Fréttablaðið - 26.09.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 26.09.2008, Blaðsíða 28
2 föstudagur 26. september núna ✽ klipptir út úr tískublaði... Útgáfufélag 365 prentmiðlar Ritstjóri Marta María Jónasdóttir martamaria@365.is Penni Alma Guðmundsdóttir alma@frettabladid.is Forsíðumynd Valgarður Gíslason Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 augnablikið Með sama klipparann Davíð Oddsson og Björgólfur Guð- mundsson hafa verið mikið í sviðs- ljósinu síðustu vik- urnar. Það er kannski ekki margt sem tengir þá tvo saman fyrir utan að vera báðir bankastjórar. Þeir eiga það þó sameiginlegt að setja allt sitt traust á hárskerann Lýð Sörlason sem rekur Hárskerastofu Lýðs í Lág- múla 7. Þeir eru þó ekki einu „sel- ebin“ sem koma reglulega til Lýðs því straumur þjóðþekktra ein- staklinga virðist liggja til hans. Davíð hefur í ára- tugi verið kúnni á Hárskera- stofu Lýðs. Björgólfur Guð- mundsson, formaður bankaráðs Landsbanka Íslands, fer einnig í klippingu í Lágmúlann og heyrst hefur að hann mæti vikulega, klukkan níu á föstu- dagsmorgn- um. DORRIT var svartklædd þegar hún mætti til að hlusta á Kristján Jóhannsson í Íslensku óperunni. Klæðnaðurinn var í takt við efna- hagsástandið, allt svart. É g fór í einkaþjálfun til Ívars Guðmundssonar 2004 eftir að Pétur í Boss-búðinni sagði mér að Hugo Boss framleiddi ekki föt fyrir menn í mínum stærðarflokki. Í staðinn fyrir að verða móðgaður hringdi ég bara í Ívar,“ segir Sigmar Vilhjálmsson, sem hefur lést um tuttugu kíló eftir að hann byrjaði að æfa. Þegar hann var þyngstur var hann um 120 kíló. „Ég var svo feitur að ég passaði ekki inn í „widescreen“-sjón- varp og það þurfti að sýna Idol- ið á stóru breiðtjaldi á pöbb- um,“ segir Sigmar og hlær. Þegar hann er spurður að því hvernig hann hafi farið að þessu fyrir utan að mæta í ræktina segist hann hafa farið eftir elsta kúrnum í bókinni, að hreyfa sig til að geta borðað. „Ég tók stökk niður á við eftir einka- þjálfunina og síðan hef ég hreyft mig reglulega og fer þrisvar til fjórum sinnum í viku í World Class. Síðan spila ég bumbubolta, handbolta og fótbolta,“ útskýrir hann og segir enga töfralausn vera á bak við þyngdar- tapið. „Ég held að maður eigi bara að borða allan fæðuhringinn og passa upp á að hreyfa sig meira. Ef þú sukkar á laugar degi, sunnudegi og mánu- degi er bara að taka á því alla hina dagana en við eigum ekki að þurfa að pína okkur til að borða eitthvað vont,“ segir Simmi að lokum. alma@365.is Sigmar Vilhjálmsson hefur lést um 20 kíló VAR HÆTTUR AÐ PASSA Í HUGO BOSS-JAKKAFÖT Glæsilegur á velli Ívar Guðmundsson einkaþjálfari og útvarps- maður bjargaði holdarfari Sigmars Vilhjálmssonar. þetta HELST „Kundalini-jóga er þróað til að styrkja tauga-, innkirtla- og ónæmis- kerfið, en einnig vöðvana til að geta staðist það álag sem við erum flest undir dags daglega. Það byggir líka meira á hreyfingu heldur en kyrr- stöðum, öflugri öndun og hugleiðslu,“ útskýrir Guðrún Arnalds, sem er ein af þremur Kundalini-jógakennurum hér á landi. Aðspurð seg- ist hún finna fyrir aukinni þörf hjá fólki fyrir að leita meira inn á við. „Bæði konur og karlar, finna fyrir mikilli þörf á tengingu við eitthvað æðra og stærra. Það virðist vera meiri vitund um það nú til dags. Fólk er smám saman að uppgötva hvað það er mikilvægt að vera sterkur til að geta staðist álag og kannski er það vegna þess aukaálags sem kemur þegar það harðnar á dalnum líkt og nú,“ útskýrir Guðrún. „Ég heyri fólk gjarnan segja að jóga sé of hægt fyrir sig og það er oft sú ímynd sem það hefur, en Kundalini er að koma sterkt inn því það höfð- ar til fólks sem er mjög anna- samt, í krefjandi vinnu og býr við þessa streitu sem margir gera nú til dags,“ segir Guð- rún. - ag Guðrún Arnalds kennir Kundalini-jóga: Leitað inn á við í kreppunni Guðrún Arnalds Hún kennir fólki Kundalini-jóga. REGÍNA ÓSK ÓSKARSDÓTTIR Ég er að spila á balli á Akranesi á laugardaginn ásamt Euroband- inu. Svo er ég að fara að taka þátt í spurningakeppni fræga fólks- ins á Rás 2. Á sunnudaginn syng ég á Styrktartónleikum Umhyggju. Þess á milli ætla ég að vera í faðmi fjölskyldunnar, kíkja í ræktina og elda góðan mat. Að „Haardera“ Í öllu krepputali þjóðarinnar hefur orðið til nýtt orð og það er að „haardera“. Að „haardera“ er hægt að nota á margan hátt, „haardera“ heima, í ræktinni, eða bara í líf- inu sjálfu. Það er rekið beint til Geirs Haarde og þýðir í raun að að- hafast ekkert í málinu. Ekki fylgir þó sögunni hvort það að „haardera“ bæti líf fólks eða ekki ... helgin MÍN Örvandi ástarráð Frábær ráð til að örva, tæla og erta. Ljúfir ástarleikir Lostafullir leikir sem efla sjálfsöryggi elskenda. Fáanlegar á ný.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.