthvað er rólegt
hjá RHC um þessar
mundir en þegar
boltinn fer af stað er
aldrei að vita nema
einn viðkomustaður
þeirra við kynningu
næstu plötu verði
Ísland.
Hestamönnum fer snarfjölgandi
og horfa margir öfundaraugum
til Helga Björnssonar sem þótti
sýna ótrúleg viðskiptaleg klókindi
með því að höfða sérstaklega til
þeirra með síðustu plötu sinni sem
rauk beint í gullið. En það þýðir svo
sem ekki að bjóða hestamönnum
uppá hvað sem er. Laufskálaréttin,
stærsta hestamannaréttin, verður
29. þessa mánaðar og þá
er að sjálfsögðu slegið
upp réttardansleik.
Hljómsveitin Von leikur
fyrir dansi en við það
tækifæri koma fram
með hljómsveit-
inni stórstjörnurn-
ar Bó og Stebbi
Hilmars. - jbg
FRÉTTIR AF FÓLKI
„Ég er búin að koma mér upp
á lag með að borða hafragraut
úr tröllahöfrum og venjulegum
höfrum á morgnana. Svo sker
ég niður gráfíkjur og valhnetur
og blanda út í. Þetta er ótrúlega
auðvelt og gott, og ekkert mál að
fá allt lífrænt.“
Hólmfríður Anna Baldursdóttir, upplýs-
ingafulltrúi Unicef á Íslandi.
LÁRÉTT: 2. hálf, 6. at, 8. lóa, 9. ris, 11.
fr, 12. klífa, 14. varst, 16. de, 17. æpa,
18. ýra, 20. áb, 21. rauf.
LÓÐRÉTT: 1. hark, 3. ál, 4. lófaspá, 5.
far, 7. tilvera, 10. sía, 13. fræ, 15. tabú,
16. dýr, 19. au.
MEIRA EN
200
ÓKEYPIS
KROSSGÁTUR
w
w
w
.t
h
is
.i
s
/k
ro
s
s
g
a
tu
r
w
w
w
.t
h
is
.i
s
/k
ro
s
s
g
a
tu
r
Hið ótrúlega Abba-æði sem geng-
ið hefur yfir Ísland virðist engan
enda ætla að taka. Ríflega
hundrað þúsund manns hafa
séð kvikmyndina Mamma
Mia! í bíóhúsum landsins og
plata með tónlistinni úr
myndinni hefur rokið út.
Abba-óðir Íslendingar fá
nú enn eitt tilefnið til
að gleðjast því vinsæl-
asta Abba-sýning í
heimi er á leið til
landsins. Sýningin
kallast The Music of
Abba og er flutt af
sænsku hljómsveitinni
Arrival. Það er athafna-
maðurinn Eyþór Guð-
jónsson sem stendur að
komu Abba-sýningarinnar sem
sett verður upp í Vodafone-höll-
inni 8. nóvember næstkomandi.
„Þau eru nýkomin úr tón-
leikaferð sinni um Bandaríkin
en þau spiluðu þar á 40 tón-
leikum. Þetta gekk allt frekar
hratt fyrir sig en við geng-
um endanlega frá samn-
ingum við þau í síðustu
viku. Það kostaði tölu-
verða vinnu að koma
Íslandi fyrir í Evr-
óputúrnum en bara í
nóvember eru þau
með 18 tónleika víðs
vegar um álfuna,“ sagði Eyþór í
samtali við Fréttablaðið í gær.
Arrival hefur ferðast með sýn-
inguna undanfarin þrettán ár og
komið fram í yfir tut-
tugu
löndum. Tólf manns eru í bandinu,
topptónlistarmenn að sögn Eyþórs.
Meðlimir Arrival hafa átt í nánu
samstarfi við Björn og Benny úr
Abba. Þannig er sveitin sú eina
sem hefur leyfi til að klæðast
nákvæmum eftirlíkingum af
búningum Abba. Þá hefur
hljómsveitin fengið leyfi
til að gefa út óútgefið
Abba-lag, Just a Notion.
Tónleikarnir verða
laugardagskvöldið 8.
nóvember klukkan 21.
Miðasala hefst á Miði.is á
föstudaginn. - hdm
Vinsæl Abba-sýning kemur til Íslands
ARRIVAL Vinsælasta Abba-sýn-
ing í heimi verður sett upp á
Íslandi í nóvember.
EYÞÓR GUÐJÓNSSON
Setur upp Abba-sýningu í
Vodafonehöllinni.
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8.
1. Halla Steinunn Stefánsdóttir.
2. Lækkanir hlutabréfa eru ráðandi.
3. Agnar Erlingsson.