Fréttablaðið - 26.09.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 26.09.2008, Blaðsíða 38
Hallgrímur Helgason er fæddur 18.02 1958. Sigríður Klingenberg segir að hann hafi lífstöluna 8 og að sú tala gefi mikinn kraft og hugmyndauðgi. „Áttan kann ekki að sitja með hendur í skauti og þarf allt- af að hafa allt á fullu. Þetta fólk vill helst aldrei gefa sér tíma til að hugsa of mikið heldur framkvæma. Ef áttan dettur í þann forarpytt að röntgengreina líf sitt, sem er mjög algengt og í eðli áttunnar, þá á hún það til á núll einni að steypa sér niður í myrkrið af þunga. Áttan þarf að hafa mikið af fólki í kringum sig því hún þrífst og nærist á fólki. Margir af mestu hugsuðum og uppfinningamönnum heimsins hafa verið áttur. Í raun er hægt að tala um að Hallgrímur sé uppfinn- ingamaður. Þessar ótrúlegu perlur sem hann hefur fundið upp eru líka afrakstur þess hvað hann er næmur á fólk. Ég er ekki frá því að hann sé spámaður. Þessa stundina er Hallgrímur að fara fram úr sér því hann á eftir að gera samn- inga úti um allan heim. Hann byrjar líklega í Þýskalandi. Hann er á ári áhættunnar og næsta ár verður gjörsamlega stjórnlaust af krafti. Á þessu ári þarf hann að ákveða hvaða hlutverk hann ætlar að leika á næsta ári. Næstu fimm árin eiga eftir að vera ákaflega hröð og hann á eftir að fljóta í peningum og ráðlegg ég honum að leggja þá bara inn í banka og láta öll hlutabréfa- viðskipti eiga sig. Ég sé ekki betur en að það verði gerð önnur bíómynd eftir sögu hans og ég er ekki frá því að Baltasar Kormákur eigi eftir að stíga við hann dans. Hallgrímur á að dekra við sig núna og vera mikið innan um vatn, fara í sund og gufu. Hallgrímur er kominn til að sjá og sigra Sigurjón digra. föstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS FRÁBÆR FÖSTUDAGUR Helga Sverrisdóttir, hjúkr- unarfræðingur í Noregi 1 2 3 4 5 26. SEPTEMBER 2008 KLINGENBERG SPÁIR Hallgrímur Helgason Ég vakna og smyr nestið fyrir alla þar sem Norðmenn eru ekki búnir að kveikja á því að gefa börnum að borða í skólum og leikskólum. Dásam lega gefandi að byrja hvern dag á massífri nestisgerð! Átta sam- lokum síðar hjóla ég með dóttur- ina í leikskól- ann og þaðan í ræktina mína þar sem mér finnst fínt að vera þó ég þekki engan, væri alveg til í að leikfimivin- konur mínar á Íslandi væru mættar til að taka einn kaffi á eftir. Verð að kíkja aðeins í búðir á föstu- dögum, þarf auðvitað að kaupa inn fyrir helgina og svo kippir maður með sér einhverju úr bókabúðinni. Ef ég hef tíma fer ég inn í miðborg- ina þar sem salatið í Sten & Ström stórversluninni er hrikalega gott. Sæki krakkana í skólann og okkur finnst öllum gott að það er kom- inn föstudagur. Krakkarnir lúnir eftir að hlusta á alla þessa norsku sem þau skilja ekki enn þannig að við förum heim og komum okkur í helgargírinn, krakkarnir fá að panta pitsu frá Peppes Pizza, en ég elda eitthvað gott fyrir okkur hjónin.... Svo er bara að kveikja upp í arninum og á kertum og hafa það huggulegt. Við erum ekki með sjón- varp þannig að við njótum bara samvista hvort við annað, nú eða sitjum hvert með okkar tölvu í fang- inu þó það hljómi ekki eins vel! Lúxusnámskeið NordicaSpa er hannað til að koma þér af stað á mjög árangursríkan og einfaldan hátt. Tilgangur námskeiðisins er að koma þér á æðra stig hvað varðar líkamlega og andlega heilsu. Fimm tímar í viku – Brennsla og styrkur 3 öflugir brennslutímar 2 styrktartímar í sal undir handleiðslu þjálfara Vikulegar mælingar Ítarleg næringarráðgjöf Fyrirlestur – Borðaðu til að léttast og auka orkuna Slökun og herðanudd eftir hverja æfingu Hollustudrykkur eftir hverja æfingu Takmarkaður fjöldi Tímar eru: 6:30, 7:30, 10:00, 12:00, 16:30 og 18:30 fimm sinnum í viku Þjálfari er Gunnar Már Sigfússon 1. vika – Orkuhleðsla Í fyrstu vikunni byggir þú upp orku og kemur líkamanum í jafnvægi. 2. vika – Öflug melting – Aukin brennsla Í viku tvö er verið að efla og bæta meltinguna til að þú fáir sem mest út úr holla matnum sem þú ert að borða. 3. vika – Hormóna jafnvægi – Hreinsun Þriðja vikan mun koma jafnvægi á hormónaflæði líkamanns sem mun hafa áhrif á skap þitt, lífsorku og kraft. 4. vika – Ónæmiskerfi eflt – Jafnvægi Í viku fjögur byggjum við upp ónæmiskerfið og hjálpum því að verja líkamann á náttúrulegan hátt. Ný námskeið hefjast 6. október Skráning er hafin í síma 444 5090 eða nordicaspa@nordicaspa.is www.nordicaspa.is Hilton Reykjavík Nordica Hotel Suðurlandsbraut 2 Sími 444 5090 nordicaspa@nordicaspa.is www.nordicaspa.is Styrmir Þór Bragason 37 ára forstjóri MP Fjárfestingarbanka Skemmtilegt og fjölbreytt námskeið og besta aðhald sem ég hef fengið og það er það sem skiptir öllu máli þegar maður er að koma sér í form með breyttu mataræði og meiri hreyfingu. Ég var farinn að hlakka til að komast á æfingar og ég fann að orkan jókst mikið á skömmum tíma sem skipir miklu máli í minni vinnu. Kristbjörg Sveinbjörnsdóttir 27 ára Hjúkrunarfræðingur Guðbjörg Sveinbjörnsdóttir 32 ára Viðskiptafræðingur Við systurnar ætluðum einungis á eitt námskeið en þau urðu þrjú og árangurinn lét svo sannarlega ekki á sér standa. Misstum 23 kíló til samans á þremur mánuðum. Það eigum við Gunnari Má þjálfara og starfsfólkinu á Nordica Spa að þakka. Frábært aðhald, skemmtun, útrás og vellíðan. Við gátum þetta og því getur þú þetta líka. Rannveig I. Marelsdóttir 48 ára bókari hjá Mannviti Björk Baldvinsdóttir 29 ára sérfræðingur hjá Kaupþingi Markviss leiðsögn, frábær aðstaða og mesta aðhald sem hægt er að fá. Hér eru engar öfgar á ferð. Farið er vel ofan í mataræðið á skynsaman hátt og bætt við skemmtilegri hreyfingu – útkoman er aukinn orka, úthald og vellíðan í daglegu lífi. Getum mælt með þessu námskeiði við hvern sem er – 100% árangur. Fjögurra vikna lúxusnámskeið fyrir konur og karla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.