Fréttablaðið - 26.09.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 26.09.2008, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 26. september 2008 11 ALÞINGI Fjárlagafrumvarp ársins 2009 verður kynnt á miðvikudag, 1. október, sama dag og Alþingi verður sett. Er frumvarpsins beðið með nokkurri eftirvæntingu enda felst í því stefnumörkun stjórnvalda í ríkisfjármálum. Fyrsta umræða um frumvarpið fer fram í þinginu á föstudag en kvöldið áður flytur forsætisráð- herra stefnuræðu sína. Í kjölfarið fylgja umræður um hana með þátttöku fulltrúa allra flokka. Samkvæmt starfsáætlun þingsins fer það í jólafrí 12. desember og kemur saman á ný sléttum mánuði síðar. - bþs Þing verður sett í næstu viku: Fjárlögin kynnt á miðvikudag Flestir landsmenn borga mánaðar- lega af lánunum sínum. Sumir fá greiðsluseðil heim til sín en aðrir hafa valið seðillausar afborganir í heimabankanum sínum. Ætla mætti að þessi seðillausu viðskipti væru ódýr en svo er þó aldeilis ekki. Auður Styrkársdóttir skrifar: „Ég er með húsnæðislán hjá Kaupþingi og hef valið að fá engan greiðsluseðil heim heldur greiða í heimabankanum. Mér er hins vegar gert að greiða kr. 435 í hvert skipti í svokallað „tilkynn- ingar- og greiðslugjald“! Afborganir af láninu eru 487 talsins og ef sama gjaldið verður alla tíð gera þetta 211.845 krónur samtals! Ekki efa ég að þetta sé lagt á aðra viðskiptavini þessa banka sem og annarra, en mér er spurn: Hvað er verið að tilkynna mér og hvernig er hægt að réttlæta að taka gjald af því sem greitt er?“ Benedikt Sigurðsson, upplýs- ingafulltrúi Kaupþings, svarar: „Eðli máls samkvæmt verður bankinn að tilkynna og birta á einhverju formi, hvort sem greiðandi kynnir sér þær eða ekki, forsendur sem búa að baki hverjum gjalddaga skuldabréfs. Þessar upplýsingar um greiðslu- sögu verður bankinn svo að varðveita. Einnig verður bankinn að standa skil á ýmsum kerfisleg- um (tölvu) kostnaði vegna greiðslna, meðal annars til Reikni- stofu bankanna.“ Gjaldskrá bankanna er mismunandi. Hér má sjá gjald- skrár þeirra. Hagstæðast er að eiga viðskipti við Íbúðalánasjóð. Tilkynningar og greiðslugjald hjá honum er 75 krónur og skiptir þá engu hvort kúnnar fá greiðslu- seðil eða greiða seðillaust í netbanka. Seðillaus viðskipti kosta líka: Ódýrast að eiga viðskipti við Íbúðalánasjóð NOREGUR Byggingaverkamenn sem reisa stærstu álverksmiðju heims fyrir norska stórfyrirtæk- ið Hydro í Katar fá aðeins sex norskar krónur á tímann, eða innan við 100 krónur. Verka- mönnunum er neitað um aðild að stéttarfélögum. Norska ríkisútvarpið, NRK, segir að tíu þúsund starfsmenn vinni sex daga vikunnar, tíu tíma á dag, við að byggja álverksmiðj- una. Hún kosti jafnvirði um 330 milljarða íslenskra króna og verði tilbúin 2010. Meirihlutinn er erlendir verkamenn. Þeir mega ekki skipta um vinnu án leyfis frá vinnuveitandanum og hægt er að senda þá brott ef þeir kvarta undan launum og vinnuaðstæð- um. - ghs Byggingaverkamenn í Katar: Fá sex krónur á klukkustund Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@frettabladid.is Tilkynningar- og greiðslugjald á húsnæðislánum: Greiðsluaðferð Kaupþing Landsbankinn Glitnir Íbúðalánasjóður Lán skuldfært af reikningi, seðill ekki í póst, einungis birtur í netbanka: 150 kr. 120 kr. 120 kr. 75 kr. Lán skuldfært af reikningi, seðill settur í póst og birtur í Netbanka: 225 kr. 195 kr. 195 kr. 75 kr. Lán greitt í Netbanka, seðillinn ekki í póst, einungis birtur í Netbanka: 435 kr. 520 kr. 475 kr. 75 kr. Lán greitt í útibúi eða netbanka, seðill settur í póst og birtur í Netbanka: 510 kr. 595 kr. 550 kr. 75 kr. SIMPLY CLEVER Verð frá kr. 2.890.000 Mánaðarleg afborgun: 34.500 kr.* *Miðað er við gengistryggðan bílasamning til 84 mánaða, 30% útborgun eða 867.000 kr. Árleg hlutfallstala kostnaðar er 11,9%. Skoda Octavia 1,9 TDI LÖGREGLUMÁL „Rannsóknin er alveg á lokastigi,“ segir Rafael Vazquez, aðstoðaryfirmaður upp- lýsingadeildar lögreglunnar í Dóminíska lýðveldinu. Franklin Genao heitir sá sem grunaður er um að hafa banað Hrafnhildi Lilju Georgsdóttur síðastliðinn sunnu- dag en lögreglan telur að þau hafi átt í ástarsambandi. Hann er frá Dóminíska lýðveldinu. Einn karlmaður og ein kona sem unnu á hótelinu með Hrafnhildi eru einnig í haldi lögreglunar. Rafael segir allt benda til þess að Hrafnhildur Lilja hafi látist þegar hún hafi skollið með höfuðið í vegg inni á baðherbergi hótelsins þar sem hún bjó. Hún var einnig með stungusár við herðar, brjóst og á hendi. Málið verður sent til saksókn- ara á næstunni. Bænastund verður haldin til minningar um Hrafnhildi Lilju í Vídalínskirkju í Garðabæ klukkan sex í dag. Þetta kemur fram á minningasíðu um hana sem opnuð hefur verið á vefsíðunni Face- book. Í gær höfðu um sjö hundruð manns skráð sig þar inn. Einnig hefur verið opnaður söfnunarreikningur fyrir fjöl- skyldu hennar og er reiknings- númerið 0537-14-609973 og kenni- tala 081079-5879. - jse Þrennt í haldi vegna morðsins á Hrafnhildi Lilju Georgsdóttur: Rannsóknin komin á lokastig HRAFNHILDUR LILJA GEORGSDÓTTIR Haldin verður bænastund til minningar um Hrafnhildi Lilju í Vídalínskirkju í Garðabæ í dag. NOREGUR Norski stjórnmálamað- urinn Monica Mæland hefur lagt til að tekinn verði saman gagna- grunnur um blaðamenn, tengsl þeirra við atvinnulíf, samtök og eignir þeirra með sama hætti og hefur gert um ellefu þúsund norska stjórnmálamenn. „Við höfum völd og áhrif sem stjórnmálamenn. En fjórða valdið, fjölmiðlarnir, hefur það líka í miklum mæli.“ „Ég vildi óska þess að fjöl- miðlamenn væru jafn opinskáir og uppteknir af sínum eigin málefnum og þeir eru uppteknir af málefnum stjórnmálamanna,“ segir hún. - ghs Norskur stjórnmálamaður: Gagnagrunn um blaðamenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.